16. umferð Pepsi-deildar kvenna fór fram í kvöld og ljóst að það er spennandi barátta fram undan í lokaumferðum deildarinnar.
Stjarnan hafði betur gegn Aftureldingu í Mosfellsbænum, 2-0, og minnkaði þar með forystu Þór/KA á toppnum í fjögur stig en Akureyringar gerðu 1-1 jafntefli við ÍBV í Vestmannaeyjum.
Þór/KA er á toppnum með 39 stig og getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri á Selfossi á heimavelli á þriðjudaginn næstkomandi.
KR komst nálægt því að vinna afar óvæntan sigur á Breiðabliki en leikurinn endaði með 1-1 jafntefli. KR er aðeins búið að vinna einn leik á tímabilinu og er með átta stig í neðsta sæti deildarinnar.
KR er fjórum stigum á eftir næstu liðum og því ljóst að liðið þarf helst að vinna báða leiki sína í lokaumferðunum tveimur til að bjarga sér frá falli.
Selfoss hefur nánast kvatt fallbaráttuna eftir góðan 3-2 sigur á Fylki í Árbænum í kvöld. Selfyssingar komust upp í sjötta sæti deildarinnar og eru nú með sextán stig.
FH kemur næst með fimmtán stig en liðið tapaði fyrir Val í kvöld, 4-1.
Afturelding og Fylkir eru svo í 8.-9. sæti með tólf stig hvort og því spennandi fallbaráttuslagur fram undan hjá liðunum.
Úrslit kvöldsins:
ÍBV - Þór/KA 1-1
1-0 Kristín Erna Sigurlásdóttir (36.)
1-1 Katrín Ásbjörnsdóttir (45.)
Fylkir - Selfoss 2-3
0-1 Eva Lind Elíasdóttir (21.)
0-2 Valorie O'Brien (41.)
0-3 Guðmunda Brynja Óladóttir (46.)
1-3 Anna Björg Björnsdóttir, víti (53.)
2-3 Anna Björg Björnsdóttir (70.)
FH - Valur 1-4
0-1 Telma Hjaltalín Þrastardóttir (33.)
0-2 Elín Metta Jensen (36.)
0-3 Elín Metta Jensen (40.)
0-3 Elín Metta Jensen (73.)
1-3 Sigrún Ella Einarsdóttir (89.)
Afturelding - Stjarnan 0-3
0-1 Sjálfsmark (17.)
0-2 Inga Birna Friðjónsdóttir (50.)
0-3 Inga Birna Friðjónsdóttir (87.)
Breiðablik - KR 1-1
0-1 Olga Kristina Hansen (41.)
1-1 Rakel Hönnudóttir (68.)
Úrslit að hluta fra úrslit.net
