Íslenski boltinn

Brynjar hefði átt að fá rauða spjaldið

KR-ingurinn Brynjar Björn Gunnarsson þótti sleppa ansi vel í leiknum gegn Fylki í gær. Þá virtist hann brjóta á Fylkismanninum Viðari Erni Kjartanssyni en Valgeir Valgeirsson dómari spjaldaði Viðar fyrir leikaraskap. Hann var allt annað en sáttur við það.

"Það er óskiljanlegt að dómarinn sjái þetta ekki. Brynjar veit upp á sig sökina. Þetta er mjög sérstakt," sögðu strákarnir í Pepsimörkunum.

"Þetta er auðvitað rangur dómur hjá Valgeiri og stórt atvik í leiknum. Það hefði verið mikil blóðtaka hjá KR að missa Brynjar af velli."

Atvikið og umræðuna má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir

Þetta var klárt brot

Viðar Örn Kjartansson, leikmaður Fylkis, tekur fyrir að hann hafi verið að reyna að fiska KR-inginn Brynjar Björn Gunnarsson út af.

Skandall ársins

"Valgeir á að ég held stærsta skandalinn í fyrra þegar við vorum á KR-vellinum og held ég að hann eigi það líka í ár. Þetta var klárt rautt spjald sem Brynjar Björn átti að fá," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis um umdeilt atvik í leiknum gegn KR í kvöld.

Viðar á það til að henda sér niður

Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, var efins um að Fylkismaðurinn Viðar Örn Kjartansson hafi reynt að standa í lappirnar er hann var spjaldaður fyrir leikaraskap í leik liðanna í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×