Vilja biskup burt af kirkjuþingi 13. júní 2011 18:47 Óánægja er meðal presta vegna setu Karl Sigurbjörnssonar, biskups Íslands, á Kirkjuþingi sem hefst á morgun. Tveir prestar hafa sagt sig frá þinginu vegna tengsla við mál Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Annar þeirra er sonur Ólafs. Kirkjuþingið sem hefst á morgun er eingöngu kallað saman til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings. Nú þegar hafa tveir prestar sagt sig frá þinginu vegna tengsla við málið. Í yfirlýsingunni frá Baldri Kristjánsson, sóknarpresti í Ölfusi segist hann hafa sagt sig frá kirkjuþinginu þar sem hann telji viðbrögð þess verða trúverðugri eftir því sem færri sitji þingið sem áttu aðild að málinu á sínum tíma. Hann biður jafnframt fórnarlömb Ólafs Skúlasonar fyrirgefningar á hlut sínum í málinu. Baldur var ávíttur í skýrslunni fyrir að hafa ekki vikið af fundum stjórnar Prestafélags Íslands þegar mál Ólafs Skúlasonar voru þar til umræðu en Baldur var á þessum tíma embættismaður innan kirkjunnar og sagður hafa haft of náin tengsl við yfirmann sinn, biskup Ólaf Skúlason.Sonur Ólafs situr ekki kirkjuþingið „Ég var hluti af því kirkjubatteríi sem var til staðar, þó ég væri embættismaður en ekki prestur, þá var ég hluti af þessu batteríi og skammast mín fyrir það," segir Baldur. Fleiri hafa sagt sig frá kirkjuþingi vegna tengsla við málið. Kristín Þórunn Tómasdóttir í Kjalarnesprófastdæmi mun taka sæti fyrir Skúla Sigurð Ólafsson, son Ólafs Skúlasonar, sem hyggst ekki sitja á þinginu sökum fjölskyldutengsla.Dónaskapur gagnvart þjóðinni En einn maður, sem oft kemur fyrir í skýrslunni efast ekki um hæfi sitt til að sitja á kirkjuþinginu. Karl Sigurbjörnsson er ekki kosinn á kirkjuþingið en hefur þar málfrelsi og tillögurétt. Prestur sem fréttastofa rædi við sagði setu Karls á þinginu vera dónaskap gagnvart þjóðinni. Í rannsóknarskýrslunni er Karl meðal annars gagnrýndur fyrir að hafa stungið bréfi Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, dóttur fyrrverandi biskups, undir stól og ekki skráð það í skjalaskrá Biskupsstofu Íslands fyrr en einu og hálfu ári eftir að hún sendi bréfið, þar sem hún óskaði eftir fundi vegna kynferðisbrota föður síns. Þá telur rannsóknarnefndin að kirkjuráð hafi brotið landslög árið 1996 þegar það lýsti yfir stuðningi við Ólaf Skúlason, þáverandi biskup, vegna ásakanna um kynferðisbrot en í kirkjuráði sat þá Karl Sigurbjörnsson. Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, ein af fórnarlömbum Ólafs, sagði í fréttum okkar á dögunum það vera sorglegt að Karl axli ekki ábyrgð á gjörðum sínum. Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira
Óánægja er meðal presta vegna setu Karl Sigurbjörnssonar, biskups Íslands, á Kirkjuþingi sem hefst á morgun. Tveir prestar hafa sagt sig frá þinginu vegna tengsla við mál Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Annar þeirra er sonur Ólafs. Kirkjuþingið sem hefst á morgun er eingöngu kallað saman til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings. Nú þegar hafa tveir prestar sagt sig frá þinginu vegna tengsla við málið. Í yfirlýsingunni frá Baldri Kristjánsson, sóknarpresti í Ölfusi segist hann hafa sagt sig frá kirkjuþinginu þar sem hann telji viðbrögð þess verða trúverðugri eftir því sem færri sitji þingið sem áttu aðild að málinu á sínum tíma. Hann biður jafnframt fórnarlömb Ólafs Skúlasonar fyrirgefningar á hlut sínum í málinu. Baldur var ávíttur í skýrslunni fyrir að hafa ekki vikið af fundum stjórnar Prestafélags Íslands þegar mál Ólafs Skúlasonar voru þar til umræðu en Baldur var á þessum tíma embættismaður innan kirkjunnar og sagður hafa haft of náin tengsl við yfirmann sinn, biskup Ólaf Skúlason.Sonur Ólafs situr ekki kirkjuþingið „Ég var hluti af því kirkjubatteríi sem var til staðar, þó ég væri embættismaður en ekki prestur, þá var ég hluti af þessu batteríi og skammast mín fyrir það," segir Baldur. Fleiri hafa sagt sig frá kirkjuþingi vegna tengsla við málið. Kristín Þórunn Tómasdóttir í Kjalarnesprófastdæmi mun taka sæti fyrir Skúla Sigurð Ólafsson, son Ólafs Skúlasonar, sem hyggst ekki sitja á þinginu sökum fjölskyldutengsla.Dónaskapur gagnvart þjóðinni En einn maður, sem oft kemur fyrir í skýrslunni efast ekki um hæfi sitt til að sitja á kirkjuþinginu. Karl Sigurbjörnsson er ekki kosinn á kirkjuþingið en hefur þar málfrelsi og tillögurétt. Prestur sem fréttastofa rædi við sagði setu Karls á þinginu vera dónaskap gagnvart þjóðinni. Í rannsóknarskýrslunni er Karl meðal annars gagnrýndur fyrir að hafa stungið bréfi Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, dóttur fyrrverandi biskups, undir stól og ekki skráð það í skjalaskrá Biskupsstofu Íslands fyrr en einu og hálfu ári eftir að hún sendi bréfið, þar sem hún óskaði eftir fundi vegna kynferðisbrota föður síns. Þá telur rannsóknarnefndin að kirkjuráð hafi brotið landslög árið 1996 þegar það lýsti yfir stuðningi við Ólaf Skúlason, þáverandi biskup, vegna ásakanna um kynferðisbrot en í kirkjuráði sat þá Karl Sigurbjörnsson. Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, ein af fórnarlömbum Ólafs, sagði í fréttum okkar á dögunum það vera sorglegt að Karl axli ekki ábyrgð á gjörðum sínum.
Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Innlent Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Innlent Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Fleiri fréttir Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Til vandræða á bar og vopnaður hnífi „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Sjá meira