Erlent

Sæljón slammar í takt við Backstreet Boys

Sæljónið Ronan í Kaliforníu hefur vakið athygli fyrir að halda taktinn sérstaklega vel.

Hingað til hefur aðeins verið talið að maðurinn auk dýra á borð við páfagauka, sem geta líkt eftir hljóðum, gætu áttað sig á takti laga.

Peter Cook, meistaranemi við University of California, hefur sýnt fram á að sæljón geti það einnig. Cook og rannsóknarteymi hans hefur kennt spendýrunum að sveifla höfðum sínum í takt við mismunandi lög.

Í meðfylgjandi myndbandi má til að mynda sjá sæljónið Ronan bregðast við taktinum í laginu Boogie Wonderland með hljómsveitinni Earth, Wind and Fire. Takturinn breytist fimm sinnum í laginu en sæljónið er með á nótunum í öll skiptin.

Ronan finnst heldur ekki leiðinlegt að halda taktinn í laginu Everybody með hljómsveitinni Backstreet Boys.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×