Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Selfoss - ÍA 1-3 Leifur Viðarsson skrifar 29. september 2012 00:01 Það er ljóst að Selfyssingar eru fallnir niður í fyrstu deild eftir 1-3 tap gegn ÍA á Selfossi í dag. Fyrir leikinn átti Selfoss veika von um að halda sér uppi en þá þurftu þeir að sigra og treysta á að Fram myndi tapa fyrir Vestmannaeyjingum í Laugardalnum einnig þurftu þeir að vinna upp sex marka mun. Þar sem Fram sigruðu sinn leik hefðu úrslit þessa leiks ekki skipt neinu máli fyrir Selfyssinga. Leikurinn fór fjörlega af stað og bæði lið áttu ágætis færi strax á upphafsmínútunum. Heimamenn virtust þó skæðari og áttu hættulegri færi þar sem Viðar Örn Kjartansson fór fremstur. En það voru gestirnir sem skoruðu fyrsta mark leiksins eftir slæm varnarmistök. Arnar Már Guðjónsson náði boltanum og óð upp vinstri kantinn og átti fína sendingu inn í teig. Þar virtist Ismet Duracak ná boltanum en boltinn skoppaði fyrir fætur Jóns Vilhelms Ákasonar sem átti ekki i vandræðum með að skora. Aðeins tveimur mínútum síðar átti Viðar Örn Kjartansson góða stungusendingu inn fyrir vörn skagamanna þar sem Jon Andre Royrane kom á sprettinum, Jon Andre var ekki í vandræðum með að koma boltanum yfir Árna Snæ Ólafsson sem annars átti góðan leik í marki skagamanna í dag. Staða því 1-1 eftir tæplega fimmtán mínútna leik. Selfyssingar virtust ætla gefa allt í leikinn og héldu áfram að sækja að marki skagamanna en aftur gerðust þeir sekir um slæm varnarmistök. Á 37. Mínútu var Jón Vilhelm skyndilega kominn einn inn í teig, gaf boltann á Garðar Gunnlaugsson sem stóð einn fyrir auðu marki og kláraði færið eins og sönnum framherja sæmir. Þremur mínútum seinna áttu gestirnir síðan fína sókn. Jón Vilhelm, maður leiksins, renndi boltanum inn fyrir vörn Selfyssinga þar sem Arnar Már Guðjónsson stóð einn á móti markmanni og nýtti færið vel. Staðan 1-3 og útlitið ekki gott fyrir Selfyssinga. Síðari hálfleikur fór rólega af stað en á 48. mínútu átti Endre Ove Brenne glórulausa tæklingu á Andra Má og dómari leiksins lyfti upp rauða spjaldinu. Hárréttur dómur. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik þó svo að bæði lið hafi átt sín færi. Heimamenn sóttu meira á meðan gestirnir áttu skyndisóknir. Þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum virtust heimamenn búnir að játa sig sigraða á meðan skagamenn stjórnuðu spilinu og létu tímann líða. 1-3 sigur ÍA sem hoppuðu við það upp í 6. Sæti deildarinnar upp fyrir Fylkismenn. Logi: Ég hef alla vega hug á að ræða málin „Varnarleikurin var mjög slappur í fyrri hálfleik. Við gáfum þeim þrjú mörk eftir að hafa nánast verið með leikinn í okkar höndum. Við vorum að skapa okkur mikið af færum en enn og aftur var það varnarleikurinn sem varð okkur að falli,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Selfoss. „Við réttum þeim boltann í þeirra mörkum og eðlilegar grunnfærslur á mönnum í vörn voru ekki framkvæmdar og þá er eftirleikurinn auðveldur fyrir andstæðinginn.“ „Fyrsta fall mitt úr efstu deild er auðvitað leiðinlegt en þetta snýst ekki um mig. Þetta er virkilega slæmt fyrir félagið en það er kannski ekki óeðlilegt að lið sem er að koma upp lendi í þessu. Það er mjög gott starf hér í kringum fótboltann á Selfossi en það þarf þolinmæði í að byggja upp stabílt efstudeildar lið.“ „Það er samt synd að við þurfum að yfirgefa deildina miðað við hvernig við lékum á lokakafla mótsins að frátöldum tveimur síðustu leikjunum. En ég tel að okkur hafi verið refsað illilega með röngum dómi á móti Fylki. Sá leikur virtist vera þróast á sama hátt og sigurleikir okkar á undan. Þar fór þetta endanlega fannst mér. Svo erum við að etja kappi við Fram sem eru mjög góðir í þessari stöðu og þekkja þetta vel á meðan við þekkjum þetta ekki.“ „Auðvitað var gengi okkar mjög slæmt í júní og júlí og við þurfum augljóslega að vera fyrr tilbúnir með okkar lið. Við erum að fá menn frá útlöndum sem koma of seint og það eru menn sem eru að vera löglegir hjá okkur þegar komið er inn í þriðju umferð og þetta er eitthvað sem við þurfum að vinna í. Síðan dettur öll vörnin okkar út í meiðslum í einum og sama leiknum, bæði í bönn og meiðsli og þá þarf að manna þær stöður upp á nýtt.“ „Það féll lítið með okkur, nánast ekki neitt, hvorki þegar við lékum né úrslit annara leikja og að síðustu þá voru dómaramistök á okkar kostnað eins og á móti Fylki sem féllu aldrei okkar meginn. Sem dæmi er okkar lið með langflest gul spjöld af öllum liðunum í deildinni og við höfum aldrei fengið ákúru fyrir það að leika grófan fótbotla. Það virðist vera voðalega einfalt að lyfta upp gula spjaldinu á okkar kostnað.“ „Ég á að sjálfsögðu stóran þátt í slæmu gengi liðsins í sumar. Það er til dæmis mér að kenna að við erum ekki búnir að koma útlendu leikmönnum okkar til landsins fyrr. Þó svo að ég hafi verið lengi í þessu og aldrei fallið áður viðurkenni ég alveg mín mistök í sumar.“ „Það hefur lítið verið rætt um áframhaldandi veru mína hjá klúbbnum en við munum setjast niður strax eftir helgina og ræða þau mál. Ég hef ekki ákveðið neitt annað en að ég hef hug á að ræða málin.“ Þórður: Komum sterkir til leiks næsta sumar „Það var náttúrulega ekki að miklu að keppa hjá okkur í dag en ég er virkilega ánægður með strákana og við unnum vel saman og þetta var góður sigur,“ sagði Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA. „Við undirbjuggum leikinn með léttleika að leiðarljósi og að hafa gaman af því að spila fótbolta. Mér fannst það takast vel og sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við vörðumst vel og áttum margar góðar sóknir og skorum þrjú virkilega fín mörk.“ „Við stefnum hærra á næsta ári, á ekki alltaf að gera það. Við höfum þó ekkert rætt málin með framhaldið en komum án vafa sterkir til leiks næsta sumar.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Það er ljóst að Selfyssingar eru fallnir niður í fyrstu deild eftir 1-3 tap gegn ÍA á Selfossi í dag. Fyrir leikinn átti Selfoss veika von um að halda sér uppi en þá þurftu þeir að sigra og treysta á að Fram myndi tapa fyrir Vestmannaeyjingum í Laugardalnum einnig þurftu þeir að vinna upp sex marka mun. Þar sem Fram sigruðu sinn leik hefðu úrslit þessa leiks ekki skipt neinu máli fyrir Selfyssinga. Leikurinn fór fjörlega af stað og bæði lið áttu ágætis færi strax á upphafsmínútunum. Heimamenn virtust þó skæðari og áttu hættulegri færi þar sem Viðar Örn Kjartansson fór fremstur. En það voru gestirnir sem skoruðu fyrsta mark leiksins eftir slæm varnarmistök. Arnar Már Guðjónsson náði boltanum og óð upp vinstri kantinn og átti fína sendingu inn í teig. Þar virtist Ismet Duracak ná boltanum en boltinn skoppaði fyrir fætur Jóns Vilhelms Ákasonar sem átti ekki i vandræðum með að skora. Aðeins tveimur mínútum síðar átti Viðar Örn Kjartansson góða stungusendingu inn fyrir vörn skagamanna þar sem Jon Andre Royrane kom á sprettinum, Jon Andre var ekki í vandræðum með að koma boltanum yfir Árna Snæ Ólafsson sem annars átti góðan leik í marki skagamanna í dag. Staða því 1-1 eftir tæplega fimmtán mínútna leik. Selfyssingar virtust ætla gefa allt í leikinn og héldu áfram að sækja að marki skagamanna en aftur gerðust þeir sekir um slæm varnarmistök. Á 37. Mínútu var Jón Vilhelm skyndilega kominn einn inn í teig, gaf boltann á Garðar Gunnlaugsson sem stóð einn fyrir auðu marki og kláraði færið eins og sönnum framherja sæmir. Þremur mínútum seinna áttu gestirnir síðan fína sókn. Jón Vilhelm, maður leiksins, renndi boltanum inn fyrir vörn Selfyssinga þar sem Arnar Már Guðjónsson stóð einn á móti markmanni og nýtti færið vel. Staðan 1-3 og útlitið ekki gott fyrir Selfyssinga. Síðari hálfleikur fór rólega af stað en á 48. mínútu átti Endre Ove Brenne glórulausa tæklingu á Andra Má og dómari leiksins lyfti upp rauða spjaldinu. Hárréttur dómur. Ekkert mark var skorað í síðari hálfleik þó svo að bæði lið hafi átt sín færi. Heimamenn sóttu meira á meðan gestirnir áttu skyndisóknir. Þegar 15 mínútur voru eftir af leiknum virtust heimamenn búnir að játa sig sigraða á meðan skagamenn stjórnuðu spilinu og létu tímann líða. 1-3 sigur ÍA sem hoppuðu við það upp í 6. Sæti deildarinnar upp fyrir Fylkismenn. Logi: Ég hef alla vega hug á að ræða málin „Varnarleikurin var mjög slappur í fyrri hálfleik. Við gáfum þeim þrjú mörk eftir að hafa nánast verið með leikinn í okkar höndum. Við vorum að skapa okkur mikið af færum en enn og aftur var það varnarleikurinn sem varð okkur að falli,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Selfoss. „Við réttum þeim boltann í þeirra mörkum og eðlilegar grunnfærslur á mönnum í vörn voru ekki framkvæmdar og þá er eftirleikurinn auðveldur fyrir andstæðinginn.“ „Fyrsta fall mitt úr efstu deild er auðvitað leiðinlegt en þetta snýst ekki um mig. Þetta er virkilega slæmt fyrir félagið en það er kannski ekki óeðlilegt að lið sem er að koma upp lendi í þessu. Það er mjög gott starf hér í kringum fótboltann á Selfossi en það þarf þolinmæði í að byggja upp stabílt efstudeildar lið.“ „Það er samt synd að við þurfum að yfirgefa deildina miðað við hvernig við lékum á lokakafla mótsins að frátöldum tveimur síðustu leikjunum. En ég tel að okkur hafi verið refsað illilega með röngum dómi á móti Fylki. Sá leikur virtist vera þróast á sama hátt og sigurleikir okkar á undan. Þar fór þetta endanlega fannst mér. Svo erum við að etja kappi við Fram sem eru mjög góðir í þessari stöðu og þekkja þetta vel á meðan við þekkjum þetta ekki.“ „Auðvitað var gengi okkar mjög slæmt í júní og júlí og við þurfum augljóslega að vera fyrr tilbúnir með okkar lið. Við erum að fá menn frá útlöndum sem koma of seint og það eru menn sem eru að vera löglegir hjá okkur þegar komið er inn í þriðju umferð og þetta er eitthvað sem við þurfum að vinna í. Síðan dettur öll vörnin okkar út í meiðslum í einum og sama leiknum, bæði í bönn og meiðsli og þá þarf að manna þær stöður upp á nýtt.“ „Það féll lítið með okkur, nánast ekki neitt, hvorki þegar við lékum né úrslit annara leikja og að síðustu þá voru dómaramistök á okkar kostnað eins og á móti Fylki sem féllu aldrei okkar meginn. Sem dæmi er okkar lið með langflest gul spjöld af öllum liðunum í deildinni og við höfum aldrei fengið ákúru fyrir það að leika grófan fótbotla. Það virðist vera voðalega einfalt að lyfta upp gula spjaldinu á okkar kostnað.“ „Ég á að sjálfsögðu stóran þátt í slæmu gengi liðsins í sumar. Það er til dæmis mér að kenna að við erum ekki búnir að koma útlendu leikmönnum okkar til landsins fyrr. Þó svo að ég hafi verið lengi í þessu og aldrei fallið áður viðurkenni ég alveg mín mistök í sumar.“ „Það hefur lítið verið rætt um áframhaldandi veru mína hjá klúbbnum en við munum setjast niður strax eftir helgina og ræða þau mál. Ég hef ekki ákveðið neitt annað en að ég hef hug á að ræða málin.“ Þórður: Komum sterkir til leiks næsta sumar „Það var náttúrulega ekki að miklu að keppa hjá okkur í dag en ég er virkilega ánægður með strákana og við unnum vel saman og þetta var góður sigur,“ sagði Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA. „Við undirbjuggum leikinn með léttleika að leiðarljósi og að hafa gaman af því að spila fótbolta. Mér fannst það takast vel og sérstaklega í fyrri hálfleik þar sem við vörðumst vel og áttum margar góðar sóknir og skorum þrjú virkilega fín mörk.“ „Við stefnum hærra á næsta ári, á ekki alltaf að gera það. Við höfum þó ekkert rætt málin með framhaldið en komum án vafa sterkir til leiks næsta sumar.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst í Síkinu Körfubolti Í beinni: Tottenham - Manchester United | Úrslitaleikur Evrópudeildarinnar Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Samfélagið á Sauðárkróki ekki í vinnuhæfu ástandi Körfubolti Guardiola hótar að hætta Enski boltinn Gunnar Nelson fann neista frá fyrri tíð: „Smá vakning fyrir mig“ Sport Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Íslenski boltinn Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Fótbolti „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ Fótbolti Fleiri fréttir Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjáðu Örvar fara á flug, perlu Kjartans og mark úr óvæntustu átt „Við erum með fókus á þessu og æfum þetta alveg nokkuð stíft“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-2 | Hornspyrnur urðu heimamönnum að falli Uppgjörið: ÍA - FH 1-3 | FH spyrnti sér af botninum með sigri á Skaganum Uppgjörið: Breiðablik - Valur 2-1 | Blikar á toppinn Tveir Vestramenn fluttir með sjúkrabíl eftir leik í gær Þeir bestu (20.-16. sæti): Glæsilegur endir gamalla manna og dönsku demantarnir í Kaplakrika Sjáðu mörkin úr veislunni í Mosó og vítið sem Fram fékk Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó