Enski boltinn

Ótrúleg endurkoma Tottenham

Jón Júlíus Karlsson skrifar
Tottenham lagði Manchester City af velli 3-1 á White Hart Lane í ensku úrvalsdeildinni í dag. Samir Nasri kom City yfir í fyrri hálfleik með marki á 5. mínútu. Hann fékk góða sendingu frá James Milner og renndi boltanum í fjærhornið.

Gylfi Sigurðsson var í byrjunarliði Tottenham og fékk gott færi undir lok fyrri hálfleiks til að jafna leikinn en Pablo Zabaleta náði að renna sér fyrir skot hans á ögurstundu.

Gylfi var tekinn út af á 60. mínútu og stöðu hans tók Lewis Holtby. Clint Dempsey náði að jafna leikinn á 71. mínútu eftir frábæra sendingu frá Gareth Bale. Jermain Defoe kom heimamönnum yfir 79. mínútu með góðu marki og Bale tryggði Tottenham svo sigurinn með góðu marki á 82. mínútu.

Með sigrinum er Tottenham með 61 stig eftir 33 leiki og á leik til góða á Arsenal sem er í þriðja sæti með 64 stig. Man City er í öðru sæti með 68 stig. Úrslit dagsins þýða að Manchester United getur tryggt sér Englandsmeistaratitilinn með sigri gegn Aston Villa á morgun.



Sportið á Vísi er komið á Facebook. Fylgstu með.


Tengdar fréttir

Enn jafnar Gylfi í 2-2

Gylfi Þór Sigurðsson skoraði dýrmætt jöfnunarmark fyrir Tottenham í 2-2 jafntefli liðsins gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í gær.

Gylfi tryggði Tottenham jafntefli annan leikinn í röð

Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Tottenham jafntefli í öðrum leiknum í röð þegar hann skoraði þremur mínútum fyrir leikslok í 2-2 jafntefli á heimavelli á móti Everton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×