Hvað myndu Guðjón Þórðarson og Bjarnólfur Lárusson gera við Tevez? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2011 22:30 Framkoma Carlos Tevez á Allianz Arena í Munchen í gær hefur vakið mikla athygli bæði erlendis sem og hér heima. Carlos Tevez, sem fær 37 milljónir íslenskra króna í vikulaun, neitaði þá að koma inn á í 2-0 tapi Manchester City á móti Bayern München í Meistaradeildinni. Hans Steinar Bjarnason, íþróttafréttamaður á Stöð 2, hitti tvo harða íslenska þjálfara í dag, Guðjón Þórðarson og Bjarnólf Lárusson, og spurði þá hvað þeir myndu gera við Carlos Tevez ef þær væru í sporum Roberto Mancini. „Sagan liggur kannski ekki öll fyrir því það er ágreiningur um hvað gerðist. Mancini segir að Tevez hafi neitað að fara inn á völlinn en Tevez segir að hann hafi aldrei neitað að fara inn á. Það er því greinilega einhver ágreiningur þarna uppi," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari 1. deildarliðs BÍ/Bolungarvíkur og fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins. „Ég held samt að Mancini viti það alveg þegar leikmaður neitar að fara inn á. Það er grafalvarlegt mál ef leikmaður neitar að taka þátt í leiknum og vinna vinnuna sína, sama á hvaða launum hann er," sagði Guðjón. „Þetta virðist vera smitandi þessa dagana," sagði Bjarnólfur Lárusson, þjálfari Víkinga í léttum tón aðspurður um hvað hann myndi gera þar sem hann væri nýbúinn að taka á agamálum í Víkingsliðinu. „Það er engin önnur leið fyrir Roberto Mancini en að láta hann fara eftir þessa uppákomu. Það er með ólíkingum hvernig maður með 150 milljónir í mánaðarlaun geti hagað sér svona. Menn verða fljótir að grafa undan Mancini ef hann tekur ekki á þessu máli af festu," sagði Bjarnólfur. „Ég myndi taka mjög fast á manninum, það er alveg ljóst. Kannski er Tevez með leikrit í gangi til að reyna að komast í burtu og hann virðist ekki vera trúr klúbbnum. Það er mjög alvarlegt ef menn haga sér með þessum hætti en þeir verða líka að hugsa um að þetta er dýr fjárfesting. Þeir verða að fá eitthvað fyrir skemmda eplið því það er greinilega að hann er ekki að vinna með liðsheildinni," sagði Guðjón. Bjarnólfur hefur ekki áhyggjur af því að Manchester City geti ekki selt Carlos Tevez. „Nú þarf bara viðskiptaliðið í kringum klúbbinn að finna aðila sem tilbúinn að kaupa Tevez og borga honum þessi laun. Það verður ekki vandamál Mancini og þeir leysa örugglega nokkuð auðveldlega úr því," sagði Bjarnólfur en veit hann um mörg svona agamál úr boltanum? „Það koma endalaust upp einhver mál í boltanum þótt að þetta sé ótrúlega skrýtið mál enda menn að neita að fara inn á í Meistaradeildinni í einhverju mótmælaskyni. Það er því þeim mun mikilvægara fyrir þjálfarann að taka á þessu af mikilli festu," sagði Bjarnólfur en hvað gerist ef að eigendur þvinga Mancini til að nota Tevex áfram? „Þá fer bara Mancini því það er alveg ljóst að menn verða að standa á sínum prinsippum. Ef menn ætla að hafa aga í klúbbnum þá eiga þeir enga leið til baka ef þeir taka ekki á svona máli. Þetta verður alveg skýrt hjá Mancini," sagði Bjarnólfur en það má sjá bæði viðtölin við þá Guðjón og Bjarnólf með því að smella hér fyrir ofan. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Sjá meira
Framkoma Carlos Tevez á Allianz Arena í Munchen í gær hefur vakið mikla athygli bæði erlendis sem og hér heima. Carlos Tevez, sem fær 37 milljónir íslenskra króna í vikulaun, neitaði þá að koma inn á í 2-0 tapi Manchester City á móti Bayern München í Meistaradeildinni. Hans Steinar Bjarnason, íþróttafréttamaður á Stöð 2, hitti tvo harða íslenska þjálfara í dag, Guðjón Þórðarson og Bjarnólf Lárusson, og spurði þá hvað þeir myndu gera við Carlos Tevez ef þær væru í sporum Roberto Mancini. „Sagan liggur kannski ekki öll fyrir því það er ágreiningur um hvað gerðist. Mancini segir að Tevez hafi neitað að fara inn á völlinn en Tevez segir að hann hafi aldrei neitað að fara inn á. Það er því greinilega einhver ágreiningur þarna uppi," sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari 1. deildarliðs BÍ/Bolungarvíkur og fyrrum þjálfari íslenska landsliðsins. „Ég held samt að Mancini viti það alveg þegar leikmaður neitar að fara inn á. Það er grafalvarlegt mál ef leikmaður neitar að taka þátt í leiknum og vinna vinnuna sína, sama á hvaða launum hann er," sagði Guðjón. „Þetta virðist vera smitandi þessa dagana," sagði Bjarnólfur Lárusson, þjálfari Víkinga í léttum tón aðspurður um hvað hann myndi gera þar sem hann væri nýbúinn að taka á agamálum í Víkingsliðinu. „Það er engin önnur leið fyrir Roberto Mancini en að láta hann fara eftir þessa uppákomu. Það er með ólíkingum hvernig maður með 150 milljónir í mánaðarlaun geti hagað sér svona. Menn verða fljótir að grafa undan Mancini ef hann tekur ekki á þessu máli af festu," sagði Bjarnólfur. „Ég myndi taka mjög fast á manninum, það er alveg ljóst. Kannski er Tevez með leikrit í gangi til að reyna að komast í burtu og hann virðist ekki vera trúr klúbbnum. Það er mjög alvarlegt ef menn haga sér með þessum hætti en þeir verða líka að hugsa um að þetta er dýr fjárfesting. Þeir verða að fá eitthvað fyrir skemmda eplið því það er greinilega að hann er ekki að vinna með liðsheildinni," sagði Guðjón. Bjarnólfur hefur ekki áhyggjur af því að Manchester City geti ekki selt Carlos Tevez. „Nú þarf bara viðskiptaliðið í kringum klúbbinn að finna aðila sem tilbúinn að kaupa Tevez og borga honum þessi laun. Það verður ekki vandamál Mancini og þeir leysa örugglega nokkuð auðveldlega úr því," sagði Bjarnólfur en veit hann um mörg svona agamál úr boltanum? „Það koma endalaust upp einhver mál í boltanum þótt að þetta sé ótrúlega skrýtið mál enda menn að neita að fara inn á í Meistaradeildinni í einhverju mótmælaskyni. Það er því þeim mun mikilvægara fyrir þjálfarann að taka á þessu af mikilli festu," sagði Bjarnólfur en hvað gerist ef að eigendur þvinga Mancini til að nota Tevex áfram? „Þá fer bara Mancini því það er alveg ljóst að menn verða að standa á sínum prinsippum. Ef menn ætla að hafa aga í klúbbnum þá eiga þeir enga leið til baka ef þeir taka ekki á svona máli. Þetta verður alveg skýrt hjá Mancini," sagði Bjarnólfur en það má sjá bæði viðtölin við þá Guðjón og Bjarnólf með því að smella hér fyrir ofan.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Sjá meira