Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-1 | Garðar með tvö mörk Stefán Hirst Friðriksson á Akranesvelli skrifar 8. ágúst 2012 18:30 Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Garðar Bergmann Gunnlaugsson tryggði Skagamönnum 2-1 sigur á Fylki á Akranesi í kvöld í 14. umferð Pepsi-deildar karla. Garðar skoraði bæði mörk ÍA í leiknum þar á meðal sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað í slæmu veðri á Skipaskaga og fengu bæði lið tækifæri til þess að komast yfir á upphafsmínútunum en án árangurs. Skagamenn náðu svo forystunni á 25. mínútu en þar var að verki Garðar Bergmann Gunnlaugsson en hann skallaði frábæra fyrirgjöf Ólafs Vals Valdimarssonar í netið. Skagamenn því með nokkuð verðskuldaða forystu þegar flautað var til leikhlés Það var ekki langt liðið á síðari hálfleikinn þegar Fylkismönnum tókst að jafna. Þar var að verki Magnús Þórir Matthíasson hann fékk góða fyrirgjöf frá Tómasi Joð Þorsteinssyni inn á teiginn og kláraði hann færið vel. Tómasi Joð var svo vikið af velli á 57. mínútu en hann tæklaði Dean Martin við hornfánann og fékk réttilega að líta sitt seinna gula spjald. Virkilega klaufalegt hjá Tómasi og róðurinn þungur fyrir gestina í kjölfarið. Skagamenn nýttu sér liðsmuninn og var það Garðar Bergmann sem var aftur á ferðinni þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þá fékk hann góða stungusendingu inn fyrir vörn Fylkismanna og setti boltann snyrtilega undir Bjarna Þórð í marki Fylkis. Fylkismönnum tókst lítið að ógna Skagamönnum á lokamínútum leiksins og verðskuldaður 2-1 sigur heimamanna því staðreynd.Þórður: Hlupum og börðumst meira en þeir „Ég er sáttur með þetta í kvöld. Við hlupum og börðumst meira en þeir og þegar veðrið er svona þá snýst þetta svolítið um það," sagði Þórður Þetta var nokkuð sanngjarnt að mínu mati en þetta gat svosem dottið báðum megin í fyrri hálfleiknum. Eftir að þeir missa manninn útaf þá fannst mér þetta aldrei spurning hvort að við myndum skora heldur hvenær," bætti Þórður við. „Við stefnum á að blanda okkur í baráttuna um þriðja til fjórða sætið. Við munum reyna það sem við getum til þess að klóra okkur ofar í töflunni í næstu umferðum," sagði Þórður Þórðarsson, þjálfari ÍA, í leikslok.Garðar: Gaman að hækka markareikninginn „Þetta var vinnusigur hjá okkur í kvöld. Það var eljusemi og barátta í okkar mönnum og það þarf í svona leikjum. Við vissum að við þyrftum að ná í þrjú stig hérna í dag og er þetta því ánægjulegt," sagði Garðar. Garðar var valinn maður leiksins en hann skoraði bæði mörk sinna manna og var hann að vonum ánægður með það. „Það er alltaf gaman að skora og er ég alltaf ánægður með að skora. Það er ekkert að því að hækka markareikninginn sinn aðeins," sagði Garðar Bergmann Gunnlaugsson í leikslok.Ásmundur: Fannst frammistaðan verðskulda stig „Þetta var gríðarlega svekkjandi tap hér í kvöld. Þetta var að mörgu leyti mjög erfitt í kvöld. Það voru erfiðar aðstæður og erum við t.d að fá á okkur fyrra markið sökum aðstæðna. Mér fannst frammistaða leikmanna verðskuldaða meira en tap hér í kvöld," sagði Ásmundur. „Það sem gerir okkur enn erfiðara fyrir var að mér fannst spjöldin sem við fáum hjá dómaranum nokkuð ódýr í sumum tilfellum. Vendipunkturinn í leiknum er að sjálfsögðu rauða spjaldið sem Tómas fær og fannst mér dómarinn gera mistök í fyrra spjaldinu sem hann gefur honum," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Sjá meira
Garðar Bergmann Gunnlaugsson tryggði Skagamönnum 2-1 sigur á Fylki á Akranesi í kvöld í 14. umferð Pepsi-deildar karla. Garðar skoraði bæði mörk ÍA í leiknum þar á meðal sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað í slæmu veðri á Skipaskaga og fengu bæði lið tækifæri til þess að komast yfir á upphafsmínútunum en án árangurs. Skagamenn náðu svo forystunni á 25. mínútu en þar var að verki Garðar Bergmann Gunnlaugsson en hann skallaði frábæra fyrirgjöf Ólafs Vals Valdimarssonar í netið. Skagamenn því með nokkuð verðskuldaða forystu þegar flautað var til leikhlés Það var ekki langt liðið á síðari hálfleikinn þegar Fylkismönnum tókst að jafna. Þar var að verki Magnús Þórir Matthíasson hann fékk góða fyrirgjöf frá Tómasi Joð Þorsteinssyni inn á teiginn og kláraði hann færið vel. Tómasi Joð var svo vikið af velli á 57. mínútu en hann tæklaði Dean Martin við hornfánann og fékk réttilega að líta sitt seinna gula spjald. Virkilega klaufalegt hjá Tómasi og róðurinn þungur fyrir gestina í kjölfarið. Skagamenn nýttu sér liðsmuninn og var það Garðar Bergmann sem var aftur á ferðinni þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þá fékk hann góða stungusendingu inn fyrir vörn Fylkismanna og setti boltann snyrtilega undir Bjarna Þórð í marki Fylkis. Fylkismönnum tókst lítið að ógna Skagamönnum á lokamínútum leiksins og verðskuldaður 2-1 sigur heimamanna því staðreynd.Þórður: Hlupum og börðumst meira en þeir „Ég er sáttur með þetta í kvöld. Við hlupum og börðumst meira en þeir og þegar veðrið er svona þá snýst þetta svolítið um það," sagði Þórður Þetta var nokkuð sanngjarnt að mínu mati en þetta gat svosem dottið báðum megin í fyrri hálfleiknum. Eftir að þeir missa manninn útaf þá fannst mér þetta aldrei spurning hvort að við myndum skora heldur hvenær," bætti Þórður við. „Við stefnum á að blanda okkur í baráttuna um þriðja til fjórða sætið. Við munum reyna það sem við getum til þess að klóra okkur ofar í töflunni í næstu umferðum," sagði Þórður Þórðarsson, þjálfari ÍA, í leikslok.Garðar: Gaman að hækka markareikninginn „Þetta var vinnusigur hjá okkur í kvöld. Það var eljusemi og barátta í okkar mönnum og það þarf í svona leikjum. Við vissum að við þyrftum að ná í þrjú stig hérna í dag og er þetta því ánægjulegt," sagði Garðar. Garðar var valinn maður leiksins en hann skoraði bæði mörk sinna manna og var hann að vonum ánægður með það. „Það er alltaf gaman að skora og er ég alltaf ánægður með að skora. Það er ekkert að því að hækka markareikninginn sinn aðeins," sagði Garðar Bergmann Gunnlaugsson í leikslok.Ásmundur: Fannst frammistaðan verðskulda stig „Þetta var gríðarlega svekkjandi tap hér í kvöld. Þetta var að mörgu leyti mjög erfitt í kvöld. Það voru erfiðar aðstæður og erum við t.d að fá á okkur fyrra markið sökum aðstæðna. Mér fannst frammistaða leikmanna verðskuldaða meira en tap hér í kvöld," sagði Ásmundur. „Það sem gerir okkur enn erfiðara fyrir var að mér fannst spjöldin sem við fáum hjá dómaranum nokkuð ódýr í sumum tilfellum. Vendipunkturinn í leiknum er að sjálfsögðu rauða spjaldið sem Tómas fær og fannst mér dómarinn gera mistök í fyrra spjaldinu sem hann gefur honum," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Enski boltinn Fleiri fréttir „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Sjá meira