Erlent

Þyngri borgi meira fyrir flugmiðann

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Ritstjórinn segir eyðslu eldsneytis haldast í hendur við líkamsþyngd farþega.
Ritstjórinn segir eyðslu eldsneytis haldast í hendur við líkamsþyngd farþega. Mynd/Getty
Flugfélög ættu að láta þyngri flugfarþega borga meira fyrir miðann sinn en þá léttari. Þetta skrifar norski prófessorinn Bharat P. Bhatta í viðskiptatímaritið Journal of Revenue and Pricing Management.

„Þar sem ummál og þyngd skiptir mun meira máli í flugi en öðrum samgöngumátum ættu flugfélög að taka tillit til þess þegar þau verðleggja flugmiða," segir Bhatta, og nefnir þrjá valkosti við verðlagninguna.

Fyrst nefnir hann kílóverð, en þá myndi farþegi borga sérstaklega fyrir hvert kíló þegar líkamsþyngd og þyngd farangurs er lögð saman.

Önnur tillagan hljóðar upp á fast grunnverð fyrir alla, en að fólk í yfirþyngd greiði aukagjald.

Þriðja tillagan, og sú sem hann segir auðveldasta í framkvæmd, er sú að búnir verði til þrír þyngdarflokkar sem farþegar verði flokkaðir í.

Ritstjóri tímaritsins leggur einnig orð í belg og segir að eyðsla eldsneytis haldist í hendur við líkamsþyngd farþega, og aukakíló hafi í för með sér aukinn kostnað og útblástursmengun. Því sé eðlilegt að flugfélög vigti farþega við innritun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×