Erlent

Talið nærri öruggt að tíu þúsund hafi farist

Tala látinna fer hækkandi í Japan eftir flóðbylgjuna sem skall á norðausturströndinni á föstudag. Nú er staðfest að rúmlega 1800 séu látnir og tvöþúsund er formlega saknað. Lögregluyfirvöld segja hinsvegar nærri öruggt að rúmlega tíu þúsund manns hafi farist í hamförunum.

700 líkum skolaði til að mynda upp á land við bæinn Myiagi í dag, en þau höfðu borist á haf út þegar flóðbylgjan sjatnaði á föstudag. Nú er hafið tekið að skila líkunum aftur upp á land.

Þá eru yfirvöld að berjast við að ná tökum á ástandinu í kjarnorkuverinu í Fukushima. Óttast er að bráðnun verði í að minnsta kosti tveimur kjarnakljúfum í verinu en önnur sprenging átti sér stað þar í morgun. Á laugardag varð svipuð sprenging í öðrum kjarnaofni og eru kælikerfi óvirk í þremur ofnum versins.

Í bandaríska blaðinu New York Times má sjá myndir sem útskýra hvað er að gerast í kjarnaofnunum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×