Enski boltinn

Fer Reina frá Liverpool í janúar?

Pepe Reina, markvörður enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool, er orðaður við Arsenal.
Pepe Reina, markvörður enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool, er orðaður við Arsenal. Nordic Photos / Getty Images

Pepe Reina, markvörður enska úrvalsdeildarliðsins Liverpool, er orðaður við Arsenal og telja enskir fjölmiðlar miklar líkur á því að hann yfirgefi Liverpool í janúar. Reina, sem er þrítugur, er verðlagður á um 10 milljónir Evra eða sem nemur 1,6 milljarða kr.

Nokkrir markverðir hafa verið nefndir sem arftakar Reina á Anfield. Nýjasta nafnið er Jack Butland markvörður enska b-deildarliðsins Birmingham en hann er 19 ára gamall og þykir mikið efni. Pepe Reina sem er samningsbundinn Liverpool til 2016 er sagður tilbúinn að taka á sig launalækkun hjá Arsenal en hann er með um 25 millj. kr. í vikulaun hjá Liverpool.

Arsene Wenger hefur löngum verið mikill aðdáandi Reina og gerði árangurslaust tilboð í hann árið 2010.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.