Enski boltinn

Moyes hættir hjá Everton | Vill taka við United

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
David Moyes verður ekki knattspyrnustjóri Everton á næstu leiktíð. Tíðindin benda sterklega til þess að Skotinn verði kynntur til leiks sem nýr stjóri Manchester United síðar í dag.

„Everton staðfestir að David Moyes yfirgefi félagið í lok leitkíðar. Hann ræddi við stjórnarformanninn Bill Kenwright í gærkvöldi og staðfesti áhuga sinn á að taka við Manchester United," segir í yfirlýsingunni.

Moyes hefur stýrt Everton frá árinu 2002 og verið mikil ánægja með hans störf. Flest bendir til þess að Everton hafni í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar og verði annað árið í röð fyrir ofan Liverpool í deildinni.

Þá segir í yfirlýsingunni að Everton sé þegar byrjað að leita að eftirmanni fyrir Moyes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×