Erlent

Ungir Danir úr glæpagengjum berjast í Sýrlandi

Æ fleiri ungir Danir sem tilheyra glæpagengjum í landinu og eru múhammeðstrúar hafa farið til Sýrlands til að berjast þar með herskáum íslamistum í stríðinu sem þar geisar.

Danska leyniþjónustan hefur miklar áhyggjur af þessari þróun og telur að hinir ungu Danir læri m.a. að búa til sprengjur í þessum átökum og að sú kunnátta gæti nýst þeim í Danmörku síðar meir.

Í fréttum í dönskum fjölmiðlum kemur fram að leyniþjónustan vill ekki gefa upp um hve marga Dani sé að ræða. Hún segir hinsvegar hafa öruggar heimildir um að tengsl hafi myndast milli glæpagengjanna og herskárra íslamista og hryðjuverkasamtaka á borð við al-kaída.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×