Erlent

Grunuð um að hafa myrt 300 sjúklinga

Virginia Helena Soares de Souza handtekin.
Virginia Helena Soares de Souza handtekin.
56 ára brasilískur læknir er grunaður um að bera ábyrgð á dauða allt að 300 sjúklinga á gjörgæsludeild á sjúkrahúsi þar í landi.

Virginia Helena Soares de Souza hefur verið ákærð fyrir að hafa drepið sjö sjúklinga á spítala í borginni Curitiba. Saksóknari telur að De Souza og teymi hennar hafi gefið sjúlkingunum vöðvaslakandi lyf og dregið úr súrefnisgjöf sem leiddi til dauða.

Haft er eftir fulltrúa hjá heilbrigðisyfirvöldum í Brasilíu að aðstoðarmenn hennar, sem grunaðir eru um komu að málinu, séu sjö. Ástæðan mun hafa verið sú að rýma til fyrir nýja sjúklinga á gjörgæsludeildinni.

De Souza var handtekin í febrúar og ákærð fyrir sjö morð. Sömu sögu er að segja um sjömenningana, þrjá lækni, þrjá hjúkrunarfræðinga og sjúkraþjálfara. De Souza var látin laus gegn trygginu.

Verið er að skoða dauðsföll á sjúkrahúsinu síðastliðin sjö ár. Um þrjú hundruð mál eru til skoðunar sem De Souza er talin geta verið viðriðin.

Nánar á fréttavef Sky.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×