Erlent

Stjórnarherinn ræðst til atlögu gegn Bræðralagi múslima

Þorgils Jónsson skrifar
Egypski stjórnarherinn hefur aukið viðbúnað sinn vegna boðaðra mótmæla í dag og meðal annars komið skriðdrekum fyrir á Tahrir-torgi í Kaíró. Fjölmargir forvígismenn Bræðralags múslima hafa verið handteknir.
Egypski stjórnarherinn hefur aukið viðbúnað sinn vegna boðaðra mótmæla í dag og meðal annars komið skriðdrekum fyrir á Tahrir-torgi í Kaíró. Fjölmargir forvígismenn Bræðralags múslima hafa verið handteknir. NordicPhotos/AFP
Stjórnvöld í Egyptalandi réðust í dag inn á heimili forvígismanna Bræðralags Múslima og handtóku tugi forvígismanna samtakanna, en talið er að með þessu sé verið að reyna að spilla fyrir mótmælum sem boðað hefur verið til í landinu dag.

Herinn hefur tekið sér stöðu utan við byggingu stjórnlagadómsins þar sem mótmælendum hefur verið stefnt síðar í dag, í andstöðu við það að Múhameð Morsí, sem kjörinn var forseti fyrir rúmu ári, var settur af í síðasta mánuði eftir fjölmenn mótmæli gegn honum.

Síðan Morsí var settur af hafa staðið mikil mótmæli víða um landið sem náðu áður óþekktum hæðum í lok síðustu viku þegar herinn lagði til atlögu við stuðningsmenn Morsís.

Á níunda hundrað manns hafa látist síðan á miðvikudag þegar herinn lét til skarar skríða og leysti upp tvær búðir mótmælenda. Sér ekki enn fyrir endann á ófriðnum þar í landi.


Tengdar fréttir

Óvíst hvort nýr forseti tekur við bráðlega

Ekkert lát er á harkalegum átökum milli stuðningsmanna forsetans fyrrverandi, Mohammad Morsi, og andstæðinga hans. Óvíst er hvort enn standi til að Mohammed Elbaradei taki við embætti forseta af yfirdómara stjórnlagadómstólsins.

Skotið á mótmælendur, þingið leyst upp

Einn maður er þegar fallinn fyrir byssuskoti frá egypskum sérsveitarhermönnum í Kaíró. Nýi forsetinn hefur leyst upp efri deild þjóðþingsins, sem skipað var að miklu meirihluta stuðningsmönnum forvera hans.

Rýma búðir mótmælenda

Egypski herinn boðaði í gær aðgerðir gegn mótmælendum í Kaíró innan sólarhrings. Búast má við átökum.

Búið að rýma moskuna í Kaíró

Egypskar öryggissveitir hafa rýmt Al-Fath moskuna í Kaíró en stuðningsmenn Bræðralags múslima höfðu lokað sig þar af. Fjöldi mótmælenda var handtekinn í kjölfarið.

Neyðarástandi lýst yfir í Egyptalandi

Forseti Egyptalands hefur formlega lýst yfir neyðarástandi eftir að öryggissveitir réðust til atlögu gegn mótmælendum í Kaíró.

Egypski herinn lætur til skarar skríða

Brynvarðar bifreiðar egypska hersins eru víða á götunum í Kaíró ásamt vopnuðum hermönnum. Morsi forseti hefur verið kyrrsettur, en enn er þess beðið að herinn gefi út yfirlýsingu.

Engar sættir í sjónmáli í Egyptalandi

Bráðabirgðastjórnin segir að fjöldi látinna á miðvikudag sé kominn yfir 500 en Bræðralag múslíma talar um þúsundir látinna. Bræðralagið boðar til fjöldamótmæla í dag, á "degi reiðinnar“. Lögreglan hefur fengið heimild til að drepa fólk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×