Myndi heldur ekki velja Neville í liðið mitt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. apríl 2013 13:37 Luis Suarez er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 22 mörk. Nordicphotos/AFP Luis Suarez hjá Liverpool kemur til greina sem besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar að mati leikmanna. Suarez er einn sex leikmanna sem tilnefndir eru fyrir athöfnina sem fram fer í kvöld. Suarez segist í viðtali við The Sunday Times ekki telja sig eiga mikla möguleika á að verða valinn þrátt fyrir að hafa skorað 29 mörk á leiktíðinni. „Ég held að ég eigi meiri möguleika í kjöri íþróttafréttamanna en meðal leikmanna," segir Suarez. Úrúgvæinn er einn sex sem eru tilnefndir á meðal leikmanna. Hinir eru Robin van Persie, Juan Mata, Eden Hazard, Michael Carrick og Gareth Bale sem flestir reikna með að vinni verðlaunin. „Fréttamenn eru auðvitað gagnrýnir en þeir hrósa þér líka. Miðað við það sem ég hef heyrt, því ég les ekki blöðin sjálfur, þá hef ég fengið töluvert lof," segir Suarez. Kjör íþróttafréttamanna verið kunngjört þann 9. maí en atvkæðagreiðslu lýkur viku fyrr. „Allir hafa sína skoðun á leikmönnum. Allir fara sínar eigin leiðir á vellinum. Ég skil það vel að varnarmenn muni ekki kjósa mig vegna leikstíls míns þar sem ég er alltaf að pirra þá. Hvernig ég hegða mér er hluti af leiknum og fær varnarmenn stundum til þess að gleyma sér," segir Suarez.Suarez í baráttunni við Phil Neville og félaga í Everton.Nordicphotos/AFPSkiptar skoðanir eru um Luis Suarez og vakti athygli að Phil Neville valdi ekki Suarez í lið ársins á dögunum. Suarez brosir að þeirri athugasemd blaðamannsins. „Ég myndi heldur ekki velja Neville í liðið mitt," segir Suarez. Hann hefur skorað 29 mörk á leiktíðinni, 15 á heimavelli og 14 á útivelli. „Það sýnir að þótt áhorfendur bauli og blístri á mig á útivöllum þá hefur það ekkert að segja," segir Suarez sem hefur fulla trú á knattspyrnustjóranum Brendan Rodgers. „Viðhorf hans til knattspyrnu er leikmönnum að skapi. Ég græði á því að boltanum sé haldið innan liðsins og hvatt sé til að hreyfa sig án bolta. Hann er frábær einstaklingur innan sem utan vallar og brátt kemur í ljós hversu frábær knattspyrnustjóri hann er." Liverpool tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag klukkan 15. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Enski boltinn Tengdar fréttir Suarez enn á milli tannanna á fólki Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu. 21. apríl 2013 00:01 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Fótbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira
Luis Suarez hjá Liverpool kemur til greina sem besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar að mati leikmanna. Suarez er einn sex leikmanna sem tilnefndir eru fyrir athöfnina sem fram fer í kvöld. Suarez segist í viðtali við The Sunday Times ekki telja sig eiga mikla möguleika á að verða valinn þrátt fyrir að hafa skorað 29 mörk á leiktíðinni. „Ég held að ég eigi meiri möguleika í kjöri íþróttafréttamanna en meðal leikmanna," segir Suarez. Úrúgvæinn er einn sex sem eru tilnefndir á meðal leikmanna. Hinir eru Robin van Persie, Juan Mata, Eden Hazard, Michael Carrick og Gareth Bale sem flestir reikna með að vinni verðlaunin. „Fréttamenn eru auðvitað gagnrýnir en þeir hrósa þér líka. Miðað við það sem ég hef heyrt, því ég les ekki blöðin sjálfur, þá hef ég fengið töluvert lof," segir Suarez. Kjör íþróttafréttamanna verið kunngjört þann 9. maí en atvkæðagreiðslu lýkur viku fyrr. „Allir hafa sína skoðun á leikmönnum. Allir fara sínar eigin leiðir á vellinum. Ég skil það vel að varnarmenn muni ekki kjósa mig vegna leikstíls míns þar sem ég er alltaf að pirra þá. Hvernig ég hegða mér er hluti af leiknum og fær varnarmenn stundum til þess að gleyma sér," segir Suarez.Suarez í baráttunni við Phil Neville og félaga í Everton.Nordicphotos/AFPSkiptar skoðanir eru um Luis Suarez og vakti athygli að Phil Neville valdi ekki Suarez í lið ársins á dögunum. Suarez brosir að þeirri athugasemd blaðamannsins. „Ég myndi heldur ekki velja Neville í liðið mitt," segir Suarez. Hann hefur skorað 29 mörk á leiktíðinni, 15 á heimavelli og 14 á útivelli. „Það sýnir að þótt áhorfendur bauli og blístri á mig á útivöllum þá hefur það ekkert að segja," segir Suarez sem hefur fulla trú á knattspyrnustjóranum Brendan Rodgers. „Viðhorf hans til knattspyrnu er leikmönnum að skapi. Ég græði á því að boltanum sé haldið innan liðsins og hvatt sé til að hreyfa sig án bolta. Hann er frábær einstaklingur innan sem utan vallar og brátt kemur í ljós hversu frábær knattspyrnustjóri hann er." Liverpool tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag klukkan 15. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Enski boltinn Tengdar fréttir Suarez enn á milli tannanna á fólki Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu. 21. apríl 2013 00:01 Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Lærir inn á nýtt umhverfi: „Ég mun gera mörg mistök“ Fótbolti Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Handbolti Fleiri fréttir Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Bestu mörkin: Sjáðu glæsilegan hjólhest gríska táningsins „Sumir ungir þjálfarar nú til dags eru hrokafullir“ Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Sjá meira
Suarez enn á milli tannanna á fólki Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu. 21. apríl 2013 00:01
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti