Hamfarir skekja Japan Guðsteinn Bjarnason, Óli Kristján Ármannsson, Þorgils Jónsson og og Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifa 12. mars 2011 00:00 Jarðskjálftinn og flóðbylgjan sem kom á eftir lagði stóra hluta landsins í rúst og því er gríðarleg uppbygging framundan. MYND/AP „Maður verður býsna lítill í sér þegar maður stendur frammi fyrir svona kröftum,“ sagði Stefán Lárus Stefánsson, sendiherra Íslands í Japan, í samtali við Fréttablaðið eftir að gríðaröflugur jarðskjálfti reið yfir landið. Talið er að á annað þúsund manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum og ógnarmikilli flóðbylgju sem fylgdi honum. Flóðið eirði engu þar sem það var sem öflugast, í borginni Sendai og nágrenni hennar. Tuga þúsunda er enn saknað. Hætta skapaðist við kjarnorkuver um 300 kílómetra norður af Tókýó, þar sem yfirvöld, í samstarfi við bandaríska herliðið í landinu, kepptust við að halda kjarnakljúfi gangandi. Mikið reið á að halda kælikerfi kjarnakljúfsins starfandi til að koma í veg fyrir mengunarslys. Alls voru 55 Íslendingar í Japan þegar skjálftinn reið yfir, samkvæmt lista utanríkisráðuneytisins. Þegar blaðið fór í prentun var búið að hafa samband við flesta og var enginn þeirra í hættu. Skjálftinn var 8,9 stig á Richterkvarða og átti upptök sín skammt út af austurströnd landsins. Vísindamenn segja að þetta sé sjöundi öflugasti jarðskjálfti sögunnar og var hann nærri 8.000 sinnum kröftugri en sá sem skók Christchurch í Nýja Sjálandi á dögunum. Fjölmargir eftirskjálftar riðu yfir landið í nótt, sá öflugasti var 6,5 á Richterkvarða. Sjá síður 4, 6 & 8 í Fréttablaðinu í dag. Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
„Maður verður býsna lítill í sér þegar maður stendur frammi fyrir svona kröftum,“ sagði Stefán Lárus Stefánsson, sendiherra Íslands í Japan, í samtali við Fréttablaðið eftir að gríðaröflugur jarðskjálfti reið yfir landið. Talið er að á annað þúsund manns hafi látið lífið í jarðskjálftanum og ógnarmikilli flóðbylgju sem fylgdi honum. Flóðið eirði engu þar sem það var sem öflugast, í borginni Sendai og nágrenni hennar. Tuga þúsunda er enn saknað. Hætta skapaðist við kjarnorkuver um 300 kílómetra norður af Tókýó, þar sem yfirvöld, í samstarfi við bandaríska herliðið í landinu, kepptust við að halda kjarnakljúfi gangandi. Mikið reið á að halda kælikerfi kjarnakljúfsins starfandi til að koma í veg fyrir mengunarslys. Alls voru 55 Íslendingar í Japan þegar skjálftinn reið yfir, samkvæmt lista utanríkisráðuneytisins. Þegar blaðið fór í prentun var búið að hafa samband við flesta og var enginn þeirra í hættu. Skjálftinn var 8,9 stig á Richterkvarða og átti upptök sín skammt út af austurströnd landsins. Vísindamenn segja að þetta sé sjöundi öflugasti jarðskjálfti sögunnar og var hann nærri 8.000 sinnum kröftugri en sá sem skók Christchurch í Nýja Sjálandi á dögunum. Fjölmargir eftirskjálftar riðu yfir landið í nótt, sá öflugasti var 6,5 á Richterkvarða. Sjá síður 4, 6 & 8 í Fréttablaðinu í dag.
Mest lesið Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Innlent Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira