Vilja biskup burt af kirkjuþingi 13. júní 2011 18:47 Óánægja er meðal presta vegna setu Karl Sigurbjörnssonar, biskups Íslands, á Kirkjuþingi sem hefst á morgun. Tveir prestar hafa sagt sig frá þinginu vegna tengsla við mál Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Annar þeirra er sonur Ólafs. Kirkjuþingið sem hefst á morgun er eingöngu kallað saman til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings. Nú þegar hafa tveir prestar sagt sig frá þinginu vegna tengsla við málið. Í yfirlýsingunni frá Baldri Kristjánsson, sóknarpresti í Ölfusi segist hann hafa sagt sig frá kirkjuþinginu þar sem hann telji viðbrögð þess verða trúverðugri eftir því sem færri sitji þingið sem áttu aðild að málinu á sínum tíma. Hann biður jafnframt fórnarlömb Ólafs Skúlasonar fyrirgefningar á hlut sínum í málinu. Baldur var ávíttur í skýrslunni fyrir að hafa ekki vikið af fundum stjórnar Prestafélags Íslands þegar mál Ólafs Skúlasonar voru þar til umræðu en Baldur var á þessum tíma embættismaður innan kirkjunnar og sagður hafa haft of náin tengsl við yfirmann sinn, biskup Ólaf Skúlason.Sonur Ólafs situr ekki kirkjuþingið „Ég var hluti af því kirkjubatteríi sem var til staðar, þó ég væri embættismaður en ekki prestur, þá var ég hluti af þessu batteríi og skammast mín fyrir það," segir Baldur. Fleiri hafa sagt sig frá kirkjuþingi vegna tengsla við málið. Kristín Þórunn Tómasdóttir í Kjalarnesprófastdæmi mun taka sæti fyrir Skúla Sigurð Ólafsson, son Ólafs Skúlasonar, sem hyggst ekki sitja á þinginu sökum fjölskyldutengsla.Dónaskapur gagnvart þjóðinni En einn maður, sem oft kemur fyrir í skýrslunni efast ekki um hæfi sitt til að sitja á kirkjuþinginu. Karl Sigurbjörnsson er ekki kosinn á kirkjuþingið en hefur þar málfrelsi og tillögurétt. Prestur sem fréttastofa rædi við sagði setu Karls á þinginu vera dónaskap gagnvart þjóðinni. Í rannsóknarskýrslunni er Karl meðal annars gagnrýndur fyrir að hafa stungið bréfi Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, dóttur fyrrverandi biskups, undir stól og ekki skráð það í skjalaskrá Biskupsstofu Íslands fyrr en einu og hálfu ári eftir að hún sendi bréfið, þar sem hún óskaði eftir fundi vegna kynferðisbrota föður síns. Þá telur rannsóknarnefndin að kirkjuráð hafi brotið landslög árið 1996 þegar það lýsti yfir stuðningi við Ólaf Skúlason, þáverandi biskup, vegna ásakanna um kynferðisbrot en í kirkjuráði sat þá Karl Sigurbjörnsson. Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, ein af fórnarlömbum Ólafs, sagði í fréttum okkar á dögunum það vera sorglegt að Karl axli ekki ábyrgð á gjörðum sínum. Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Óánægja er meðal presta vegna setu Karl Sigurbjörnssonar, biskups Íslands, á Kirkjuþingi sem hefst á morgun. Tveir prestar hafa sagt sig frá þinginu vegna tengsla við mál Ólafs Skúlasonar, fyrrverandi biskups. Annar þeirra er sonur Ólafs. Kirkjuþingið sem hefst á morgun er eingöngu kallað saman til að fjalla um skýrslu rannsóknarnefndar kirkjuþings. Nú þegar hafa tveir prestar sagt sig frá þinginu vegna tengsla við málið. Í yfirlýsingunni frá Baldri Kristjánsson, sóknarpresti í Ölfusi segist hann hafa sagt sig frá kirkjuþinginu þar sem hann telji viðbrögð þess verða trúverðugri eftir því sem færri sitji þingið sem áttu aðild að málinu á sínum tíma. Hann biður jafnframt fórnarlömb Ólafs Skúlasonar fyrirgefningar á hlut sínum í málinu. Baldur var ávíttur í skýrslunni fyrir að hafa ekki vikið af fundum stjórnar Prestafélags Íslands þegar mál Ólafs Skúlasonar voru þar til umræðu en Baldur var á þessum tíma embættismaður innan kirkjunnar og sagður hafa haft of náin tengsl við yfirmann sinn, biskup Ólaf Skúlason.Sonur Ólafs situr ekki kirkjuþingið „Ég var hluti af því kirkjubatteríi sem var til staðar, þó ég væri embættismaður en ekki prestur, þá var ég hluti af þessu batteríi og skammast mín fyrir það," segir Baldur. Fleiri hafa sagt sig frá kirkjuþingi vegna tengsla við málið. Kristín Þórunn Tómasdóttir í Kjalarnesprófastdæmi mun taka sæti fyrir Skúla Sigurð Ólafsson, son Ólafs Skúlasonar, sem hyggst ekki sitja á þinginu sökum fjölskyldutengsla.Dónaskapur gagnvart þjóðinni En einn maður, sem oft kemur fyrir í skýrslunni efast ekki um hæfi sitt til að sitja á kirkjuþinginu. Karl Sigurbjörnsson er ekki kosinn á kirkjuþingið en hefur þar málfrelsi og tillögurétt. Prestur sem fréttastofa rædi við sagði setu Karls á þinginu vera dónaskap gagnvart þjóðinni. Í rannsóknarskýrslunni er Karl meðal annars gagnrýndur fyrir að hafa stungið bréfi Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur, dóttur fyrrverandi biskups, undir stól og ekki skráð það í skjalaskrá Biskupsstofu Íslands fyrr en einu og hálfu ári eftir að hún sendi bréfið, þar sem hún óskaði eftir fundi vegna kynferðisbrota föður síns. Þá telur rannsóknarnefndin að kirkjuráð hafi brotið landslög árið 1996 þegar það lýsti yfir stuðningi við Ólaf Skúlason, þáverandi biskup, vegna ásakanna um kynferðisbrot en í kirkjuráði sat þá Karl Sigurbjörnsson. Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, ein af fórnarlömbum Ólafs, sagði í fréttum okkar á dögunum það vera sorglegt að Karl axli ekki ábyrgð á gjörðum sínum.
Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira