Stjarnan og Valur unnu góða sigra - langþráður sigur Aftureldingar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. júlí 2011 21:08 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. Mynd/Stefán Stjarnan og Valur, toppliðin í Pepsi-deild kvenna, unnu bæði leiki sína á útivelli í kvöld og halda Stjörnukonur því áfram tveggja stiga forskoti á Val á toppnum. Stjarnan vann 4-1 sigur á Fylki í Árbænum þar sem fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði þrennu og Valur vann 6-0 sigur í Grindavík. Afturelding vann 3-0 sigur á KR í þriðja leik kvöldsins og hoppaði með því upp í sjöunda sæti. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom Stjörnunni yfir strax á fjórðu mínútu með skalla eftir hornspyrnu Soffíu Gunnarsdóttur og ellefu mínútum síðar skoraði Gunnhildur aftur eftir stoðsendingu frá Soffíu. Ashley Bares skoraði síðan þriðja markið tveimur mínútum síðar og Stjarnan var því komið í 3-0 eftir aðeins 17 mínútna leik. Gunnhildur innsiglaði þrennu sína 17 mínútur fyrir leikslok með skalla eftir hornspyrnu frá Ingu Birnu Friðjónsdóttur áður en Anna Björg Björnsdóttir minnkaði muninn. Valskonur komust aftur á sigurbraut með 6-0 stórsigri á botnliði Grindavíkur. Dagný Brynjarsdóttir opnaði markareikninginn eftir hálftíma leik og í framhaldinu skoraði Valsliðið þrjú mörk til viðbótar á næstu tíu mínútum. Eftir það voru úrslitin löngu ráðin en Valsliðið bætti við tveimur mörkum í seinni hálfleik. Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði tvö marka Vals. Afturelding sótti þrjú stig á KR-völlinn og vann þar sinn fyrsta deildarsigur síðan í maímánuði. Afturelding komst líka fyrir upp fyrir KR og upp í 7. sætið með þessum 3-0 sigri. Marcia Rosa Silva skoraði fyrsta markið og nýju stelpurnar í Mosfellsbænum, Anna Garðarsdóttir (beint úr aukaspyrnu) og Íris Dóra Snorradóttir skoruðu báðar í sínum fyrsta leik með liðinu.Úrslit og markaskorarar í Pepsi-deild kvenna í kvöld:Fylkir-Stjarnan 1-4 0-1 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (4.), 0-2 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (15.) 0-3 Ashley Bares (17.), 0-4 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (73.), 1-4 Anna Björg Björnsdóttir (78.)Grindavík-Valur 0-6 0-1 Dagný Brynjarsdóttir (30.), 0-2 Thelma Björk Einarsdóttir (33.), 0-3 Kristín Ýr Bjarnadóttir (37.), 0-4 Caitlin Miskel (39.), 0-5 Rakel Logadóttir (54.), 0-6 Kristín Ýr Bjarnadóttir (67.)KR-Afturelding 0-3 0-1 Marcia Rosa Silva (18.), 0-2 Anna Garðarsdóttir (26.), 0-3 Íris Dóra Snorradóttir (54.) Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af vefsíðunni fótbolti.net Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira
Stjarnan og Valur, toppliðin í Pepsi-deild kvenna, unnu bæði leiki sína á útivelli í kvöld og halda Stjörnukonur því áfram tveggja stiga forskoti á Val á toppnum. Stjarnan vann 4-1 sigur á Fylki í Árbænum þar sem fyrirliðinn Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir skoraði þrennu og Valur vann 6-0 sigur í Grindavík. Afturelding vann 3-0 sigur á KR í þriðja leik kvöldsins og hoppaði með því upp í sjöunda sæti. Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir kom Stjörnunni yfir strax á fjórðu mínútu með skalla eftir hornspyrnu Soffíu Gunnarsdóttur og ellefu mínútum síðar skoraði Gunnhildur aftur eftir stoðsendingu frá Soffíu. Ashley Bares skoraði síðan þriðja markið tveimur mínútum síðar og Stjarnan var því komið í 3-0 eftir aðeins 17 mínútna leik. Gunnhildur innsiglaði þrennu sína 17 mínútur fyrir leikslok með skalla eftir hornspyrnu frá Ingu Birnu Friðjónsdóttur áður en Anna Björg Björnsdóttir minnkaði muninn. Valskonur komust aftur á sigurbraut með 6-0 stórsigri á botnliði Grindavíkur. Dagný Brynjarsdóttir opnaði markareikninginn eftir hálftíma leik og í framhaldinu skoraði Valsliðið þrjú mörk til viðbótar á næstu tíu mínútum. Eftir það voru úrslitin löngu ráðin en Valsliðið bætti við tveimur mörkum í seinni hálfleik. Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði tvö marka Vals. Afturelding sótti þrjú stig á KR-völlinn og vann þar sinn fyrsta deildarsigur síðan í maímánuði. Afturelding komst líka fyrir upp fyrir KR og upp í 7. sætið með þessum 3-0 sigri. Marcia Rosa Silva skoraði fyrsta markið og nýju stelpurnar í Mosfellsbænum, Anna Garðarsdóttir (beint úr aukaspyrnu) og Íris Dóra Snorradóttir skoruðu báðar í sínum fyrsta leik með liðinu.Úrslit og markaskorarar í Pepsi-deild kvenna í kvöld:Fylkir-Stjarnan 1-4 0-1 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (4.), 0-2 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (15.) 0-3 Ashley Bares (17.), 0-4 Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir (73.), 1-4 Anna Björg Björnsdóttir (78.)Grindavík-Valur 0-6 0-1 Dagný Brynjarsdóttir (30.), 0-2 Thelma Björk Einarsdóttir (33.), 0-3 Kristín Ýr Bjarnadóttir (37.), 0-4 Caitlin Miskel (39.), 0-5 Rakel Logadóttir (54.), 0-6 Kristín Ýr Bjarnadóttir (67.)KR-Afturelding 0-3 0-1 Marcia Rosa Silva (18.), 0-2 Anna Garðarsdóttir (26.), 0-3 Íris Dóra Snorradóttir (54.) Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af vefsíðunni fótbolti.net
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn „Við erum ekki á góðum stað“ Íslenski boltinn „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Fótbolti Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Fleiri fréttir „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ Sjá meira