Enski boltinn

Fer Reina frá Liverpool í janúar?

Pepe Reina, markvörður enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool, er orðaður við Arsenal.
Pepe Reina, markvörður enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool, er orðaður við Arsenal. Nordic Photos / Getty Images
Pepe Reina, markvörður enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool, er orðaður við Arsenal og telja enskir fjölmiðlar miklar líkur á því að hann yfirgefi Liverpool í janúar. Reina, sem er þrítugur, er verðlagður á um 10 milljónir Evra eða sem nemur 1,6 milljarða kr.

Nokkrir markverðir hafa verið nefndir sem arftakar Reina á Anfield. Nýjasta nafnið er Jack Butland markvörður enska b-deildarliðsins Birmingham en hann er 19 ára gamall og þykir mikið efni. Pepe Reina sem er samningsbundinn Liverpool til 2016 er sagður tilbúinn að taka á sig launalækkun hjá Arsenal en hann er með um 25 millj. kr. í vikulaun hjá Liverpool.

Arsene Wenger hefur löngum verið mikill aðdáandi Reina og gerði árangurslaust tilboð í hann árið 2010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×