Íslenski boltinn

Það gekk illa hjá Hermanni að skipta sér inn á völlinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hermann Hreiðarsson stýrði liði ÍBV til sigurs í fyrsta leik sínum sem þjálfari í efstu deild á Íslandi þegar ÍBV vann ÍA 1-0 á sunnudaginn og hann endaði leikinn inn á vellinum eftir að hafa skipt sér inn á völlinn í lok leiks.

Það gekk þó ekki alveg nógu vel hjá Hermanni að skipta sér inn á völlinn því annar aðstoðardómari leiksins vildi ekki hleypa honum inn á grasið þar sem að hann var með giftingarhringinn á puttanum en það er ekki leyfilegt að bera skartgripi inn á fótboltavelli.

Hermann bað dómarana um að bíða aðeins á meðan hann reyndi að ná hringnum af sér en það gekk ekki og Gunnar Jarl Jónsson dómari flautaði leikinn aftur á. Hermanni tókst síðan loksins að ná hringnum af puttanum og kom því aðeins seinna inn á völlinn en hann ætlaði sér í upphafi.

Hér fyrir ofan má sjá skemmtilegt myndband af því þegar Hermann var að reyna að skipta sér inn á völlinn en þetta var fyrsti leikur hans í efstu deild á Íslandi síðan í lok júlí 1997.

Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.


Tengdar fréttir

Gaupi fluttur með krana á völlinn

Notast þurfti við krana til þess að flytja íþróttafréttamanninn Guðjón Guðmundsson í viðtöl að loknum leik Víkings Ólafsvíkur og Fram í 1. umferð Pepsi-deildar karla.

Þetta gerðist í 1. umferð Pepsi-deildar karla

Brynjar Björn Gunnarsson meiddist, Finnur sá rautt, Valgeir veifaði gulu spjöldunum og David James hélt hreinu. Það var um nóg að vera í 1. umferð Pepsi-deildar karla.

Tóm tjara

Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, segir ekkert hæft í þeim sögusögnum að Heiðar Helguson sé á leiðinni til ÍBV.

David James kann að meta Afro Stefson

David James, markvörður Eyjamanna, var í skemmtilegu viðtali í upphitunarþætti fyrir Pepsi-deild karla í knattspyrnu á föstudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×