Myndi heldur ekki velja Neville í liðið mitt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. apríl 2013 13:37 Luis Suarez er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni með 22 mörk. Nordicphotos/AFP Luis Suarez hjá Liverpool kemur til greina sem besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar að mati leikmanna. Suarez er einn sex leikmanna sem tilnefndir eru fyrir athöfnina sem fram fer í kvöld. Suarez segist í viðtali við The Sunday Times ekki telja sig eiga mikla möguleika á að verða valinn þrátt fyrir að hafa skorað 29 mörk á leiktíðinni. „Ég held að ég eigi meiri möguleika í kjöri íþróttafréttamanna en meðal leikmanna," segir Suarez. Úrúgvæinn er einn sex sem eru tilnefndir á meðal leikmanna. Hinir eru Robin van Persie, Juan Mata, Eden Hazard, Michael Carrick og Gareth Bale sem flestir reikna með að vinni verðlaunin. „Fréttamenn eru auðvitað gagnrýnir en þeir hrósa þér líka. Miðað við það sem ég hef heyrt, því ég les ekki blöðin sjálfur, þá hef ég fengið töluvert lof," segir Suarez. Kjör íþróttafréttamanna verið kunngjört þann 9. maí en atvkæðagreiðslu lýkur viku fyrr. „Allir hafa sína skoðun á leikmönnum. Allir fara sínar eigin leiðir á vellinum. Ég skil það vel að varnarmenn muni ekki kjósa mig vegna leikstíls míns þar sem ég er alltaf að pirra þá. Hvernig ég hegða mér er hluti af leiknum og fær varnarmenn stundum til þess að gleyma sér," segir Suarez.Suarez í baráttunni við Phil Neville og félaga í Everton.Nordicphotos/AFPSkiptar skoðanir eru um Luis Suarez og vakti athygli að Phil Neville valdi ekki Suarez í lið ársins á dögunum. Suarez brosir að þeirri athugasemd blaðamannsins. „Ég myndi heldur ekki velja Neville í liðið mitt," segir Suarez. Hann hefur skorað 29 mörk á leiktíðinni, 15 á heimavelli og 14 á útivelli. „Það sýnir að þótt áhorfendur bauli og blístri á mig á útivöllum þá hefur það ekkert að segja," segir Suarez sem hefur fulla trú á knattspyrnustjóranum Brendan Rodgers. „Viðhorf hans til knattspyrnu er leikmönnum að skapi. Ég græði á því að boltanum sé haldið innan liðsins og hvatt sé til að hreyfa sig án bolta. Hann er frábær einstaklingur innan sem utan vallar og brátt kemur í ljós hversu frábær knattspyrnustjóri hann er." Liverpool tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag klukkan 15. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi. Enski boltinn Tengdar fréttir Suarez enn á milli tannanna á fólki Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu. 21. apríl 2013 00:01 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Sjá meira
Luis Suarez hjá Liverpool kemur til greina sem besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar að mati leikmanna. Suarez er einn sex leikmanna sem tilnefndir eru fyrir athöfnina sem fram fer í kvöld. Suarez segist í viðtali við The Sunday Times ekki telja sig eiga mikla möguleika á að verða valinn þrátt fyrir að hafa skorað 29 mörk á leiktíðinni. „Ég held að ég eigi meiri möguleika í kjöri íþróttafréttamanna en meðal leikmanna," segir Suarez. Úrúgvæinn er einn sex sem eru tilnefndir á meðal leikmanna. Hinir eru Robin van Persie, Juan Mata, Eden Hazard, Michael Carrick og Gareth Bale sem flestir reikna með að vinni verðlaunin. „Fréttamenn eru auðvitað gagnrýnir en þeir hrósa þér líka. Miðað við það sem ég hef heyrt, því ég les ekki blöðin sjálfur, þá hef ég fengið töluvert lof," segir Suarez. Kjör íþróttafréttamanna verið kunngjört þann 9. maí en atvkæðagreiðslu lýkur viku fyrr. „Allir hafa sína skoðun á leikmönnum. Allir fara sínar eigin leiðir á vellinum. Ég skil það vel að varnarmenn muni ekki kjósa mig vegna leikstíls míns þar sem ég er alltaf að pirra þá. Hvernig ég hegða mér er hluti af leiknum og fær varnarmenn stundum til þess að gleyma sér," segir Suarez.Suarez í baráttunni við Phil Neville og félaga í Everton.Nordicphotos/AFPSkiptar skoðanir eru um Luis Suarez og vakti athygli að Phil Neville valdi ekki Suarez í lið ársins á dögunum. Suarez brosir að þeirri athugasemd blaðamannsins. „Ég myndi heldur ekki velja Neville í liðið mitt," segir Suarez. Hann hefur skorað 29 mörk á leiktíðinni, 15 á heimavelli og 14 á útivelli. „Það sýnir að þótt áhorfendur bauli og blístri á mig á útivöllum þá hefur það ekkert að segja," segir Suarez sem hefur fulla trú á knattspyrnustjóranum Brendan Rodgers. „Viðhorf hans til knattspyrnu er leikmönnum að skapi. Ég græði á því að boltanum sé haldið innan liðsins og hvatt sé til að hreyfa sig án bolta. Hann er frábær einstaklingur innan sem utan vallar og brátt kemur í ljós hversu frábær knattspyrnustjóri hann er." Liverpool tekur á móti Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag klukkan 15. Leikurinn verður í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Enski boltinn Tengdar fréttir Suarez enn á milli tannanna á fólki Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu. 21. apríl 2013 00:01 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Sungu UEFA Mafia og Breiðablik fékk 1,4 milljóna króna sekt Fótbolti Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Sveindís áberandi í nótt en sofnar í bíó Fótbolti „Hugsa að hann eigi alveg inni einhverja sentímetra, jafnvel tíu“ Sport Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Man. Utd fær tvo til baka: Amorim grínaðist með fundinn með Ratcliffe Gylfi skoraði í eina sigri Everton á Anfield á þessari öld Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Potter undir mikilli pressu Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Slot skýtur á þá sem gagnrýna eyðslu Liverpool Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Linsan datt út en varði samt tvö víti Hákon reyndist hetja Brentford Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Sjá meira
Suarez enn á milli tannanna á fólki Luis Suarez tryggði Liverpool 2-2 jafntefli gegn Chelsea í ensku úrvalsdeildinni í dag. Suarez skoraði með skalla á sjöundu mínútu í viðbótartíma og bjargaði stigi fyrir þá rauðklæddu. 21. apríl 2013 00:01