Erlent

Angela Merkel mynduð í sundbol

Angela Merkel, kanslari Þýkalands, er bál reið út í paparazzi ljósmyndara sem tók myndir af henni og fjölskyldu hennar í fríi á Ítalíu á dögunum.

Fjölmiðlar í Þýskalandi hafa birt myndir af henni á sundfötum síðustu daga. Talsmaður hennar sagði á blaðamannafundi í gær að myndirnar hafi verið teknar án hennar vitneskju og birtar í heimildaleysi.

Merkel var í fríi ásamt eiginmanni sínum, barni hans og barnabarni á eyjunni Ischia við Ítalíu.

Hjónin voru bæði mynduð á sundfötum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×