Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-1 | Garðar með tvö mörk Stefán Hirst Friðriksson á Akranesvelli skrifar 8. ágúst 2012 18:30 Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Garðar Bergmann Gunnlaugsson tryggði Skagamönnum 2-1 sigur á Fylki á Akranesi í kvöld í 14. umferð Pepsi-deildar karla. Garðar skoraði bæði mörk ÍA í leiknum þar á meðal sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað í slæmu veðri á Skipaskaga og fengu bæði lið tækifæri til þess að komast yfir á upphafsmínútunum en án árangurs. Skagamenn náðu svo forystunni á 25. mínútu en þar var að verki Garðar Bergmann Gunnlaugsson en hann skallaði frábæra fyrirgjöf Ólafs Vals Valdimarssonar í netið. Skagamenn því með nokkuð verðskuldaða forystu þegar flautað var til leikhlés Það var ekki langt liðið á síðari hálfleikinn þegar Fylkismönnum tókst að jafna. Þar var að verki Magnús Þórir Matthíasson hann fékk góða fyrirgjöf frá Tómasi Joð Þorsteinssyni inn á teiginn og kláraði hann færið vel. Tómasi Joð var svo vikið af velli á 57. mínútu en hann tæklaði Dean Martin við hornfánann og fékk réttilega að líta sitt seinna gula spjald. Virkilega klaufalegt hjá Tómasi og róðurinn þungur fyrir gestina í kjölfarið. Skagamenn nýttu sér liðsmuninn og var það Garðar Bergmann sem var aftur á ferðinni þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þá fékk hann góða stungusendingu inn fyrir vörn Fylkismanna og setti boltann snyrtilega undir Bjarna Þórð í marki Fylkis. Fylkismönnum tókst lítið að ógna Skagamönnum á lokamínútum leiksins og verðskuldaður 2-1 sigur heimamanna því staðreynd.Þórður: Hlupum og börðumst meira en þeir „Ég er sáttur með þetta í kvöld. Við hlupum og börðumst meira en þeir og þegar veðrið er svona þá snýst þetta svolítið um það," sagði Þórður Þetta var nokkuð sanngjarnt að mínu mati en þetta gat svosem dottið báðum megin í fyrri hálfleiknum. Eftir að þeir missa manninn útaf þá fannst mér þetta aldrei spurning hvort að við myndum skora heldur hvenær," bætti Þórður við. „Við stefnum á að blanda okkur í baráttuna um þriðja til fjórða sætið. Við munum reyna það sem við getum til þess að klóra okkur ofar í töflunni í næstu umferðum," sagði Þórður Þórðarsson, þjálfari ÍA, í leikslok.Garðar: Gaman að hækka markareikninginn „Þetta var vinnusigur hjá okkur í kvöld. Það var eljusemi og barátta í okkar mönnum og það þarf í svona leikjum. Við vissum að við þyrftum að ná í þrjú stig hérna í dag og er þetta því ánægjulegt," sagði Garðar. Garðar var valinn maður leiksins en hann skoraði bæði mörk sinna manna og var hann að vonum ánægður með það. „Það er alltaf gaman að skora og er ég alltaf ánægður með að skora. Það er ekkert að því að hækka markareikninginn sinn aðeins," sagði Garðar Bergmann Gunnlaugsson í leikslok.Ásmundur: Fannst frammistaðan verðskulda stig „Þetta var gríðarlega svekkjandi tap hér í kvöld. Þetta var að mörgu leyti mjög erfitt í kvöld. Það voru erfiðar aðstæður og erum við t.d að fá á okkur fyrra markið sökum aðstæðna. Mér fannst frammistaða leikmanna verðskuldaða meira en tap hér í kvöld," sagði Ásmundur. „Það sem gerir okkur enn erfiðara fyrir var að mér fannst spjöldin sem við fáum hjá dómaranum nokkuð ódýr í sumum tilfellum. Vendipunkturinn í leiknum er að sjálfsögðu rauða spjaldið sem Tómas fær og fannst mér dómarinn gera mistök í fyrra spjaldinu sem hann gefur honum," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Garðar Bergmann Gunnlaugsson tryggði Skagamönnum 2-1 sigur á Fylki á Akranesi í kvöld í 14. umferð Pepsi-deildar karla. Garðar skoraði bæði mörk ÍA í leiknum þar á meðal sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað í slæmu veðri á Skipaskaga og fengu bæði lið tækifæri til þess að komast yfir á upphafsmínútunum en án árangurs. Skagamenn náðu svo forystunni á 25. mínútu en þar var að verki Garðar Bergmann Gunnlaugsson en hann skallaði frábæra fyrirgjöf Ólafs Vals Valdimarssonar í netið. Skagamenn því með nokkuð verðskuldaða forystu þegar flautað var til leikhlés Það var ekki langt liðið á síðari hálfleikinn þegar Fylkismönnum tókst að jafna. Þar var að verki Magnús Þórir Matthíasson hann fékk góða fyrirgjöf frá Tómasi Joð Þorsteinssyni inn á teiginn og kláraði hann færið vel. Tómasi Joð var svo vikið af velli á 57. mínútu en hann tæklaði Dean Martin við hornfánann og fékk réttilega að líta sitt seinna gula spjald. Virkilega klaufalegt hjá Tómasi og róðurinn þungur fyrir gestina í kjölfarið. Skagamenn nýttu sér liðsmuninn og var það Garðar Bergmann sem var aftur á ferðinni þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þá fékk hann góða stungusendingu inn fyrir vörn Fylkismanna og setti boltann snyrtilega undir Bjarna Þórð í marki Fylkis. Fylkismönnum tókst lítið að ógna Skagamönnum á lokamínútum leiksins og verðskuldaður 2-1 sigur heimamanna því staðreynd.Þórður: Hlupum og börðumst meira en þeir „Ég er sáttur með þetta í kvöld. Við hlupum og börðumst meira en þeir og þegar veðrið er svona þá snýst þetta svolítið um það," sagði Þórður Þetta var nokkuð sanngjarnt að mínu mati en þetta gat svosem dottið báðum megin í fyrri hálfleiknum. Eftir að þeir missa manninn útaf þá fannst mér þetta aldrei spurning hvort að við myndum skora heldur hvenær," bætti Þórður við. „Við stefnum á að blanda okkur í baráttuna um þriðja til fjórða sætið. Við munum reyna það sem við getum til þess að klóra okkur ofar í töflunni í næstu umferðum," sagði Þórður Þórðarsson, þjálfari ÍA, í leikslok.Garðar: Gaman að hækka markareikninginn „Þetta var vinnusigur hjá okkur í kvöld. Það var eljusemi og barátta í okkar mönnum og það þarf í svona leikjum. Við vissum að við þyrftum að ná í þrjú stig hérna í dag og er þetta því ánægjulegt," sagði Garðar. Garðar var valinn maður leiksins en hann skoraði bæði mörk sinna manna og var hann að vonum ánægður með það. „Það er alltaf gaman að skora og er ég alltaf ánægður með að skora. Það er ekkert að því að hækka markareikninginn sinn aðeins," sagði Garðar Bergmann Gunnlaugsson í leikslok.Ásmundur: Fannst frammistaðan verðskulda stig „Þetta var gríðarlega svekkjandi tap hér í kvöld. Þetta var að mörgu leyti mjög erfitt í kvöld. Það voru erfiðar aðstæður og erum við t.d að fá á okkur fyrra markið sökum aðstæðna. Mér fannst frammistaða leikmanna verðskuldaða meira en tap hér í kvöld," sagði Ásmundur. „Það sem gerir okkur enn erfiðara fyrir var að mér fannst spjöldin sem við fáum hjá dómaranum nokkuð ódýr í sumum tilfellum. Vendipunkturinn í leiknum er að sjálfsögðu rauða spjaldið sem Tómas fær og fannst mér dómarinn gera mistök í fyrra spjaldinu sem hann gefur honum," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti „Þetta lítur verr út en þetta var“ Handbolti Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira