Innlent

Orð gegn orði um yfirlýsinguna

Engin vitni Karli, Hjálmari og Sigrúnu Pálínu ber ekki saman um hvað fram fór á fundinum í Hallgrímskirkju.
Engin vitni Karli, Hjálmari og Sigrúnu Pálínu ber ekki saman um hvað fram fór á fundinum í Hallgrímskirkju.
Þjóðkirkjan Rannsóknarnefnd kirkjuþings telur sig ekki geta skorið úr um það sem fram fór á fundi Sigrúnar Pálínu Ingvarsdóttur með þeim Karli Sigurbjörnssyni, núverandi biskupi, og Hjálmari Jónssyni, núverandi dómkirkjupresti, í Hallgrímskirkju þann 3. mars 1996 sökum þess að orð standi þar gegn orði.

Þegar ásakanirnar gegn Ólafi biskupi komust aftur í hámæli á síðasta ári var mikið fjallað um þennan fund og sáttayfirlýsingu sem átti þar að undirrita.

Bar Sigrún Pálína, að eftir að samkomulag hefði tekist um orðalag yfirlýsingar, hefði Karl prentað textann út, en þá hefði vantað setningu inn í, þar sem Sigrún Pálína sagðist standa við sína frásögn af samskiptunum við Ólaf biskup.

Því hafi fundinum lokið án þess að nokkur yfirlýsing væri undirrituð.

Karl og Hjálmar þvertóku fyrir slíkt í svörum sínum til rannsóknarnefndarinnar. Þar sem engin vitni eru um framvinduna nema þau sem eiga aðkomu að málinu, segist nefndin ekki hafa forsendur til að fjalla frekar um þessa hlið málsins. Það var þó niðurstaða nefndarinnar að þátttaka Karls í þessari sáttamiðlun hafi verið mistök af hans hálfu, sökum fyrri aðkomu hans að málinu.- þj



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×