Suarez enn á milli tannanna á fólki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. apríl 2013 00:01 Suarez skorar jöfnunarmarkið í blálokin. Nordicphotos/AFP Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu. Það voru leikmenn Chelsea sem voru beittari framan af leik og komust yfir á 26. mínútu leiksins. Juan Mata hélt áfram að leggja upp mörk fyrir félaga sína en hornspyrna Spánverjans rataði á koll Brasilíumannsins Oscar. Mata hefur lagt upp tólf mörk í deildinni á leiktíðinni og stefnir í að verða matari ársins. Fyrri hálfleikur var annars heldur tíðindalítill en áhorfendur voru ekki sviknir af síðari hálfleiknum. Daniel Sturridge kom inn á sem varamaður í hálfleik og Liverpool beit frá sér. Varamaðurinn var búinn að leggja upp dauðafæri og skjóta í stöng á innan við tveimur mínútum svo von kviknaði í hjörtum heimamanna.Oscar kemur Chelsea á bragðið eftir stoðsendingu Juan Mata.Nordicphotos/GettySturridge batt svo enda á frábæra sókn Liverpool með fínu marki á 52. mínútu. Luis Suarez átti stoðsendinguna sem var stórkostleg og Sturridge þurfti aðeins að stýra boltanum í netið af stuttu færi. Enn jókst dramatíkin fimm mínútum síðar þegar Chelsea fékk hornspyrnu. Luis Suarez handlék boltann klaufalega og vítaspyrna réttilega dæmd. Eden Hazard skoraði af fádæma öryggi úr spyrnunni þrátt fyrir að heila eilífð þyrfti að bíða eftir að hún yrði tekin.Ivanovic öskrar eftir að Suarez beit til hans.NordicphotosAFPÁ 65. mínútu gerðist umdeilt atvik. Suarez tapaði þá boltanum eftir baráttu við Branislav Ivanovic og virtist bíta til Ivanovic. Kevin Friend, dómari leiksins, sá ekki atvikið en Ivanovic gerði þó tilraun til að sýna honum tannfarið. Þegar allt stefndi í útisigur Chelsea og sjö mínútur komnar fram yfir venjulegan leiktíma dúkkaði umdeildasti maður dagsins upp á nærstönginni og tryggði Liverpool stigið. Stuðningsmenn Arsenal og Tottenham fagna úrslitunum vafalítið enda liðin þrjú í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með. Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúleg endurkoma Tottenham Tottenham lagði Manchester City af velli 3-1 á White Hart Lane í ensku úrvalsdeildinni í dag. Samir Nasri kom City yfir í fyrri hálfleik með marki á 5. mínútu. Hann fékk góða sendingu frá James Milner og renndi boltanum í fjærhornið. 21. apríl 2013 00:01 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Sjá meira
Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu. Það voru leikmenn Chelsea sem voru beittari framan af leik og komust yfir á 26. mínútu leiksins. Juan Mata hélt áfram að leggja upp mörk fyrir félaga sína en hornspyrna Spánverjans rataði á koll Brasilíumannsins Oscar. Mata hefur lagt upp tólf mörk í deildinni á leiktíðinni og stefnir í að verða matari ársins. Fyrri hálfleikur var annars heldur tíðindalítill en áhorfendur voru ekki sviknir af síðari hálfleiknum. Daniel Sturridge kom inn á sem varamaður í hálfleik og Liverpool beit frá sér. Varamaðurinn var búinn að leggja upp dauðafæri og skjóta í stöng á innan við tveimur mínútum svo von kviknaði í hjörtum heimamanna.Oscar kemur Chelsea á bragðið eftir stoðsendingu Juan Mata.Nordicphotos/GettySturridge batt svo enda á frábæra sókn Liverpool með fínu marki á 52. mínútu. Luis Suarez átti stoðsendinguna sem var stórkostleg og Sturridge þurfti aðeins að stýra boltanum í netið af stuttu færi. Enn jókst dramatíkin fimm mínútum síðar þegar Chelsea fékk hornspyrnu. Luis Suarez handlék boltann klaufalega og vítaspyrna réttilega dæmd. Eden Hazard skoraði af fádæma öryggi úr spyrnunni þrátt fyrir að heila eilífð þyrfti að bíða eftir að hún yrði tekin.Ivanovic öskrar eftir að Suarez beit til hans.NordicphotosAFPÁ 65. mínútu gerðist umdeilt atvik. Suarez tapaði þá boltanum eftir baráttu við Branislav Ivanovic og virtist bíta til Ivanovic. Kevin Friend, dómari leiksins, sá ekki atvikið en Ivanovic gerði þó tilraun til að sýna honum tannfarið. Þegar allt stefndi í útisigur Chelsea og sjö mínútur komnar fram yfir venjulegan leiktíma dúkkaði umdeildasti maður dagsins upp á nærstönginni og tryggði Liverpool stigið. Stuðningsmenn Arsenal og Tottenham fagna úrslitunum vafalítið enda liðin þrjú í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildar Evrópu á næstu leiktíð.Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.
Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúleg endurkoma Tottenham Tottenham lagði Manchester City af velli 3-1 á White Hart Lane í ensku úrvalsdeildinni í dag. Samir Nasri kom City yfir í fyrri hálfleik með marki á 5. mínútu. Hann fékk góða sendingu frá James Milner og renndi boltanum í fjærhornið. 21. apríl 2013 00:01 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Fleiri fréttir Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Sjá meira
Ótrúleg endurkoma Tottenham Tottenham lagði Manchester City af velli 3-1 á White Hart Lane í ensku úrvalsdeildinni í dag. Samir Nasri kom City yfir í fyrri hálfleik með marki á 5. mínútu. Hann fékk góða sendingu frá James Milner og renndi boltanum í fjærhornið. 21. apríl 2013 00:01