Stjarnan skellti sér í efsta sæti Pepsi-deildar kvenna með öruggum sigri á Aftureldingu, 4-1, en leikurinn fór fram á Stjörnuvellinum í Garðabæ.
Stjarnan komst í 4-0 áður en gestirnir náðu að minnka muninn í 4-1. Harpa Þorsteinsdóttir átti stórleik og gerði þrennu fyrir Stjörnuna. Ashley Bares skoraði eitt mark fyrir heimastúlkur. Carla Lee gerði eina mark Aftureldingar.
Stjarnan er því komið í efsta sætið ásamt Þór/KA en bæði lið hafa náð í 16 stig. Afturelding er sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar með eitt stig.
Stjarnan fór létt með botnlið Aftureldingar | Harpa Þorsteins með þrennu
Stefán Árni Pálsson skrifar
