Erlent

Segir að Berezovsky hafi hengt sig

Lögreglan í London segir að rússneski auðmaðurinn Boris Berezovsky hafi framið sjálfsmorð með því að hengja sig.

Umfangsmikil rannsókn lögreglunnar hafi ekki leitt annað í ljós og ekkert grunsamlegt sé við andlát hans. Lík Berezovsky fannst í baðherbergi lúxusíbúðar hans í úthverfi London á laugardaginn var.

Fram kemur í erlendum fjölmiðlum að vinir auðmannsins trúa ekki þessari skýringu lögreglunnar og telja að maðkur sé í mysunni hvað andlát hans varðar.

Berezovsky var þekktur andstæðingur Vladimir Putin Rússlandsforseta og hafði oft á tíðum gagnrýnt Putin harðlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×