Erlent

"Svona verður þetta í framtíðinni"

Nordicphotos/Getty
Flufélagið Samoa Air er hið fyrsta í heiminum til þess að rukka farþega sína eftir líkamsþyngd.

„Ég tel engan vafa á því að svona verður þetta í framtíðinni. Allir sem hafa ferðast hafa upplifað þá tilfinningu þegar þeim finnst þeir vera að borga hálft fargjald sessunautarins. Fólk er heilt yfir stærra, víðara og hærra en fyrir 40-50 árum," segir Christ Langton, framkvæmdastjóri flugfélagsins Samoa Air.

Ákvörðun flugfélagsins hefur vakið sterk viðbrögð en við markaðsetningu nýju reglnanna er notast við slagorðið: „Borgaðu aðeins fyrir þyngd þína."

Við bókun á netinu áætla farþegar þyngd sína og farangurs síns. Þannig geta þeir greitt fyrirfram líkt og gengur en síðan er þyngdin staðfest á flugvellinum.

Flugfélaginu var komið á laggirnar á síðasta ári. Bæði er flogið innanlands en einnig til annarra eyja í Suður-Kyrrahafi t.d. Cook Eyja, Tonga og Niue. Öll löndin eiga það sameiginlegt að vera reglulega á lista yfir þau tíu lönd sem hafa hæst hlutfall fólks í yfirþyngd.

Nánar á fréttavef Guardian.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×