Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - ÍA 1-0 | Óskabyrjun Hermanns Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 5. maí 2013 00:01 Eyjamenn unnu flottan 1-0 baráttusigur á Skagamönnum í blíðunni í Vestmannaeyjum í dag. Leikurinn var fyrsti leikur Pepsi-deildar karla árið 2013 og fyrsti leikur Hermanns Hreiðarssonar við stjórnvölinn hjá ÍBV. Gunnar Már Guðmundsson var hetja Eyjamanna í dag en hann skoraði eina mark leiksins á 24. mínútu leiksins eftir flotta sendingu frá Víði Þorvarðarsyni. Skagamenn voru undir á öllum stöðum vallarins, en sóttu í sig veðrið undir lokin. ÍBV fór mun betur af stað í leiknum og átti fyrstu færin, varnarleikur þeirra var þéttur og David James stjórnaði sinni varnarlínu vel. Undir lok fyrri hálfleiks fengu Eyjamenn nokkur góð færi sem þeir náðu ekki að nýta og staðan í hálfleik því 1-0. 1055 manns mættu á völlinn í dag, en blíðskaparveður var í Vestmannaeyjum. Gunnar Jarl Jónsson dómari leiksins dæmdi leikinn nokkuð vel en flautaði ansi oft, án þess að mikil ástæða væri til. Eiður Aron Sigurbjörnsson spilaði við hlið Brynjars Gauta í vörninni og er það tvenna sem á eftir að virka vel í sumar ef eitthvað er að marka þennan leik. Framlína Skagamanna var einnig slök og er ljóst að þeir sakna Garðars Gunnlaugssonar upp á topp. Í seinni hálfleik var ekki mikið uppi á teningnum en bæði lið fengu sitthvort færið, þar sem Eggert Kári slapp í gegn fyrir Skagamenn en Eiður Aron elti hann uppi og stoppaði sóknina. Brynjar Gauti fékk einnig gott skallafæri, en hann skallaði yfir. Niðurstaðan því 1-0 sigur ÍBV. Hermann: Ég hef greinilega fitnað„Tilfinningin er frábær, eins og tilfinningin að vera alltaf að vinna. Það er gott og mikilvægt fyrir okkur Eyjamenn að byrja vel, fyrir áhorfendur og okkur sjálfa,“ sagði Hermann Hreiðarsson í viðtali eftir sigur í sínum fyrsta leik sem þjálfari í efstu deild. „Ég hef greinilega fitnað því giftingarhringurinn var alveg pikkfastur á mér, en það á víst að taka þetta af sér,“ sagði Hermann, en hann lenti í vandræðum við það að komast inn á völlinn þegar hann skipti sér inná. Hermann sagði ástæðuna fyrir því að hann kom inn á vera það að hann hafi verið hávaxnastur á bekknum og þeir hafi viljað verjast löngu boltunum frá Skagamönnum. „Já það er engin spurning, sérstaklega í fyrri hálfleik þá stýrum við leiknum, skoruðum eitt gott mark og fengum nokkur færi í restina þegar þeir ýttu liðinu framar,“ sagði Hermann en ÍBV stjórnaði ferðinni í dag. Hermann sagðist einnig ver feginn því að lengsta undirbúningstímabili heims væri lokið og gott að ná sigri í fyrsta leik. David James: Bað boltastrákana um að vera ekki að flýta sér„Flottur sigur, í fyrri hálfleik stjórnuðum við leiknum og gerðum varnarmönnum ÍA lífið leitt. Í seinni hálfleik börðumst við vel og verðskulduðum þennan 1-0 sigur,“ sagði David James leikmaður ÍBV eftir leikinn í dag, en þetta var hans fyrsti leikur í Íslandsmóti. „Þeir fengu nokkur færi, það mun alltaf gerast. Við spiluðum hratt og þegar boltinn fór úr leik bað ég boltastrákana um að vera ekki að flýta sér svona mikið, en þeir eiga greinilega að gera það,“ sagði James en hann átti góðan leik í markinu í dag. „Eiður varðist vel í seinni hálfleik þegar leikmaður ÍA(Eggert Kári) fékk færið, og það er frábært. Samkvæmt öllum þá endum við í sjötta sæti þannig, en ég verð bara sáttur ef við gerum okkar besta leik eftir leik, ef að gera okkar besta skilar okkur þremur stigum þá get ég ekki verið annað en sáttur,“ sagði James en hann var ánægður með vörnina og gaf lítið fyrir spár fréttamiðla. Þórður: Hef engar áhyggjur af þessum spám„Það er alltaf fúlt að tapa en mér líst bara vel á framhaldið, ég get nú ekki verið sáttur við spilamennskuna ef að við töpum. Fyrri hálfleikur var ekki nógu góður og við vorum í vandræðum með þá á köflum,“ sagði Þórður Þórðarson þjálfari ÍA eftir leik í dag. „Eggert er nú vanur að gera betur en þetta, dagurinn í dag var ekki hans dagur. Það voru fleiri sem fengu færi, Andri fékk einnig færi sem ég man eftir svona í fljótu bragði,“ sagði Þórður en hann hefði viljað að sínir menn hefðu nýtt allavega eitt af þeim fjórum færum sem liðið fékk í dag. „Þeir hafa komið vel inn í hópinn, í seinni hálfleik var smá stígandi í þessu og við endum leikinn svo sem ágætlega, ég hef engar áhyggjur af þessum spám og okkar markmið er að gera betur en í fyrra,“ sagði Þórður þegar hann var spurður út í komu útlendinganna inn í hópinn sem og spár fjölmiðla. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Fótbolti Fleiri fréttir Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Sjá meira
Eyjamenn unnu flottan 1-0 baráttusigur á Skagamönnum í blíðunni í Vestmannaeyjum í dag. Leikurinn var fyrsti leikur Pepsi-deildar karla árið 2013 og fyrsti leikur Hermanns Hreiðarssonar við stjórnvölinn hjá ÍBV. Gunnar Már Guðmundsson var hetja Eyjamanna í dag en hann skoraði eina mark leiksins á 24. mínútu leiksins eftir flotta sendingu frá Víði Þorvarðarsyni. Skagamenn voru undir á öllum stöðum vallarins, en sóttu í sig veðrið undir lokin. ÍBV fór mun betur af stað í leiknum og átti fyrstu færin, varnarleikur þeirra var þéttur og David James stjórnaði sinni varnarlínu vel. Undir lok fyrri hálfleiks fengu Eyjamenn nokkur góð færi sem þeir náðu ekki að nýta og staðan í hálfleik því 1-0. 1055 manns mættu á völlinn í dag, en blíðskaparveður var í Vestmannaeyjum. Gunnar Jarl Jónsson dómari leiksins dæmdi leikinn nokkuð vel en flautaði ansi oft, án þess að mikil ástæða væri til. Eiður Aron Sigurbjörnsson spilaði við hlið Brynjars Gauta í vörninni og er það tvenna sem á eftir að virka vel í sumar ef eitthvað er að marka þennan leik. Framlína Skagamanna var einnig slök og er ljóst að þeir sakna Garðars Gunnlaugssonar upp á topp. Í seinni hálfleik var ekki mikið uppi á teningnum en bæði lið fengu sitthvort færið, þar sem Eggert Kári slapp í gegn fyrir Skagamenn en Eiður Aron elti hann uppi og stoppaði sóknina. Brynjar Gauti fékk einnig gott skallafæri, en hann skallaði yfir. Niðurstaðan því 1-0 sigur ÍBV. Hermann: Ég hef greinilega fitnað„Tilfinningin er frábær, eins og tilfinningin að vera alltaf að vinna. Það er gott og mikilvægt fyrir okkur Eyjamenn að byrja vel, fyrir áhorfendur og okkur sjálfa,“ sagði Hermann Hreiðarsson í viðtali eftir sigur í sínum fyrsta leik sem þjálfari í efstu deild. „Ég hef greinilega fitnað því giftingarhringurinn var alveg pikkfastur á mér, en það á víst að taka þetta af sér,“ sagði Hermann, en hann lenti í vandræðum við það að komast inn á völlinn þegar hann skipti sér inná. Hermann sagði ástæðuna fyrir því að hann kom inn á vera það að hann hafi verið hávaxnastur á bekknum og þeir hafi viljað verjast löngu boltunum frá Skagamönnum. „Já það er engin spurning, sérstaklega í fyrri hálfleik þá stýrum við leiknum, skoruðum eitt gott mark og fengum nokkur færi í restina þegar þeir ýttu liðinu framar,“ sagði Hermann en ÍBV stjórnaði ferðinni í dag. Hermann sagðist einnig ver feginn því að lengsta undirbúningstímabili heims væri lokið og gott að ná sigri í fyrsta leik. David James: Bað boltastrákana um að vera ekki að flýta sér„Flottur sigur, í fyrri hálfleik stjórnuðum við leiknum og gerðum varnarmönnum ÍA lífið leitt. Í seinni hálfleik börðumst við vel og verðskulduðum þennan 1-0 sigur,“ sagði David James leikmaður ÍBV eftir leikinn í dag, en þetta var hans fyrsti leikur í Íslandsmóti. „Þeir fengu nokkur færi, það mun alltaf gerast. Við spiluðum hratt og þegar boltinn fór úr leik bað ég boltastrákana um að vera ekki að flýta sér svona mikið, en þeir eiga greinilega að gera það,“ sagði James en hann átti góðan leik í markinu í dag. „Eiður varðist vel í seinni hálfleik þegar leikmaður ÍA(Eggert Kári) fékk færið, og það er frábært. Samkvæmt öllum þá endum við í sjötta sæti þannig, en ég verð bara sáttur ef við gerum okkar besta leik eftir leik, ef að gera okkar besta skilar okkur þremur stigum þá get ég ekki verið annað en sáttur,“ sagði James en hann var ánægður með vörnina og gaf lítið fyrir spár fréttamiðla. Þórður: Hef engar áhyggjur af þessum spám„Það er alltaf fúlt að tapa en mér líst bara vel á framhaldið, ég get nú ekki verið sáttur við spilamennskuna ef að við töpum. Fyrri hálfleikur var ekki nógu góður og við vorum í vandræðum með þá á köflum,“ sagði Þórður Þórðarson þjálfari ÍA eftir leik í dag. „Eggert er nú vanur að gera betur en þetta, dagurinn í dag var ekki hans dagur. Það voru fleiri sem fengu færi, Andri fékk einnig færi sem ég man eftir svona í fljótu bragði,“ sagði Þórður en hann hefði viljað að sínir menn hefðu nýtt allavega eitt af þeim fjórum færum sem liðið fékk í dag. „Þeir hafa komið vel inn í hópinn, í seinni hálfleik var smá stígandi í þessu og við endum leikinn svo sem ágætlega, ég hef engar áhyggjur af þessum spám og okkar markmið er að gera betur en í fyrra,“ sagði Þórður þegar hann var spurður út í komu útlendinganna inn í hópinn sem og spár fjölmiðla.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Dómsmál vegna andláts Sala hefst í dag Fótbolti Fleiri fréttir Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Sjá meira