Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-1 | Garðar með tvö mörk Stefán Hirst Friðriksson á Akranesvelli skrifar 8. ágúst 2012 18:30 Mynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson Garðar Bergmann Gunnlaugsson tryggði Skagamönnum 2-1 sigur á Fylki á Akranesi í kvöld í 14. umferð Pepsi-deildar karla. Garðar skoraði bæði mörk ÍA í leiknum þar á meðal sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað í slæmu veðri á Skipaskaga og fengu bæði lið tækifæri til þess að komast yfir á upphafsmínútunum en án árangurs. Skagamenn náðu svo forystunni á 25. mínútu en þar var að verki Garðar Bergmann Gunnlaugsson en hann skallaði frábæra fyrirgjöf Ólafs Vals Valdimarssonar í netið. Skagamenn því með nokkuð verðskuldaða forystu þegar flautað var til leikhlés Það var ekki langt liðið á síðari hálfleikinn þegar Fylkismönnum tókst að jafna. Þar var að verki Magnús Þórir Matthíasson hann fékk góða fyrirgjöf frá Tómasi Joð Þorsteinssyni inn á teiginn og kláraði hann færið vel. Tómasi Joð var svo vikið af velli á 57. mínútu en hann tæklaði Dean Martin við hornfánann og fékk réttilega að líta sitt seinna gula spjald. Virkilega klaufalegt hjá Tómasi og róðurinn þungur fyrir gestina í kjölfarið. Skagamenn nýttu sér liðsmuninn og var það Garðar Bergmann sem var aftur á ferðinni þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þá fékk hann góða stungusendingu inn fyrir vörn Fylkismanna og setti boltann snyrtilega undir Bjarna Þórð í marki Fylkis. Fylkismönnum tókst lítið að ógna Skagamönnum á lokamínútum leiksins og verðskuldaður 2-1 sigur heimamanna því staðreynd.Þórður: Hlupum og börðumst meira en þeir „Ég er sáttur með þetta í kvöld. Við hlupum og börðumst meira en þeir og þegar veðrið er svona þá snýst þetta svolítið um það," sagði Þórður Þetta var nokkuð sanngjarnt að mínu mati en þetta gat svosem dottið báðum megin í fyrri hálfleiknum. Eftir að þeir missa manninn útaf þá fannst mér þetta aldrei spurning hvort að við myndum skora heldur hvenær," bætti Þórður við. „Við stefnum á að blanda okkur í baráttuna um þriðja til fjórða sætið. Við munum reyna það sem við getum til þess að klóra okkur ofar í töflunni í næstu umferðum," sagði Þórður Þórðarsson, þjálfari ÍA, í leikslok.Garðar: Gaman að hækka markareikninginn „Þetta var vinnusigur hjá okkur í kvöld. Það var eljusemi og barátta í okkar mönnum og það þarf í svona leikjum. Við vissum að við þyrftum að ná í þrjú stig hérna í dag og er þetta því ánægjulegt," sagði Garðar. Garðar var valinn maður leiksins en hann skoraði bæði mörk sinna manna og var hann að vonum ánægður með það. „Það er alltaf gaman að skora og er ég alltaf ánægður með að skora. Það er ekkert að því að hækka markareikninginn sinn aðeins," sagði Garðar Bergmann Gunnlaugsson í leikslok.Ásmundur: Fannst frammistaðan verðskulda stig „Þetta var gríðarlega svekkjandi tap hér í kvöld. Þetta var að mörgu leyti mjög erfitt í kvöld. Það voru erfiðar aðstæður og erum við t.d að fá á okkur fyrra markið sökum aðstæðna. Mér fannst frammistaða leikmanna verðskuldaða meira en tap hér í kvöld," sagði Ásmundur. „Það sem gerir okkur enn erfiðara fyrir var að mér fannst spjöldin sem við fáum hjá dómaranum nokkuð ódýr í sumum tilfellum. Vendipunkturinn í leiknum er að sjálfsögðu rauða spjaldið sem Tómas fær og fannst mér dómarinn gera mistök í fyrra spjaldinu sem hann gefur honum," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira
Garðar Bergmann Gunnlaugsson tryggði Skagamönnum 2-1 sigur á Fylki á Akranesi í kvöld í 14. umferð Pepsi-deildar karla. Garðar skoraði bæði mörk ÍA í leiknum þar á meðal sigurmarkið tíu mínútum fyrir leikslok. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað í slæmu veðri á Skipaskaga og fengu bæði lið tækifæri til þess að komast yfir á upphafsmínútunum en án árangurs. Skagamenn náðu svo forystunni á 25. mínútu en þar var að verki Garðar Bergmann Gunnlaugsson en hann skallaði frábæra fyrirgjöf Ólafs Vals Valdimarssonar í netið. Skagamenn því með nokkuð verðskuldaða forystu þegar flautað var til leikhlés Það var ekki langt liðið á síðari hálfleikinn þegar Fylkismönnum tókst að jafna. Þar var að verki Magnús Þórir Matthíasson hann fékk góða fyrirgjöf frá Tómasi Joð Þorsteinssyni inn á teiginn og kláraði hann færið vel. Tómasi Joð var svo vikið af velli á 57. mínútu en hann tæklaði Dean Martin við hornfánann og fékk réttilega að líta sitt seinna gula spjald. Virkilega klaufalegt hjá Tómasi og róðurinn þungur fyrir gestina í kjölfarið. Skagamenn nýttu sér liðsmuninn og var það Garðar Bergmann sem var aftur á ferðinni þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum. Þá fékk hann góða stungusendingu inn fyrir vörn Fylkismanna og setti boltann snyrtilega undir Bjarna Þórð í marki Fylkis. Fylkismönnum tókst lítið að ógna Skagamönnum á lokamínútum leiksins og verðskuldaður 2-1 sigur heimamanna því staðreynd.Þórður: Hlupum og börðumst meira en þeir „Ég er sáttur með þetta í kvöld. Við hlupum og börðumst meira en þeir og þegar veðrið er svona þá snýst þetta svolítið um það," sagði Þórður Þetta var nokkuð sanngjarnt að mínu mati en þetta gat svosem dottið báðum megin í fyrri hálfleiknum. Eftir að þeir missa manninn útaf þá fannst mér þetta aldrei spurning hvort að við myndum skora heldur hvenær," bætti Þórður við. „Við stefnum á að blanda okkur í baráttuna um þriðja til fjórða sætið. Við munum reyna það sem við getum til þess að klóra okkur ofar í töflunni í næstu umferðum," sagði Þórður Þórðarsson, þjálfari ÍA, í leikslok.Garðar: Gaman að hækka markareikninginn „Þetta var vinnusigur hjá okkur í kvöld. Það var eljusemi og barátta í okkar mönnum og það þarf í svona leikjum. Við vissum að við þyrftum að ná í þrjú stig hérna í dag og er þetta því ánægjulegt," sagði Garðar. Garðar var valinn maður leiksins en hann skoraði bæði mörk sinna manna og var hann að vonum ánægður með það. „Það er alltaf gaman að skora og er ég alltaf ánægður með að skora. Það er ekkert að því að hækka markareikninginn sinn aðeins," sagði Garðar Bergmann Gunnlaugsson í leikslok.Ásmundur: Fannst frammistaðan verðskulda stig „Þetta var gríðarlega svekkjandi tap hér í kvöld. Þetta var að mörgu leyti mjög erfitt í kvöld. Það voru erfiðar aðstæður og erum við t.d að fá á okkur fyrra markið sökum aðstæðna. Mér fannst frammistaða leikmanna verðskuldaða meira en tap hér í kvöld," sagði Ásmundur. „Það sem gerir okkur enn erfiðara fyrir var að mér fannst spjöldin sem við fáum hjá dómaranum nokkuð ódýr í sumum tilfellum. Vendipunkturinn í leiknum er að sjálfsögðu rauða spjaldið sem Tómas fær og fannst mér dómarinn gera mistök í fyrra spjaldinu sem hann gefur honum," sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis, í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Ísland - Frakkland | Okkar menn gegn ógnarsterkum Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Sjá meira