Sir Alex kveður United Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2013 08:47 Nordicphotos/Getty Manchester United hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson muni láta af störfum í lok leiktíðar eftir 26 ára starf hjá félaginu. Skotinn hefur skilað 38 titlum í hús en liðið hefur verið í sérflokki í ensku úrvalsdeildinni undanfarna tvo áratugi. Englandsmeistaratitlarnir urðu þrettán í vertíð Skotans auk þess sem liðið varð í tvígang Evrópumeistari. „Ég hef velt ákvörðun minni fyrir mér vandlega. Núna er rétti tíminn," segir Skotinn sem er 71. árs sem tók við liði United árið 1986 af Ron Atkinson. Ferguson, sem verður sendiherra félagsins, hrósaði fólkinu sem hann telur hafa hjálpað sér að gera félagið að einu því stærsta í heimi. „Ég verð að hrósa fjölskyldu minni fyrir ást þeirra og stuðning sem hefur skipt sköpum," segir Ferguson. Fyrst á blað var eiginkona hans Cathy.Sir Alex fagnar þrettánda Englandsmeistaratitlinum ásamt liðsmönnum United á dögunum.Nordicphotos/Getty„Hún hefur verið í lykilhlutverki í gegnum ferilinn, verið stoð mín og stytta og verið afar hugrökk. Ég á engin orð til að lýsa á fullnægjandi hátt hversu mikilvæg hún hefur verið mér," segir Ferguson. Þá þakkaði Ferguson leikmönnum og starfsfólki, bæði núverandi og fyrrverandi, fyrir fagmennsku í starfi. Án þeirra stæði félagið ekki jafnvel og það gerir í dag. „Á fyrstu árum mínum naut ég fulls trausts stjórnarinnar og Sir Bobby Charlton til þess að byggja upp félag en ekki bara lið," segir Ferguson. Það tók hann fjögur ár að skila fyrsta titlinum í hús. Þá varð United bikarmeistari árið 1990 en titillinn gaf Skotanum andrými til að gera liðið að Englandsmeisturum.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.Ferguson og Ole Gunnar Solskjær minnast augnabliksins magnað á Nou Camp árið 1999.Nordicphotos/GettySigur hafðist í Evrópukeppni bikarhafa vorið 1991 og tveimur árum síðar varð liðið loks Englandsmeistari. Í hönd fór gósentíð félagsins þar sem þrettán Englandsmeistaratitlar, fimm bikarmeistaratitlar, fjórir deildabikartitlar auk tveggja Evrópumeistaratitlar komu í hús. Ferguson er sigursælasti stjóri í sögu enskrar knattspyrnu. Besta tímabil hans hjá United var 1998-1999 þegar United vann þrennuna. Veðbankar á Englandi telja David Moyes, landa Ferguson sem stýrir Everton, líklegastan til að taka við starfinu. Samningur Moyes við Everton rennur út í lok leiktíðar og viðræðum um nýjan samning hefur verið frestað.Ferguson og Robin van Persie fagnar marki.Nordicphotos/GettySíðasti leikur Ferguson sem stjóri Manchester United verður í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar gegn West Brom þann 19. maí. Ferguson verður ekki aðeins sendiherra félagsins heldur mun hann einnig taka sæti í stjórn félagsins.Titlarnir sem Ferguson hefur skilað í hús á árunum 26Englandsmeistarar 1993, 1994, 1996, 1997, 1999, 2000, 2001, 2003, 2007, 2008, 2009, 2011, 2013Enski bikarinn 1990, 1994, 1996, 1999, 2004; League Cup: 1992, 2006, 2009, 2010Deildabikarinn 1992, 2006, 2009, 2010Meistaradeild Evrópu 1999, 2008Heimmeistari félagsliða 2008Ofurbikar UEFA 1992Evrópukeppni bikarhafa 1991Álfukeppni félagsliða 1999Góðgerðarskjöldur/Samfélagsskjöldur 1990 (titlinum deilt), 1993, 1994, 1996, 1997, 2003, 2007, 2008, 2010, 2011 Enski boltinn Tengdar fréttir Telegraph: Sir Alex Ferguson að hugsa um að hætta í lok vikunnar Enska dagblaðið Telegraph slær því upp í kvöld að Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sé að íhuga það alvarlega að hætta sem stjóri félagsins fyrir lok vikunnar. Blaðið fékk engin viðbrögð frá Manchester United í kvöld þegar blaðamaður Telegraph bar þessar sögusagnir undir menn á Old Trafford. 7. maí 2013 22:50 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Sjá meira
Manchester United hefur staðfest að knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson muni láta af störfum í lok leiktíðar eftir 26 ára starf hjá félaginu. Skotinn hefur skilað 38 titlum í hús en liðið hefur verið í sérflokki í ensku úrvalsdeildinni undanfarna tvo áratugi. Englandsmeistaratitlarnir urðu þrettán í vertíð Skotans auk þess sem liðið varð í tvígang Evrópumeistari. „Ég hef velt ákvörðun minni fyrir mér vandlega. Núna er rétti tíminn," segir Skotinn sem er 71. árs sem tók við liði United árið 1986 af Ron Atkinson. Ferguson, sem verður sendiherra félagsins, hrósaði fólkinu sem hann telur hafa hjálpað sér að gera félagið að einu því stærsta í heimi. „Ég verð að hrósa fjölskyldu minni fyrir ást þeirra og stuðning sem hefur skipt sköpum," segir Ferguson. Fyrst á blað var eiginkona hans Cathy.Sir Alex fagnar þrettánda Englandsmeistaratitlinum ásamt liðsmönnum United á dögunum.Nordicphotos/Getty„Hún hefur verið í lykilhlutverki í gegnum ferilinn, verið stoð mín og stytta og verið afar hugrökk. Ég á engin orð til að lýsa á fullnægjandi hátt hversu mikilvæg hún hefur verið mér," segir Ferguson. Þá þakkaði Ferguson leikmönnum og starfsfólki, bæði núverandi og fyrrverandi, fyrir fagmennsku í starfi. Án þeirra stæði félagið ekki jafnvel og það gerir í dag. „Á fyrstu árum mínum naut ég fulls trausts stjórnarinnar og Sir Bobby Charlton til þess að byggja upp félag en ekki bara lið," segir Ferguson. Það tók hann fjögur ár að skila fyrsta titlinum í hús. Þá varð United bikarmeistari árið 1990 en titillinn gaf Skotanum andrými til að gera liðið að Englandsmeisturum.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.Ferguson og Ole Gunnar Solskjær minnast augnabliksins magnað á Nou Camp árið 1999.Nordicphotos/GettySigur hafðist í Evrópukeppni bikarhafa vorið 1991 og tveimur árum síðar varð liðið loks Englandsmeistari. Í hönd fór gósentíð félagsins þar sem þrettán Englandsmeistaratitlar, fimm bikarmeistaratitlar, fjórir deildabikartitlar auk tveggja Evrópumeistaratitlar komu í hús. Ferguson er sigursælasti stjóri í sögu enskrar knattspyrnu. Besta tímabil hans hjá United var 1998-1999 þegar United vann þrennuna. Veðbankar á Englandi telja David Moyes, landa Ferguson sem stýrir Everton, líklegastan til að taka við starfinu. Samningur Moyes við Everton rennur út í lok leiktíðar og viðræðum um nýjan samning hefur verið frestað.Ferguson og Robin van Persie fagnar marki.Nordicphotos/GettySíðasti leikur Ferguson sem stjóri Manchester United verður í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar gegn West Brom þann 19. maí. Ferguson verður ekki aðeins sendiherra félagsins heldur mun hann einnig taka sæti í stjórn félagsins.Titlarnir sem Ferguson hefur skilað í hús á árunum 26Englandsmeistarar 1993, 1994, 1996, 1997, 1999, 2000, 2001, 2003, 2007, 2008, 2009, 2011, 2013Enski bikarinn 1990, 1994, 1996, 1999, 2004; League Cup: 1992, 2006, 2009, 2010Deildabikarinn 1992, 2006, 2009, 2010Meistaradeild Evrópu 1999, 2008Heimmeistari félagsliða 2008Ofurbikar UEFA 1992Evrópukeppni bikarhafa 1991Álfukeppni félagsliða 1999Góðgerðarskjöldur/Samfélagsskjöldur 1990 (titlinum deilt), 1993, 1994, 1996, 1997, 2003, 2007, 2008, 2010, 2011
Enski boltinn Tengdar fréttir Telegraph: Sir Alex Ferguson að hugsa um að hætta í lok vikunnar Enska dagblaðið Telegraph slær því upp í kvöld að Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sé að íhuga það alvarlega að hætta sem stjóri félagsins fyrir lok vikunnar. Blaðið fékk engin viðbrögð frá Manchester United í kvöld þegar blaðamaður Telegraph bar þessar sögusagnir undir menn á Old Trafford. 7. maí 2013 22:50 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Körfubolti Gaf öllum liðsfélögunum iPhone til að sleppa við að syngja Sport Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón Handbolti Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Fótbolti Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki Enski boltinn Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Fótbolti Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Enski boltinn Fleiri fréttir Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Albert setti pressu á Öddu: „Ég skal bara gefa þér þetta víti“ Fyrrverandi leikmaður Real Madrid og Everton fékk slag Messan um Lammens: „Hann er með góða áru“ Dyche færist nær Forest Slot vildi stöðva leik: Liverpool gerir ekki svona „Að tapa fjórum leikjum í röð hefur án vafa áhrif á liðið“ Sjáðu allt það helsta úr frægðarför United til Liverpool Dramatískur endurkomusigur United Sjá meira
Telegraph: Sir Alex Ferguson að hugsa um að hætta í lok vikunnar Enska dagblaðið Telegraph slær því upp í kvöld að Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sé að íhuga það alvarlega að hætta sem stjóri félagsins fyrir lok vikunnar. Blaðið fékk engin viðbrögð frá Manchester United í kvöld þegar blaðamaður Telegraph bar þessar sögusagnir undir menn á Old Trafford. 7. maí 2013 22:50