Innlent

Biskup rýfur þögnina

Mynd/GVA
Karl Sigurbjörnsson, biskup, tjáir sig á eftir í fyrsta sinn um skýrslu rannsóknarnefndar þjóðkirkjunnar þar sem farið er fyrir biskupsmálið svokallaða og viðbrögð kirkjunnar tilgreind. Karl mun ávarpa kirkjuþing en það verður sett klukkan níu í Grensáskirkju.

Kirkjuþing ákvað í fyrrahaust að skipa rannsóknarnefnd til að fjalla um málið. Nefndin kynnti skýrslu sína á föstudaginn en hún telur að Karli og öðrum vígðum þjónum kirkjunnar hafi orðið á mistök í starfi þegar ásakanir á hendur Ólafi Skúlasyni biskupi komu fram árin 1996 og 2009. Ýmislegt hafi farið úrskeiðis og fagleg og vönduð vinnubrögð hafi skort.

Karl er sagður hafa gert mistök í starfi sínu í tvígang. Fyrst árið 1996 og þegar mál Guðrúnar Ebbu Ólafsdóttur kom inn á borð Biskupsstofu í mars árið 2009.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×