Erkifjendurnir berjast um bikarinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. ágúst 2011 11:00 Það fór vel á með fyrirliðunum Lilju Dögg Valþórsdóttur úr KR og Málfríði Ernu Sigurðardóttur úr Val í vikunni. Aðeins önnur þeirra fær að handleika bikarinn að loknum leiknum í dag. Fréttablaðið/Daníel Reykjavíkurliðin KR og Valur mætast í úrslitaleik Valitor-bikars kvenna á Laugardalsvelli í dag. Flestir reikna með sigri Valskvenna, enda liðið með sterkari leikmenn og reyndara en ungt lið KR. Valur á titil að verja en liðið bar sigurorð af Stjörnunni í úrslitaleiknum í fyrra. Flestir eru sammála um að Valsliðið sé það best mannaða á Íslandi enda gerði liðið markmið sín opinber snemma í sumar. Liðið ætlaði að vinna báða titlana sem í boði voru en nú virðist Íslandsmeistaratitillinn runninn því úr greipum. „Þetta er önnur keppni. Við ætlum okkur að sjálfsögðu að vinna hana og við þurfum að klára okkar. Það er ekki bara um fyrsta sætið að keppa því Evrópusæti er líka í húfi. Við klárum allt með hógværð og gerum okkur grein fyrir því að það gerist ekkert af sjálfu sér," segir Gunnar Borgþórsson, þjálfari Vals. Pála Marie Einarsdóttir, varnarmaður Vals, er sammála. „Já, hinn er nánast kominn í Garðabæinn en þessi er ennþá í Reykjavík og við ætlum að skella honum á Hlíðarenda, þar sem hann á að vera." Reynslan mætir reynsluleysinuValur hefur oftast allra liða orðið bikarmeistari í kvennaflokki, alls ellefu sinnum. Flestir leikmenn liðsins hafa spilað áður í úrslitum og nokkrir eru hoknir af reynslu. Embla Grétarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir leika til að mynda í úrslitum í áttunda skipti. „Ég tel að það hjálpi hópnum. Sérstaklega af því að við erum með mjög blandaðan hóp. Margar ungar stelpur sem hafa ekki tekið þátt í þessu og hins vegar stelpur sem hafa spilað þessa leiki og kunna það. Vikan og undirbúningurinn er auðveldari fyrir vikið," segir Gunnar þjálfari Vals. KR-liðið er töluvert reynsluminna en Valsliðið. Nokkrir leikmenn liðsins hafa spilað úrslitaleiki sem þennan en aðrir munu spila sinn fyrsta leik á þjóðarleikvangnum. „Það er smá stress en ég er líka mjög spennt. Ég hef aldrei spilað áður á Laugardalsvelli þannig að þetta er stór stund," segir Berglind Bjarnadóttir miðjumaður KR. Liðin í ólíkum málum í deildinniStaða liðanna á Íslandsmótinu er gjörólík. Valskonur eru í öðru sæti og hafa aðeins tapað tveimur leikjum í sumar. Sigrar KR eru jafnmargir og liðið í bullandi fallbaráttu. Liðin mættust á Valsvelli í áttundu umferð Pepsi-deildar og þar vann Valur öruggan 3-1 sigur. Þá hefur Valur skorað tæplega þrisvar sinnum fleiri mörk en KR-liðið í deildinni en KR-ingar hafa verið í vandræðum sóknarlega. Liðið hefur aðeins skorað mark að meðaltali í leik í deildinni. Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari KR, segir leikinn stóra stund fyrir sína leikmenn. „Við lítum á það sem algjöran bónus að vera hérna. Það er engin pressa á okkur. Það setja allir sinn pening á Valsliðið þannig að við höfum engu að tapa. Við eigum bara von um góða skemmtun og góða stund. Það er það sem við ætlum að gera númer eitt, tvö og þrjú," segir Björgvin Karl. Hann segir Valsliðið gríðarlega sterkt, best mannaða kvennalið á Íslandi í langan tíma að hans mati. Það hafi þó sýnt sig að það geti tapað leikjum. „Þær eru búnar að tapa tveimur leikjum í sumar þannig að þær eru kannski ekki óvinnandi vígi. En þetta er gríðarlega sterkt lið sem er enn í smá baráttu við Stjörnuna um titilinn. Þetta verður afar erfitt," segir Björgvin. Lilja Dögg Valþórsdóttir, fyrirliði KR, þekkir vel til í herbúðum Vals en hún er uppalin hjá Hlíðarendastelpum. Hún segir ekki laust við að hún sé meira gíruð í leikinn vegna þess að mótherjinn er Valur. „Já, jafnvel. Mér finnst alltaf voðalega gaman að spila á móti Val og ekki verra að vinna þær. Ég spilaði náttúrulega fyrir Val á sínum tíma og þótt það sé orðið svolítið langt síðan það var er alltaf gaman að vinna sína gömlu félaga," segir Lilja. Flautað verður til leiks á Laugardalsvelli í dag klukkan 16. Þrenna Hólmfríðar í úrslitaleiknum 2008Valur og KR hafa þrívegis áður mæst í úrslitaleik bikarsins. Valur hefur unnið einu sinni og KR tvisvar. Liðin mættust síðast í úrslitum árið 2008 þegar KR vann stórsigur 4-0. Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður Vals, spilaði í svörtum og hvítum búningi KR í leiknum og skoraði þrennu. „Ég gleymi ekkert afmælisdeginum mínum 2008. Fyrir leikinn héldu flestir að Valur myndi taka þetta. Það var alltaf mikill rígur milli félaganna. Bæði lið voru sterk en Valsliðið var sterkara á pappírnum. Það skiptir ekki máli þegar komið er út í svona leik. Þetta er bara 50/50 leikur og dagsformið ræður þessu. Þetta er bara einn leikur og að duga eða drepast.“ Hólmfríður segir það vafalítið verða skrýtið að spila gegn sínu gamla liði en einnig skemmtilegt. „KR-liðið í dag er mjög breytt og ég held að ég hafi æft með tveimur stelpum úr öllum leikmannahópi liðsins í dag. Ég þekki því mjög lítið til KR-liðsins. Þetta er eiginlega algjörlega nýtt lið.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Sjá meira
Reykjavíkurliðin KR og Valur mætast í úrslitaleik Valitor-bikars kvenna á Laugardalsvelli í dag. Flestir reikna með sigri Valskvenna, enda liðið með sterkari leikmenn og reyndara en ungt lið KR. Valur á titil að verja en liðið bar sigurorð af Stjörnunni í úrslitaleiknum í fyrra. Flestir eru sammála um að Valsliðið sé það best mannaða á Íslandi enda gerði liðið markmið sín opinber snemma í sumar. Liðið ætlaði að vinna báða titlana sem í boði voru en nú virðist Íslandsmeistaratitillinn runninn því úr greipum. „Þetta er önnur keppni. Við ætlum okkur að sjálfsögðu að vinna hana og við þurfum að klára okkar. Það er ekki bara um fyrsta sætið að keppa því Evrópusæti er líka í húfi. Við klárum allt með hógværð og gerum okkur grein fyrir því að það gerist ekkert af sjálfu sér," segir Gunnar Borgþórsson, þjálfari Vals. Pála Marie Einarsdóttir, varnarmaður Vals, er sammála. „Já, hinn er nánast kominn í Garðabæinn en þessi er ennþá í Reykjavík og við ætlum að skella honum á Hlíðarenda, þar sem hann á að vera." Reynslan mætir reynsluleysinuValur hefur oftast allra liða orðið bikarmeistari í kvennaflokki, alls ellefu sinnum. Flestir leikmenn liðsins hafa spilað áður í úrslitum og nokkrir eru hoknir af reynslu. Embla Grétarsdóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir leika til að mynda í úrslitum í áttunda skipti. „Ég tel að það hjálpi hópnum. Sérstaklega af því að við erum með mjög blandaðan hóp. Margar ungar stelpur sem hafa ekki tekið þátt í þessu og hins vegar stelpur sem hafa spilað þessa leiki og kunna það. Vikan og undirbúningurinn er auðveldari fyrir vikið," segir Gunnar þjálfari Vals. KR-liðið er töluvert reynsluminna en Valsliðið. Nokkrir leikmenn liðsins hafa spilað úrslitaleiki sem þennan en aðrir munu spila sinn fyrsta leik á þjóðarleikvangnum. „Það er smá stress en ég er líka mjög spennt. Ég hef aldrei spilað áður á Laugardalsvelli þannig að þetta er stór stund," segir Berglind Bjarnadóttir miðjumaður KR. Liðin í ólíkum málum í deildinniStaða liðanna á Íslandsmótinu er gjörólík. Valskonur eru í öðru sæti og hafa aðeins tapað tveimur leikjum í sumar. Sigrar KR eru jafnmargir og liðið í bullandi fallbaráttu. Liðin mættust á Valsvelli í áttundu umferð Pepsi-deildar og þar vann Valur öruggan 3-1 sigur. Þá hefur Valur skorað tæplega þrisvar sinnum fleiri mörk en KR-liðið í deildinni en KR-ingar hafa verið í vandræðum sóknarlega. Liðið hefur aðeins skorað mark að meðaltali í leik í deildinni. Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari KR, segir leikinn stóra stund fyrir sína leikmenn. „Við lítum á það sem algjöran bónus að vera hérna. Það er engin pressa á okkur. Það setja allir sinn pening á Valsliðið þannig að við höfum engu að tapa. Við eigum bara von um góða skemmtun og góða stund. Það er það sem við ætlum að gera númer eitt, tvö og þrjú," segir Björgvin Karl. Hann segir Valsliðið gríðarlega sterkt, best mannaða kvennalið á Íslandi í langan tíma að hans mati. Það hafi þó sýnt sig að það geti tapað leikjum. „Þær eru búnar að tapa tveimur leikjum í sumar þannig að þær eru kannski ekki óvinnandi vígi. En þetta er gríðarlega sterkt lið sem er enn í smá baráttu við Stjörnuna um titilinn. Þetta verður afar erfitt," segir Björgvin. Lilja Dögg Valþórsdóttir, fyrirliði KR, þekkir vel til í herbúðum Vals en hún er uppalin hjá Hlíðarendastelpum. Hún segir ekki laust við að hún sé meira gíruð í leikinn vegna þess að mótherjinn er Valur. „Já, jafnvel. Mér finnst alltaf voðalega gaman að spila á móti Val og ekki verra að vinna þær. Ég spilaði náttúrulega fyrir Val á sínum tíma og þótt það sé orðið svolítið langt síðan það var er alltaf gaman að vinna sína gömlu félaga," segir Lilja. Flautað verður til leiks á Laugardalsvelli í dag klukkan 16. Þrenna Hólmfríðar í úrslitaleiknum 2008Valur og KR hafa þrívegis áður mæst í úrslitaleik bikarsins. Valur hefur unnið einu sinni og KR tvisvar. Liðin mættust síðast í úrslitum árið 2008 þegar KR vann stórsigur 4-0. Hólmfríður Magnúsdóttir, leikmaður Vals, spilaði í svörtum og hvítum búningi KR í leiknum og skoraði þrennu. „Ég gleymi ekkert afmælisdeginum mínum 2008. Fyrir leikinn héldu flestir að Valur myndi taka þetta. Það var alltaf mikill rígur milli félaganna. Bæði lið voru sterk en Valsliðið var sterkara á pappírnum. Það skiptir ekki máli þegar komið er út í svona leik. Þetta er bara 50/50 leikur og dagsformið ræður þessu. Þetta er bara einn leikur og að duga eða drepast.“ Hólmfríður segir það vafalítið verða skrýtið að spila gegn sínu gamla liði en einnig skemmtilegt. „KR-liðið í dag er mjög breytt og ég held að ég hafi æft með tveimur stelpum úr öllum leikmannahópi liðsins í dag. Ég þekki því mjög lítið til KR-liðsins. Þetta er eiginlega algjörlega nýtt lið.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan Íslenski boltinn Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Íslenski boltinn Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu Íslenski boltinn Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Íslenski boltinn „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Íslenski boltinn Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið Enski boltinn Missir Mbappé af Íslandsförinni? Fótbolti Uppgjör: FH - Þróttur 4-0 | Evrópusætið innan seilingar fyrir FH Fótbolti Sjáðu laugardagshasarinn í Bestu deild karla Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Brúnni og mörkin hjá Manchester United og Arsenal Fótbolti Fleiri fréttir Víkingur - FH | Tryggja Víkingar titilinn? Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Utan vallar: Er FH að endurtaka stærstu mistök í sögu félagsins? Úr klefaleysi og snjómokstri í að taka við landsliði eða Blikum? Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Sjá meira