Tveimur leikjum er nýlokið í Pepsi-deild kvenna en Valsstúlkur slátruðu HK/Víking 6-0 og Þróttur féll niður um deild eftir tap gegn Íslandsmeisturum Stjörnunnar 2-1.
Þróttur hefur aðeins náð í þrjú stig eftir 15 umferðir og því á leiðinni niður í 1. deild.
Valur komst í annað sætið í Pepsi-deildinni með sigrinum á HK/Víking en Elin Metta Jensen skoraði tvö mörk fyrir Val í leiknum.
Blikar gerðu jafntefli við FH í kvöld og komst Valur því í annað sætið á kostnað Breiðabliks.
Stjarnan er sem fyrr með fullt hús stiga í efsta sæti deildarinnar eftir sigurinn á Þrótti.
