Erlent

Fleiri tonn af dauðum rækjum rekur á land í Chile

Vísindamenn í Chile rannsaka hvernig á því stóð að fleiri tonn af dauðum rækjum og töluverður fjöldi af dauðum kröbbum rak á land á strönd við Coronel flóann sem liggur í rúmlega 500 kílómetra fjarlægð frá höfuðborginni Santiago.

Sjómenn á þessum slóðum telja að kælivatn frá nærliggjandi orkuverum hafi drepið rækjurnar. Aðrir telja að þetta séu afleiðingar af hlýnandi veðurfari á þessum slóðum.

Í frétt um málið á vefsíðu BBC segir að sjómennirnir hafi miklar áhyggjur af þessum rækjudauða enda hafi þeir lifibrauð sitt af rækjuveiðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×