Íslenski boltinn

Skandall ársins

Stefán Hirst Friðriksson skrifar
„Valgeir á að ég held stærsta skandalinn í fyrra þegar við vorum á KR-vellinum og held ég að hann eigi það líka í ár. Þetta var klárt rautt spjald sem Brynjar Björn átti að fá," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis um umdeilt atvik í leiknum gegn KR í kvöld.

Hann var ósáttur við að Brynjar Björn Gunnarsson hafi ekki fengið sína aðra áminningu í leiknum þegar að hann virtist brjóta á Viðari Erni Kjartanssyni. En Viðar Örn fékk þess í stað gult fyrir leikaraskap.

„Þetta er eitt af því sem við erum líka að eiga við. Núna erum við búnir að mæta FH og KR og það eru litlu atriðin sem virðast falla með stóru liðunum. Það virðist vera auðveldara að dæma á litlu liðin," bætti Ásmundur við en KR vann leik liðanna í kvöld, 3-2.

Nánari umfjöllun um leikinn hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×