Erlent

Pískuð fyrir óléttu eftir nauðgun

Óli Tynes skrifar
Úr myndasafni.
Úr myndasafni.

Sextán ára gömul stúlka í Bangladesh hefur verið pískuð eitthundrað og eitt högg fyrir að verða ófrísk þegar henni var nauðgað.

Jafnframt var faðir hennar dæmdur til þess að greiða sekt og sagt að fjölskyldan yrði gerð útlæg úr þorpinu ef hann borgaði ekki.

Það var tvítugur maður sem nauðgaði stúlkunni í apríl á síðasta ári. Dagblaðið Daily Star segir að hún hafi skammast sín svo mikið eftir árásina að hún hafi ekki kært hana.

Stúlkan var gift öðrum manni í snatri eftir árásina en eiginmaðurinn skildi við hana eftir nokkrar vikur þegar í ljós kom að hún var ófrísk.

Öldungaráð múslima lét setja stúlkuna í einangrun þartil fjölskylda hennar féllst á að henni yrði líkamlega refsað. Það hefur nú verið gert.

Öldungaráðið sýknaði hinsvegar nauðgarann af öllum ákærum.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×