Suarez enn á milli tannanna á fólki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. apríl 2013 00:01 Suarez skorar jöfnunarmarkið í blálokin. Nordicphotos/AFP Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu. Það voru leikmenn Chelsea sem voru beittari framan af leik og komust yfir á 26. mínútu leiksins. Juan Mata hélt áfram að leggja upp mörk fyrir félaga sína en hornspyrna Spánverjans rataði á koll Brasilíumannsins Oscar. Mata hefur lagt upp tólf mörk í deildinni á leiktíðinni og stefnir í að verða matari ársins. Fyrri hálfleikur var annars heldur tíðindalítill en áhorfendur voru ekki sviknir af síðari hálfleiknum. Daniel Sturridge kom inn á sem varamaður í hálfleik og Liverpool beit frá sér. Varamaðurinn var búinn að leggja upp dauðafæri og skjóta í stöng á innan við tveimur mínútum svo von kviknaði í hjörtum heimamanna.Oscar kemur Chelsea á bragðið eftir stoðsendingu Juan Mata.Nordicphotos/GettySturridge batt svo enda á frábæra sókn Liverpool með fínu marki á 52. mínútu. Luis Suarez átti stoðsendinguna sem var stórkostleg og Sturridge þurfti aðeins að stýra boltanum í netið af stuttu færi. Enn jókst dramatíkin fimm mínútum síðar þegar Chelsea fékk hornspyrnu. Luis Suarez handlék boltann klaufalega og vítaspyrna réttilega dæmd. Eden Hazard skoraði af fádæma öryggi úr spyrnunni þrátt fyrir að heila eilífð þyrfti að bíða eftir að hún yrði tekin.Ivanovic öskrar eftir að Suarez beit til hans.NordicphotosAFPÁ 65. mínútu gerðist umdeilt atvik. Suarez tapaði þá boltanum eftir baráttu við Branislav Ivanovic og virtist bíta til Ivanovic. Kevin Friend, dómari leiksins, sá ekki atvikið en Ivanovic gerði þó tilraun til að sýna honum tannfarið. Þegar allt stefndi í útisigur Chelsea og sjö mínútur komnar fram yfir venjulegan leiktíma dúkkaði umdeildasti maður dagsins upp á nærstönginni og tryggði Liverpool stigið. Stuðningsmenn Arsenal og Tottenham fagna úrslitunum vafalítið enda liðin þrjú í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúleg endurkoma Tottenham Tottenham lagði Manchester City af velli 3-1 á White Hart Lane í ensku úrvalsdeildinni í dag. Samir Nasri kom City yfir í fyrri hálfleik með marki á 5. mínútu. Hann fékk góða sendingu frá James Milner og renndi boltanum í fjærhornið. 21. apríl 2013 00:01 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira
Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu. Það voru leikmenn Chelsea sem voru beittari framan af leik og komust yfir á 26. mínútu leiksins. Juan Mata hélt áfram að leggja upp mörk fyrir félaga sína en hornspyrna Spánverjans rataði á koll Brasilíumannsins Oscar. Mata hefur lagt upp tólf mörk í deildinni á leiktíðinni og stefnir í að verða matari ársins. Fyrri hálfleikur var annars heldur tíðindalítill en áhorfendur voru ekki sviknir af síðari hálfleiknum. Daniel Sturridge kom inn á sem varamaður í hálfleik og Liverpool beit frá sér. Varamaðurinn var búinn að leggja upp dauðafæri og skjóta í stöng á innan við tveimur mínútum svo von kviknaði í hjörtum heimamanna.Oscar kemur Chelsea á bragðið eftir stoðsendingu Juan Mata.Nordicphotos/GettySturridge batt svo enda á frábæra sókn Liverpool með fínu marki á 52. mínútu. Luis Suarez átti stoðsendinguna sem var stórkostleg og Sturridge þurfti aðeins að stýra boltanum í netið af stuttu færi. Enn jókst dramatíkin fimm mínútum síðar þegar Chelsea fékk hornspyrnu. Luis Suarez handlék boltann klaufalega og vítaspyrna réttilega dæmd. Eden Hazard skoraði af fádæma öryggi úr spyrnunni þrátt fyrir að heila eilífð þyrfti að bíða eftir að hún yrði tekin.Ivanovic öskrar eftir að Suarez beit til hans.NordicphotosAFPÁ 65. mínútu gerðist umdeilt atvik. Suarez tapaði þá boltanum eftir baráttu við Branislav Ivanovic og virtist bíta til Ivanovic. Kevin Friend, dómari leiksins, sá ekki atvikið en Ivanovic gerði þó tilraun til að sýna honum tannfarið. Þegar allt stefndi í útisigur Chelsea og sjö mínútur komnar fram yfir venjulegan leiktíma dúkkaði umdeildasti maður dagsins upp á nærstönginni og tryggði Liverpool stigið. Stuðningsmenn Arsenal og Tottenham fagna úrslitunum vafalítið enda liðin þrjú í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúleg endurkoma Tottenham Tottenham lagði Manchester City af velli 3-1 á White Hart Lane í ensku úrvalsdeildinni í dag. Samir Nasri kom City yfir í fyrri hálfleik með marki á 5. mínútu. Hann fékk góða sendingu frá James Milner og renndi boltanum í fjærhornið. 21. apríl 2013 00:01 Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ungverjaland 23-24 | Ísland fer með tvö stig í millirðil Sport Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Utan vallar: Ég get ekki meir Handbolti „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ Handbolti Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Handbolti Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Körfubolti Átján ára orðin næstfljótust í sögu Íslands Sport Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti City fékk skell í Noregi Fótbolti Fleiri fréttir Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Sjá meira
Ótrúleg endurkoma Tottenham Tottenham lagði Manchester City af velli 3-1 á White Hart Lane í ensku úrvalsdeildinni í dag. Samir Nasri kom City yfir í fyrri hálfleik með marki á 5. mínútu. Hann fékk góða sendingu frá James Milner og renndi boltanum í fjærhornið. 21. apríl 2013 00:01