Innlent

Séra Karl situr áfram - þykir leitt að hafa brugðist "væntingum"

"Okkar besta er oft ekki nóg," sagði séra Karl Sigurbjörnsson í ræðu sinni á kirkjuþingi
"Okkar besta er oft ekki nóg," sagði séra Karl Sigurbjörnsson í ræðu sinni á kirkjuþingi Mynd GVA
Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, ætlar ekki á kirkjuþingi að ræða um einstök mál sem rannsóknarnefnd kirkjuþings setur út á. Samkvæmt skýrslu nefndarinnar gerði séra Karl margs konar mistök þegar séra Ólafur Skúlason, fyrrverandi biskup, var sakaður um kynferðislega áreitni.

Séra Karl endurtók fyrri afsökunarbeiðni til þeirra kvenna sem séra Ólafur áreitti, og sagði að sér þætti leitt að hann hefði „brugðist væntingum þeirra."

Þetta kom fram í ræðu séra Karls á kirkjuþingi fyrir stundu. Í ræðunni sagði hann ekkert um að víkja af kirkjuþingi þar sem ákvörðun verður tekin um viðbrögð kirkjunnar við skýrslunni, og talaði hann heldur ekkert um að víkja sem biskup.

Tveir prestar viku sæti af kirkjuþingi vegna tengsla við séra Ólaf, en séra Karl vann náið með honum þegar ásakanir komu upp. Nokkrir prestar hafa þegar stigið fram og sagt að þeim fyndist ekki annað hægt en að séra Karl víki af kirkjuþingi. Aðrir hafa viðrað þá skoðun að honum sé ekki lengur sætt sem biskup vegna þeirra mistaka sem hann gerði í máli Ólafs.

Í ræðunni sagði séra Karl að kynferðisbrot yrðu ekki liðin innan kirkjunnar. „Við viljum læra af mistökum," sagði hann. Hann þakkaði fulltrúum í rannsóknarnefndinni fyrir skýrsluna og sagði hana gagnast kirkjunni vel í sjálfskoðun.

Séra Karl sagðist aldrei hafa haft uppi ásetning um að þagga niður ásakanir á hendur séra Ólafi um kynferðislega áreitni.

„Okkar besta er oft ekki nóg," sagði hann um viðbrögðin á sínum tíma.

Þá sagði séra Karl að „mörg okkar" hefðu ekki verið undir það búin að „slíkir hlutir gætu gerst." Hann sagði að „við" hefðum reynt að gera rétt og vildi óska að „okkur" hefði tekist betur upp.

Að sögn Karls var ekki auðvelt að sitja frammi fyrir rannsóknarnefndinni og ræða um liðna atburði. „Ég hef oft staðið frammi fyrir rannsóknarnefnd eigin samvisku," sagði hann og að vegna þess hafi hann átt andvökunætur.

Þingsályktunartillaga kirkjuþings var lögð fram áður en séra Karl tók til máls, og þar var lagt til að konurnar sem séra Ólafur áreitti yrðu beðnar afsökunar. Tók séra Karl undir það.

Þá sagði séra Karl að honum fyndist kirkjan almennt of svifasein í að takast á við atburði sem þessa, og að móta þurfi sterkari stefnu.

Ekki er ljóst hvort séra Karl ræðir við fjölmiðlafólk á kirkjuþinginu eða eftir það.

Á dagskrá þingsins er nú að vinna frekar með viðbrögð þess við skýrslunni.


Tengdar fréttir

Karl gerði mistök í máli Guðrúnar Ebbu

Rannsóknarnefnd Kirkjuþings kemst meðal annars að þeirri niðurstöðu að Karl Sigurbjörnsson biskup hafi orðið á mistök sem forseti kirkjuráðs varðandi úrlausn mála Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur varðandi erindi sem hún sendi í mars 2009 vegna meintra kynferðisbrota föður síns, Ólafs Skúlasonar.

Biskupsritari Ólafs Skúlasonar segir sig frá kirkjuþingi

"Ég hef sagt mig frá Kirkjuþinginu á morgun, þriðjudag. Ég tel að viðbrögð þess verði trúverðugri því færri sem þar eru sem komu við sögu,“ segir Baldur Kristjánsson, sóknarprestur í Ölfusi og fyrrum biskupsritari Ólafs Skúlasonar. Hann biður Sigrúnu Pálínu Ingvarsdóttur, Dagbjörtu Guðmundsdóttur og Stefaníu Þorgrímsdóttur fyrirgefningar.

Biskup mættur á kirkjuþing

Séra Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, mun í fyrsta sinn ræða um rannsóknarskýrslu kirkjuþings á þinginu sem hefst nú klukkan níu. Fyrst á dagskránni er helgistund, síðan sér Pétur Kr. Hafstein, forseti kirkjuþings, um forlega setningu þingsins. Því næst flytur forsætisnefnd þingsins tillögu til þingsályktunar um niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar. Kirkjuþingið fer fram í Grensáskirkju og er eiginkona séra Karls meðal gesta. Eins og komið hefur fram hafa tveir fulltrúar sagt sig frá þingsetu, annars vegar séra Baldur Kristjánsson sem starfaði náið með séra Ólafi Skúlasyni í biskupstíð hans, og síðan sonur séra Ólafs, séra Skúli Sigurður Ólafsson, vegna fjölskyldutengsla. Nokkur óánægja hefur verið meðal presta um að séra Karl hafi ekki sagt sig frá þingsetu, en þar verður tekin ákvörðun um viðbrögð við skýrslunni. Þingið er öllum opið.

Vilja biskup burt af kirkjuþingi

Óánægja er meðal presta vegna setu Karl Sigurbjörnssonar, biskups Íslands, á Kirkjuþingi sem hefst á morgun. Tveir prestar hafa sagt sig frá þinginu vegna tengsla við mál Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Annar þeirra er sonur Ólafs.

Boltinn hjá biskupi

Sigríður Guðmarsdóttir, sóknarprestur í Grafarholtsprestakalli, segir skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings vandaða og því beri að fagna. Niðurstöðurnar séu skýrar og nú sé boltinn hjá séra Karli Sigurbjörnssyni, biskupi, og öðrum sem fjallað er um í skýrslunni. Af þeim sökum vill hún ekki segja til um hvort Karl eigi að víkja sem biskup líkt og Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, fórnarlamb séra Ólafs Skúlasonar, hefur kallað eftir.

Ræðu biskups beðið

Mikil eftirvænting ríkir eftir ræðu Karls Sigurbjörnssonar, biskups, á kirkjuþingi á morgun þegar hann tjáir sig í fyrsta sinn um skýrslu rannsóknarnefndar þjóðkirkjunnar þar sem farið er fyrir biskupsmálið svokallaða og viðbrögð kirkjunnar tilgreind. Viðmælendur fréttastofu úr hópi presta segja að búast megi við uppgjöri.

Biskup rýfur þögnina

Karl Sigurbjörnsson, biskup, tjáir sig á eftir í fyrsta sinn um skýrslu rannsóknarnefndar þjóðkirkjunnar þar sem farið er fyrir biskupsmálið svokallaða og viðbrögð kirkjunnar tilgreind. Karl mun ávarpa kirkjuþing en það verður sett klukkan níu í Grensáskirkju.

Orð gegn orði um yfirlýsinguna

Þjóðkirkjan Rannsóknarnefnd kirkjuþings telur sig ekki geta skorið úr um það sem fram fór á fundi Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur með þeim Karli Sigurbjörnssyni, núverandi biskupi, og Hjálmari Jónssyni, núverandi dómkirkjupresti, í Hallgrímskirkju þann 3. mars 1996 sökum þess að orð standi þar gegn orði.

Sigrún Pálína vill að Karl víki sem biskup

Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, fórnarlamb Ólafs Skúlasonar, lítur ekki á niðurstöður skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings sem gleðitíðindi. Hún segist hafa beðið eftir þessari niðurstöðu í yfir þrjátíu ár og sorglegt sé að núverandi biskup skuli ekki taka ábyrgð á gjörðum sínum.

Séra Karl Sigurbjörnsson tjáir sig ekki

Biskup Íslands, séra Karl Sigurbjörnsson, ætlar ekki að tjá sig um skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings fyrr en eftir fjóra daga. Fréttastofa óskaði eftir viðtali við Karl í ljósi þess að í skýrslunni kemur fram að hann hafi brugðist á margan hátt og gert mistök þegar biskupsmálið svokallaða kom upp árið 1996 þegar séra Ólafur Skúlason, þáverandi biskup, var sakaður um kynferðisbrot. Þá kemst nefndin að þeirri niðurstöðu að viðbrögð presta og annarra starfsmanna kirkjunnar þegar málið kom upp hafi einkennst af ráðaleysi og skorti á faglegum og vönduðum vinnubrögðum. Kirkjuþing verður haldið á þriðjudag og munu kirkjunnar menn ekki tjá sig um skýrsluna fyrr en þá. Uppgefin rök eru þau að skýrslan hafi fyrst verið birt í morgun og að menn þurfi tíma til að fara yfir hana.

Vanræktu að skrá bréf um kynferðisbrot

Bréf Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur um kynferðisbrot föður hennar var ekki skráð í skjalaskrá Biskupsstofu Íslands fyrir en einu og hálfu eftir að hún sendi bréfið. Karl Sigurbjörnsson biskup sagði við rannsóknarnefnd Kirkjuþings að í bréfinu væru alvarlegar ásakanir gagnvart látnum manni.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×