Erlent

Vindhviða feykti barnavagni út á götu og fyrir bíl

Hin þriggja ára gamla Olivia Uffindell lést af slysförum í dag þegar barnavagn sem hún var í fauk út á götu í suðurhluta Lundúna snemma í morgun.

Móðir hennar, hin 29 ára gamla Louise Uffindell, sleppti takinu af vagninum í andartak til þess að ná í eitthvað þegar vindhviða feykti vagninum út á götu. Þá þegar kom hvítur sendiferðabíll sem ók á barnavagninn.

Stúlkan var færð á spítala þar sem hún lést. Samkvæmt frétt Daily Telegraph var ökumaðurinn, sem er 36 ára gamall, handtekinn vegna gruns um að hann hefði ekið ógætilega. Það var ökumaðurinn sem hringdi á eftir hjálp. Hann hefur nú verið látinn laus gegn tryggingu.

Hægt er að lesa nánar um þennan hræðilega atburð á vef Daily Telegraph.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×