Vilja biskup burt af kirkjuþingi 13. júní 2011 18:47 Óánægja er meðal presta vegna setu Karl Sigurbjörnssonar, biskups Íslands, á Kirkjuþingi sem hefst á morgun. Tveir prestar hafa sagt sig frá þinginu vegna tengsla við mál Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Annar þeirra er sonur Ólafs. Kirkjuþingið sem hefst á morgun er eingöngu kallað saman til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings. Nú þegar hafa tveir prestar sagt sig frá þinginu vegna tengsla við málið. Í yfirlýsingunni frá Baldri Kristjánsson, sóknarpresti í Ölfusi segist hann hafa sagt sig frá kirkjuþinginu þar sem hann telji viðbrögð þess verða trúverðugri eftir því sem færri sitji þingið sem áttu aðild að málinu á sínum tíma. Hann biður jafnframt fórnarlömb Ólafs Skúlasonar fyrirgefningar á hlut sínum í málinu. Baldur var ávíttur í skýrslunni fyrir að hafa ekki vikið af fundum stjórnar Prestafélags Íslands þegar mál Ólafs Skúlasonar voru þar til umræðu en Baldur var á þessum tíma embættismaður innan kirkjunnar og sagður hafa haft of náin tengsl við yfirmann sinn, biskup Ólaf Skúlason.Sonur Ólafs situr ekki kirkjuþingið „Ég var hluti af því kirkjubatteríi sem var til staðar, þó ég væri embættismaður en ekki prestur, þá var ég hluti af þessu batteríi og skammast mín fyrir það," segir Baldur. Fleiri hafa sagt sig frá kirkjuþingi vegna tengsla við málið. Kristín Þórunn Tómasdóttir í Kjalarnesprófastdæmi mun taka sæti fyrir Skúla Sigurð Ólafsson, son Ólafs Skúlasonar, sem hyggst ekki sitja á þinginu sökum fjölskyldutengsla.Dónaskapur gagnvart þjóðinni En einn maður, sem oft kemur fyrir í skýrslunni efast ekki um hæfi sitt til að sitja á kirkjuþinginu. Karl Sigurbjörnsson er ekki kosinn á kirkjuþingið en hefur þar málfrelsi og tillögurétt. Prestur sem fréttastofa rædi við sagði setu Karls á þinginu vera dónaskap gagnvart þjóðinni. Í rannsóknarskýrslunni er Karl meðal annars gagnrýndur fyrir að hafa stungið bréfi Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, dóttur fyrrverandi biskups, undir stól og ekki skráð það í skjalaskrá Biskupsstofu Íslands fyrr en einu og hálfu ári eftir að hún sendi bréfið, þar sem hún óskaði eftir fundi vegna kynferðisbrota föður síns. Þá telur rannsóknarnefndin að kirkjuráð hafi brotið landslög árið 1996 þegar það lýsti yfir stuðningi við Ólaf Skúlason, þáverandi biskup, vegna ásakanna um kynferðisbrot en í kirkjuráði sat þá Karl Sigurbjörnsson. Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, ein af fórnarlömbum Ólafs, sagði í fréttum okkar á dögunum það vera sorglegt að Karl axli ekki ábyrgð á gjörðum sínum. Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira
Óánægja er meðal presta vegna setu Karl Sigurbjörnssonar, biskups Íslands, á Kirkjuþingi sem hefst á morgun. Tveir prestar hafa sagt sig frá þinginu vegna tengsla við mál Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Annar þeirra er sonur Ólafs. Kirkjuþingið sem hefst á morgun er eingöngu kallað saman til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings. Nú þegar hafa tveir prestar sagt sig frá þinginu vegna tengsla við málið. Í yfirlýsingunni frá Baldri Kristjánsson, sóknarpresti í Ölfusi segist hann hafa sagt sig frá kirkjuþinginu þar sem hann telji viðbrögð þess verða trúverðugri eftir því sem færri sitji þingið sem áttu aðild að málinu á sínum tíma. Hann biður jafnframt fórnarlömb Ólafs Skúlasonar fyrirgefningar á hlut sínum í málinu. Baldur var ávíttur í skýrslunni fyrir að hafa ekki vikið af fundum stjórnar Prestafélags Íslands þegar mál Ólafs Skúlasonar voru þar til umræðu en Baldur var á þessum tíma embættismaður innan kirkjunnar og sagður hafa haft of náin tengsl við yfirmann sinn, biskup Ólaf Skúlason.Sonur Ólafs situr ekki kirkjuþingið „Ég var hluti af því kirkjubatteríi sem var til staðar, þó ég væri embættismaður en ekki prestur, þá var ég hluti af þessu batteríi og skammast mín fyrir það," segir Baldur. Fleiri hafa sagt sig frá kirkjuþingi vegna tengsla við málið. Kristín Þórunn Tómasdóttir í Kjalarnesprófastdæmi mun taka sæti fyrir Skúla Sigurð Ólafsson, son Ólafs Skúlasonar, sem hyggst ekki sitja á þinginu sökum fjölskyldutengsla.Dónaskapur gagnvart þjóðinni En einn maður, sem oft kemur fyrir í skýrslunni efast ekki um hæfi sitt til að sitja á kirkjuþinginu. Karl Sigurbjörnsson er ekki kosinn á kirkjuþingið en hefur þar málfrelsi og tillögurétt. Prestur sem fréttastofa rædi við sagði setu Karls á þinginu vera dónaskap gagnvart þjóðinni. Í rannsóknarskýrslunni er Karl meðal annars gagnrýndur fyrir að hafa stungið bréfi Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, dóttur fyrrverandi biskups, undir stól og ekki skráð það í skjalaskrá Biskupsstofu Íslands fyrr en einu og hálfu ári eftir að hún sendi bréfið, þar sem hún óskaði eftir fundi vegna kynferðisbrota föður síns. Þá telur rannsóknarnefndin að kirkjuráð hafi brotið landslög árið 1996 þegar það lýsti yfir stuðningi við Ólaf Skúlason, þáverandi biskup, vegna ásakanna um kynferðisbrot en í kirkjuráði sat þá Karl Sigurbjörnsson. Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, ein af fórnarlömbum Ólafs, sagði í fréttum okkar á dögunum það vera sorglegt að Karl axli ekki ábyrgð á gjörðum sínum.
Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Fleiri fréttir Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Sjá meira