Erkifjendurnir berjast um bikarinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2011 11:00 Það fór vel á með fyrirliðunum Lilju Dögg Valþórsdóttur úr KR og Málfríði Ernu Sigurðardóttur úr Val í vikunni. Aðeins önnur þeirra fær að handleika bikarinn að loknum leiknum í dag. Fréttablaðið/Daníel Reykjavíkurliðin KR og Valur mætast í úrslitaleik Valitor-bikars kvenna á Laugardalsvelli í dag. Flestir reikna með sigri Valskvenna, enda liðið með sterkari leikmenn og reyndara en ungt lið KR. Valur á titil að verja en liðið bar sigurorð af Stjörnunni í úrslitaleiknum í fyrra. Flestir eru sammála um að Valsliðið sé það best mannaða á Íslandi enda gerði liðið markmið sín opinber snemma í sumar. Liðið ætlaði að vinna báða titlana sem í boði voru en nú virðist Íslandsmeistaratitillinn runninn því úr greipum. „Þetta er önnur keppni. Við ætlum okkur að sjálfsögðu að vinna hana og við þurfum að klára okkar. Það er ekki bara um fyrsta sætið að keppa því Evrópusæti er líka í húfi. Við klárum allt með hógværð og gerum okkur grein fyrir því að það gerist ekkert af sjálfu sér," segir Gunnar Borgþórsson, þjálfari Vals. Pála Marie Einarsdóttir, varnarmaður Vals, er sammála. „Já, hinn er nánast kominn í Garðabæinn en þessi er ennþá í Reykjavík og við ætlum að skella honum á Hlíðarenda, þar sem hann á að vera." Reynslan mætir reynsluleysinuValur hefur oftast allra liða orðið bikarmeistari í kvennaflokki, alls ellefu sinnum. Flestir leikmenn liðsins hafa spilað áður í úrslitum og nokkrir eru hoknir af reynslu. Embla Grétarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir leika til að mynda í úrslitum í áttunda skipti. „Ég tel að það hjálpi hópnum. Sérstaklega af því að við erum með mjög blandaðan hóp. Margar ungar stelpur sem hafa ekki tekið þátt í þessu og hins vegar stelpur sem hafa spilað þessa leiki og kunna það. Vikan og undirbúningurinn er auðveldari fyrir vikið," segir Gunnar þjálfari Vals. KR-liðið er töluvert reynsluminna en Valsliðið. Nokkrir leikmenn liðsins hafa spilað úrslitaleiki sem þennan en aðrir munu spila sinn fyrsta leik á þjóðarleikvangnum. „Það er smá stress en ég er líka mjög spennt. Ég hef aldrei spilað áður á Laugardalsvelli þannig að þetta er stór stund," segir Berglind Bjarnadóttir miðjumaður KR. Liðin í ólíkum málum í deildinniStaða liðanna á Íslandsmótinu er gjörólík. Valskonur eru í öðru sæti og hafa aðeins tapað tveimur leikjum í sumar. Sigrar KR eru jafnmargir og liðið í bullandi fallbaráttu. Liðin mættust á Valsvelli í áttundu umferð Pepsi-deildar og þar vann Valur öruggan 3-1 sigur. Þá hefur Valur skorað tæplega þrisvar sinnum fleiri mörk en KR-liðið í deildinni en KR-ingar hafa verið í vandræðum sóknarlega. Liðið hefur aðeins skorað mark að meðaltali í leik í deildinni. Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari KR, segir leikinn stóra stund fyrir sína leikmenn. „Við lítum á það sem algjöran bónus að vera hérna. Það er engin pressa á okkur. Það setja allir sinn pening á Valsliðið þannig að við höfum engu að tapa. Við eigum bara von um góða skemmtun og góða stund. Það er það sem við ætlum að gera númer eitt, tvö og þrjú," segir Björgvin Karl. Hann segir Valsliðið gríðarlega sterkt, best mannaða kvennalið á Íslandi í langan tíma að hans mati. Það hafi þó sýnt sig að það geti tapað leikjum. „Þær eru búnar að tapa tveimur leikjum í sumar þannig að þær eru kannski ekki óvinnandi vígi. En þetta er gríðarlega sterkt lið sem er enn í smá baráttu við Stjörnuna um titilinn. Þetta verður afar erfitt," segir Björgvin. Lilja Dögg Valþórsdóttir, fyrirliði KR, þekkir vel til í herbúðum Vals en hún er uppalin hjá Hlíðarendastelpum. Hún segir ekki laust við að hún sé meira gíruð í leikinn vegna þess að mótherjinn er Valur. „Já, jafnvel. Mér finnst alltaf voðalega gaman að spila á móti Val og ekki verra að vinna þær. Ég spilaði náttúrulega fyrir Val á sínum tíma og þótt það sé orðið svolítið langt síðan það var er alltaf gaman að vinna sína gömlu félaga," segir Lilja. Flautað verður til leiks á Laugardalsvelli í dag klukkan 16. Þrenna Hólmfríðar í úrslitaleiknum 2008Valur og KR hafa þrívegis áður mæst í úrslitaleik bikarsins. Valur hefur unnið einu sinni og KR tvisvar. Liðin mættust síðast í úrslitum árið 2008 þegar KR vann stórsigur 4-0. Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður Vals, spilaði í svörtum og hvítum búningi KR í leiknum og skoraði þrennu. „Ég gleymi ekkert afmælisdeginum mínum 2008. Fyrir leikinn héldu flestir að Valur myndi taka þetta. Það var alltaf mikill rígur milli félaganna. Bæði lið voru sterk en Valsliðið var sterkara á pappírnum. Það skiptir ekki máli þegar komið er út í svona leik. Þetta er bara 50/50 leikur og dagsformið ræður þessu. Þetta er bara einn leikur og að duga eða drepast.“ Hólmfríður segir það vafalítið verða skrýtið að spila gegn sínu gamla liði en einnig skemmtilegt. „KR-liðið í dag er mjög breytt og ég held að ég hafi æft með tveimur stelpum úr öllum leikmannahópi liðsins í dag. Ég þekki því mjög lítið til KR-liðsins. Þetta er eiginlega algjörlega nýtt lið.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Reykjavíkurliðin KR og Valur mætast í úrslitaleik Valitor-bikars kvenna á Laugardalsvelli í dag. Flestir reikna með sigri Valskvenna, enda liðið með sterkari leikmenn og reyndara en ungt lið KR. Valur á titil að verja en liðið bar sigurorð af Stjörnunni í úrslitaleiknum í fyrra. Flestir eru sammála um að Valsliðið sé það best mannaða á Íslandi enda gerði liðið markmið sín opinber snemma í sumar. Liðið ætlaði að vinna báða titlana sem í boði voru en nú virðist Íslandsmeistaratitillinn runninn því úr greipum. „Þetta er önnur keppni. Við ætlum okkur að sjálfsögðu að vinna hana og við þurfum að klára okkar. Það er ekki bara um fyrsta sætið að keppa því Evrópusæti er líka í húfi. Við klárum allt með hógværð og gerum okkur grein fyrir því að það gerist ekkert af sjálfu sér," segir Gunnar Borgþórsson, þjálfari Vals. Pála Marie Einarsdóttir, varnarmaður Vals, er sammála. „Já, hinn er nánast kominn í Garðabæinn en þessi er ennþá í Reykjavík og við ætlum að skella honum á Hlíðarenda, þar sem hann á að vera." Reynslan mætir reynsluleysinuValur hefur oftast allra liða orðið bikarmeistari í kvennaflokki, alls ellefu sinnum. Flestir leikmenn liðsins hafa spilað áður í úrslitum og nokkrir eru hoknir af reynslu. Embla Grétarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir leika til að mynda í úrslitum í áttunda skipti. „Ég tel að það hjálpi hópnum. Sérstaklega af því að við erum með mjög blandaðan hóp. Margar ungar stelpur sem hafa ekki tekið þátt í þessu og hins vegar stelpur sem hafa spilað þessa leiki og kunna það. Vikan og undirbúningurinn er auðveldari fyrir vikið," segir Gunnar þjálfari Vals. KR-liðið er töluvert reynsluminna en Valsliðið. Nokkrir leikmenn liðsins hafa spilað úrslitaleiki sem þennan en aðrir munu spila sinn fyrsta leik á þjóðarleikvangnum. „Það er smá stress en ég er líka mjög spennt. Ég hef aldrei spilað áður á Laugardalsvelli þannig að þetta er stór stund," segir Berglind Bjarnadóttir miðjumaður KR. Liðin í ólíkum málum í deildinniStaða liðanna á Íslandsmótinu er gjörólík. Valskonur eru í öðru sæti og hafa aðeins tapað tveimur leikjum í sumar. Sigrar KR eru jafnmargir og liðið í bullandi fallbaráttu. Liðin mættust á Valsvelli í áttundu umferð Pepsi-deildar og þar vann Valur öruggan 3-1 sigur. Þá hefur Valur skorað tæplega þrisvar sinnum fleiri mörk en KR-liðið í deildinni en KR-ingar hafa verið í vandræðum sóknarlega. Liðið hefur aðeins skorað mark að meðaltali í leik í deildinni. Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari KR, segir leikinn stóra stund fyrir sína leikmenn. „Við lítum á það sem algjöran bónus að vera hérna. Það er engin pressa á okkur. Það setja allir sinn pening á Valsliðið þannig að við höfum engu að tapa. Við eigum bara von um góða skemmtun og góða stund. Það er það sem við ætlum að gera númer eitt, tvö og þrjú," segir Björgvin Karl. Hann segir Valsliðið gríðarlega sterkt, best mannaða kvennalið á Íslandi í langan tíma að hans mati. Það hafi þó sýnt sig að það geti tapað leikjum. „Þær eru búnar að tapa tveimur leikjum í sumar þannig að þær eru kannski ekki óvinnandi vígi. En þetta er gríðarlega sterkt lið sem er enn í smá baráttu við Stjörnuna um titilinn. Þetta verður afar erfitt," segir Björgvin. Lilja Dögg Valþórsdóttir, fyrirliði KR, þekkir vel til í herbúðum Vals en hún er uppalin hjá Hlíðarendastelpum. Hún segir ekki laust við að hún sé meira gíruð í leikinn vegna þess að mótherjinn er Valur. „Já, jafnvel. Mér finnst alltaf voðalega gaman að spila á móti Val og ekki verra að vinna þær. Ég spilaði náttúrulega fyrir Val á sínum tíma og þótt það sé orðið svolítið langt síðan það var er alltaf gaman að vinna sína gömlu félaga," segir Lilja. Flautað verður til leiks á Laugardalsvelli í dag klukkan 16. Þrenna Hólmfríðar í úrslitaleiknum 2008Valur og KR hafa þrívegis áður mæst í úrslitaleik bikarsins. Valur hefur unnið einu sinni og KR tvisvar. Liðin mættust síðast í úrslitum árið 2008 þegar KR vann stórsigur 4-0. Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður Vals, spilaði í svörtum og hvítum búningi KR í leiknum og skoraði þrennu. „Ég gleymi ekkert afmælisdeginum mínum 2008. Fyrir leikinn héldu flestir að Valur myndi taka þetta. Það var alltaf mikill rígur milli félaganna. Bæði lið voru sterk en Valsliðið var sterkara á pappírnum. Það skiptir ekki máli þegar komið er út í svona leik. Þetta er bara 50/50 leikur og dagsformið ræður þessu. Þetta er bara einn leikur og að duga eða drepast.“ Hólmfríður segir það vafalítið verða skrýtið að spila gegn sínu gamla liði en einnig skemmtilegt. „KR-liðið í dag er mjög breytt og ég held að ég hafi æft með tveimur stelpum úr öllum leikmannahópi liðsins í dag. Ég þekki því mjög lítið til KR-liðsins. Þetta er eiginlega algjörlega nýtt lið.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Íslenski boltinn United tilbúið að tapa miklu á Højlund Enski boltinn Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son Enski boltinn Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu Handbolti Fleiri fréttir Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Sjá meira
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn
Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Íslenski boltinn