Erlent

Grunur um hundakjöt í karrýréttum í London

Í heimildarþætti sem BBC sendir út í kvöld kemur fram að grunur leiki á því að hundakjöt hafi verið notað í karrýrétti í Bretlandi.

Þeir sem gerðu þáttinn keyptu shawarma og karrýrétti á sex mismundandi stöðum í London og sendu til greiningar á rannsóknarstofu. Í ljós kom í að rétti sem átti að vera lamb í karrý var kjöt sem rannsóknarstofan gat ekki greint.

Það er þó á hreinu að hvorki var um lambakjöt, nautakjöt, svínakjöt eða kjúkling að ræða né heldur hesta- eða geitakjöt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×