Engar sættir í sjónmáli í Egyptalandi Guðsteinn Bjarnason skrifar 16. ágúst 2013 07:00 Rabaa al Adawíja-moskan í Kaíró, ein þekktasta moska borgarinnar, er illa farin eftir átökin á miðvikudag. Rétt við moskuna voru stærri búðirnar af tveimur búðum mótmælenda sem rýmdar voru. Nordicphotos/AFP Bráðabirgðastjórn egypska hersins boðar fulla hörku gegn íslamistum, en Bræðralag múslíma boðar til fjöldamótmæla í dag, á „degi reiðinnar“, sem svo er nefndur. Engar sættir eru því í sjónmáli í landinu en bæði herinn og Bræðralagið hafa til langs tíma haft víðtækan stuðning meðal almennings í Egyptalandi. Átökin á miðvikudag, þegar sérsveitir réðust til atlögu gegn stuðningsmönnum Múhameds Morsi, urðu þau blóðugustu sem þar hafa þekkst áratugum saman. Mannfallið þennan eina dag varð meira en samanlagt í átján daga uppreisn almennings gegn Hosni Múbarak árið 2011. Stjórnvöld sögðu í gær tölu látinna komna upp í 525, en sú tala gæti enn hækkað því margir eru alvarlega særðir. Fjöldi særðra er farinn að nálgast fjögur þúsund, samkvæmt tölum stjórnvalda. Bræðralag múslíma segir að fjöldi látinna sé enn hærri og skipti þúsundum. Ofbeldið hefur vakið hörð viðbrögð frá stjórnvöldum, samtökum og stofnunum víða um heim. Þýsk, bresk og frönsk stjórnvöld hafa kallað sendiherra Egyptalands á sinn fund. Danir hafa hætt við að greiða 30 milljónir danskra króna í aðstoð til Egypta.Þá lýsti Barack Obama Bandaríkjaforseti því yfir að hætt verði við sameiginlegar heræfingar: „Hefðbundið samstarf okkar getur ekki haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist á meðan verið er að drepa almenna borgara á götum úti og réttindi eru tekin af fólki.“ Hann hefur þó ekkert sagt um hvort Bandaríkin hætti að styðja egypska herinn með fjárframlögum. Stjórnin neitar því ekki að skotið hafi verið á fólk en segir að fyrstu skotin hafi komið frá stuðningsmönnum Morsís. Liðsmenn Bræðralags múslíma hafi sumir verið vopnaðir og beitt sér af mikilli hörku. Navy Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, krefst þess hins vegar að framferði sérsveitarmanna verði rannsakað í þaula: „Fjöldi látinna og særðra, jafnvel samkvæmt tölum frá stjórnvöldum sjálfum, bendir til þess að ofbeldið hafi verið óhóflegt, jafnvel langt úr hófi fram.“ Í gær fékk lögreglan hins vegar skýra heimild frá yfirvöldum til þess að drepa fólk, svo fremi sem það sé gert í þeim tilgangi að verja bæði sjálfa sig og helstu stofnanir samfélagsins gegn árásum. Jafnframt heitir bráðabirgðastjórnin fullri hörku gagnvart hryðjuverkum Bræðralags múslíma. Stjórnin segir að liðsmenn Bræðralagsins ætli sér að kippa stoðunum undan egypska ríkinu. Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira
Bráðabirgðastjórn egypska hersins boðar fulla hörku gegn íslamistum, en Bræðralag múslíma boðar til fjöldamótmæla í dag, á „degi reiðinnar“, sem svo er nefndur. Engar sættir eru því í sjónmáli í landinu en bæði herinn og Bræðralagið hafa til langs tíma haft víðtækan stuðning meðal almennings í Egyptalandi. Átökin á miðvikudag, þegar sérsveitir réðust til atlögu gegn stuðningsmönnum Múhameds Morsi, urðu þau blóðugustu sem þar hafa þekkst áratugum saman. Mannfallið þennan eina dag varð meira en samanlagt í átján daga uppreisn almennings gegn Hosni Múbarak árið 2011. Stjórnvöld sögðu í gær tölu látinna komna upp í 525, en sú tala gæti enn hækkað því margir eru alvarlega særðir. Fjöldi særðra er farinn að nálgast fjögur þúsund, samkvæmt tölum stjórnvalda. Bræðralag múslíma segir að fjöldi látinna sé enn hærri og skipti þúsundum. Ofbeldið hefur vakið hörð viðbrögð frá stjórnvöldum, samtökum og stofnunum víða um heim. Þýsk, bresk og frönsk stjórnvöld hafa kallað sendiherra Egyptalands á sinn fund. Danir hafa hætt við að greiða 30 milljónir danskra króna í aðstoð til Egypta.Þá lýsti Barack Obama Bandaríkjaforseti því yfir að hætt verði við sameiginlegar heræfingar: „Hefðbundið samstarf okkar getur ekki haldið áfram eins og ekkert hafi í skorist á meðan verið er að drepa almenna borgara á götum úti og réttindi eru tekin af fólki.“ Hann hefur þó ekkert sagt um hvort Bandaríkin hætti að styðja egypska herinn með fjárframlögum. Stjórnin neitar því ekki að skotið hafi verið á fólk en segir að fyrstu skotin hafi komið frá stuðningsmönnum Morsís. Liðsmenn Bræðralags múslíma hafi sumir verið vopnaðir og beitt sér af mikilli hörku. Navy Pillay, mannréttindafulltrúi Sameinuðu þjóðanna, krefst þess hins vegar að framferði sérsveitarmanna verði rannsakað í þaula: „Fjöldi látinna og særðra, jafnvel samkvæmt tölum frá stjórnvöldum sjálfum, bendir til þess að ofbeldið hafi verið óhóflegt, jafnvel langt úr hófi fram.“ Í gær fékk lögreglan hins vegar skýra heimild frá yfirvöldum til þess að drepa fólk, svo fremi sem það sé gert í þeim tilgangi að verja bæði sjálfa sig og helstu stofnanir samfélagsins gegn árásum. Jafnframt heitir bráðabirgðastjórnin fullri hörku gagnvart hryðjuverkum Bræðralags múslíma. Stjórnin segir að liðsmenn Bræðralagsins ætli sér að kippa stoðunum undan egypska ríkinu.
Mest lesið Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Innlent Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Lögreglan lýsir eftir Sindra Péturssyni Innlent Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Sjá meira