Erlent

Lýsa yfir stríði við Suður-Kóreu

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Kim Jong-Un, leiðtogi Norður -Kóreu, hefur átt í ítrekuðum hótunum við Suður-Kóru og Bandaríkin.
Kim Jong-Un, leiðtogi Norður -Kóreu, hefur átt í ítrekuðum hótunum við Suður-Kóru og Bandaríkin. Mynd/AP
Yfirvöld í Norður-Kóreu hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir segjast eiga í stríði við nágranna sína í suðri.

„Kóreuríkin eiga nú í stríði og verður öllum samskiptum þeirra héðan í frá háttað eftir því," segir í yfirlýsingunni, sem birt var af ríkisfréttastofu Norður-Kóreu.

Lengi hefur andað köldu milli þjóðanna, sem áttu í stríði á árunum 1950 til 1953, og undanfarið hafa samskiptin stirðnað enn frekar. Upp úr sauð þegar sameiginlegar heræfingar Bandaríkjanna og Suður-Kóreu hófust fyrr í mánuðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×