Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - Valur 1-0 Kristinn Páll Teitsson á Kópavogsvelli skrifar 3. júlí 2012 16:37 Mynd/Ernir Rakel Hönnudóttir skoraði eina markið þegar Breiðablik vann Val 1-0 í 8. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld en þetta er þriðja deildartap Valsliðsins í sumar. Blikakonur eru eftir sigurinn tveimur stigum á eftir toppliði Þór/KA en Valskonur eru aftur á móti sex stigum frá toppsætinu. Blikakonur voru að vinna sinn fyrsta sigur á Val frá árinu 2009 en Valskonur höfðu unnið sjö síðustu deildar- og bikarleiki liðanna. Fyrir leikinn voru liðin hlið við hlið í Pepsi deildinni, Breiðablik í því 4. með 14 stig á meðan Valsliðið var sætinu neðar með 13 stig. Blikar ætluðu sér greinilega ekki að vera skildnar út undan í baráttunni á toppnum og komu afar grimmar til leiks. Þær skoruðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins 6. mínútur þegar Rakel Hönnudóttir var mætt á fjærstöng og potaði inn fyrirgjöf Þórdísar Hrannar. Þær fengu nokkur góð færi á næstu mínútum en Valsliðið vann sig sífellt meira inn í leikinn þrátt fyrir að skapa sér ekki færi. Staðan var því 1-0 fyrir Breiðablik í hálfleik. Seinni hálfleikur var ekki mikið fyrir augað og var fátt um færi. Fyrir utan stangarskot hjá hvoru liði gerðist fátt markvert í seinni hálfleik og sigldu Blikar sigrinum þægilega heim. Rakel: Þurftum sigur í kvöldMynd/Ernir„Þetta er mjög mikilvægur sigur, við ræddum það fyrir leik að ef við ætluðum okkur að vera í toppbaráttu þá þurftum við að sigra í kvöld," sagði markaskorarinn Rakel Hönnudóttir eftir leikinn í kvöld. „Við erum að reyna að komast í toppbaráttuna og Valur líka þannig þetta gæti reynst báðum liðum dýrt." „Við byrjuðum leikinn á háu tempói, við höfum verið að gera það og það gengur vel. Það er eitthvað sem við leggjum upp með og reynum að að halda áfram." „Við vitum að ef við vinnum okkar leiki þá munu markmiðin okkar ganga upp, stefnan er auðvitað tekin á toppinn," sagði Rakel. Rakel: Á eflaust eftir að reynast okkur dýrtMynd/Ernir„Þetta á eflaust eftir að reynast okkur dýrkeypt að missa þær svona fram úr okkur í deildinni," sagði Rakel Logadóttir, leikmaður Vals eftir leikinn. „Núna þurfum við bara að kanna hvað það fór úrskeiðis hjá okkur, reyna að laga það og bæta okkur fyrir næstu leiki." „Við byrjuðum ágætlega en þegar við missum Hildi útaf ruglast skipulagið og þær keyrðu á okkur. Eftir að við náðum að skipuleggja okkur og gáfum fá færi á okkur en náðum ekki að vera nógu beinskeyttar í sókninni." „Stefnan er bara að tína stig hér og þar, safna stigum eins mikið og mögulegt er og sjá hvert það skilar okkur," sagði Rakel. Fanndís: Kominn tími á titilMynd/Ernir„Þetta var okkar móment, í kvöld var spurning hvort við ætlum að vera í toppbaráttu eða í miðjumoði og var þetta því gríðarlega mikilvægur sigur," sagði Fanndís Friðriksdóttir, fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn. „Þetta var einfaldlega upp á hvort við ætluðum að vera með eða ekki og við ætlum okkur fulla þátttöku." „Við breyttum í fjögurra manna vörn í seinni hálfleik og duttum full aftarlega og gáfum færi á okkur. Við hættum samt aldrei að berjast og gáfum fá færi á okkur og uppskárum þrjú góð stig." „Það er búinn að vera þurrkur á Íslandsmeistaratitlum hjá okkur síðastliðin ár og það er kominn tími til að snúa því við," Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Lífróður hjá heimakonum Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Í beinni: Þróttur - Stjarnan | Eltast við Evrópusæti Í beinni: Tindastóll - FH | Bæði lið þurfa nauðsynlega stig Í beinni: Víkingur - FHL | Geta tryggt sæti sitt með fimmta sigri í röð Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Sjá meira
Rakel Hönnudóttir skoraði eina markið þegar Breiðablik vann Val 1-0 í 8. umferð Pepsi-deildar kvenna í kvöld en þetta er þriðja deildartap Valsliðsins í sumar. Blikakonur eru eftir sigurinn tveimur stigum á eftir toppliði Þór/KA en Valskonur eru aftur á móti sex stigum frá toppsætinu. Blikakonur voru að vinna sinn fyrsta sigur á Val frá árinu 2009 en Valskonur höfðu unnið sjö síðustu deildar- og bikarleiki liðanna. Fyrir leikinn voru liðin hlið við hlið í Pepsi deildinni, Breiðablik í því 4. með 14 stig á meðan Valsliðið var sætinu neðar með 13 stig. Blikar ætluðu sér greinilega ekki að vera skildnar út undan í baráttunni á toppnum og komu afar grimmar til leiks. Þær skoruðu fyrsta mark leiksins eftir aðeins 6. mínútur þegar Rakel Hönnudóttir var mætt á fjærstöng og potaði inn fyrirgjöf Þórdísar Hrannar. Þær fengu nokkur góð færi á næstu mínútum en Valsliðið vann sig sífellt meira inn í leikinn þrátt fyrir að skapa sér ekki færi. Staðan var því 1-0 fyrir Breiðablik í hálfleik. Seinni hálfleikur var ekki mikið fyrir augað og var fátt um færi. Fyrir utan stangarskot hjá hvoru liði gerðist fátt markvert í seinni hálfleik og sigldu Blikar sigrinum þægilega heim. Rakel: Þurftum sigur í kvöldMynd/Ernir„Þetta er mjög mikilvægur sigur, við ræddum það fyrir leik að ef við ætluðum okkur að vera í toppbaráttu þá þurftum við að sigra í kvöld," sagði markaskorarinn Rakel Hönnudóttir eftir leikinn í kvöld. „Við erum að reyna að komast í toppbaráttuna og Valur líka þannig þetta gæti reynst báðum liðum dýrt." „Við byrjuðum leikinn á háu tempói, við höfum verið að gera það og það gengur vel. Það er eitthvað sem við leggjum upp með og reynum að að halda áfram." „Við vitum að ef við vinnum okkar leiki þá munu markmiðin okkar ganga upp, stefnan er auðvitað tekin á toppinn," sagði Rakel. Rakel: Á eflaust eftir að reynast okkur dýrtMynd/Ernir„Þetta á eflaust eftir að reynast okkur dýrkeypt að missa þær svona fram úr okkur í deildinni," sagði Rakel Logadóttir, leikmaður Vals eftir leikinn. „Núna þurfum við bara að kanna hvað það fór úrskeiðis hjá okkur, reyna að laga það og bæta okkur fyrir næstu leiki." „Við byrjuðum ágætlega en þegar við missum Hildi útaf ruglast skipulagið og þær keyrðu á okkur. Eftir að við náðum að skipuleggja okkur og gáfum fá færi á okkur en náðum ekki að vera nógu beinskeyttar í sókninni." „Stefnan er bara að tína stig hér og þar, safna stigum eins mikið og mögulegt er og sjá hvert það skilar okkur," sagði Rakel. Fanndís: Kominn tími á titilMynd/Ernir„Þetta var okkar móment, í kvöld var spurning hvort við ætlum að vera í toppbaráttu eða í miðjumoði og var þetta því gríðarlega mikilvægur sigur," sagði Fanndís Friðriksdóttir, fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn. „Þetta var einfaldlega upp á hvort við ætluðum að vera með eða ekki og við ætlum okkur fulla þátttöku." „Við breyttum í fjögurra manna vörn í seinni hálfleik og duttum full aftarlega og gáfum færi á okkur. Við hættum samt aldrei að berjast og gáfum fá færi á okkur og uppskárum þrjú góð stig." „Það er búinn að vera þurrkur á Íslandsmeistaratitlum hjá okkur síðastliðin ár og það er kominn tími til að snúa því við,"
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Dagskráin: Borgarslagur í Liverpool, Besta kvenna og margt fleira Sport Younghoe sparkað burt Sport Svíar vinna Ólympíubronsið 2010: „Fáránlegt að þetta hafi tekið svona langan tíma“ Sport Giggs yfirgefur Salford og vill snúa aftur í þjálfun Fótbolti Erna Sóley nokkuð frá sínu besta Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fram - Valur | Lífróður hjá heimakonum Í beinni: Breiðablik - Þór/KA | Þurfa að vinna meistarana og kannski er það ekki nóg Í beinni: Þróttur - Stjarnan | Eltast við Evrópusæti Í beinni: Tindastóll - FH | Bæði lið þurfa nauðsynlega stig Í beinni: Víkingur - FHL | Geta tryggt sæti sitt með fimmta sigri í röð Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann