Erlent

Lést eftir árekstur við dauðadrukkna „Melrose Place" stjörnu

Fyrir og eftir. Áfengið hefur leikið þessa fyrrum sjónvarpsstjörnu grátt.
Fyrir og eftir. Áfengið hefur leikið þessa fyrrum sjónvarpsstjörnu grátt. MYND/(FOX/AP)

Margir muna eflaust eftir Amy Locane-Bovenizer, sem lék Sandy Louise Harling, í þáttunum vinsælu „Melrose Place". Á sunnudaginn lék áfengi þessa fyrrum sjónvarpsstjörnu grátt þegar hún varð völd að dauða konu eftir ofsaakstur undir áhrifum áfengis.

Sést hafði til Amy keyra á Chevy Tahoe 2007 árgerð bifreið sinni um götur New York fyrr um kvöldið. Hún hafði keyrt niður póstkassa á gangstéttum og áttu vegfarendur fótum sínum fjör að launa.

Ofsaaksturinn endaði með hörmungum þegar keyrði á bíl Helene Seeman, sem samkvæmt Fox vefmiðlinum er 60 ára þekktur listfræðingur. Hún lést samstundis. Eiginmaður Helene var fluttur alvarlega slasaður á spítala.

Amy var færð fyrir rétt í gær og látin laus gegn 50. þúsund dala tryggingu. Hún gæti átt yfir höfði sér tíu ára fangelsisdóm. Eiginmaður Amy er vínsérfræðingur og við dóminn játaði Amy að hafa haft áfengi um hönd umrætt kvöld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×