Umfjöllun: Halldór Orri tryggði Stjörnunni sigur úr víti á 90. mínútu Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. júlí 2010 18:30 Mynd/Anton Halldór Orri Björnsson tryggði Stjörnunni 2-1 sigur á Fylki á gervigrasinu í Garðabæ í kvöld en markið skoraði hann úr vítaspyrnu á 90. mínútu leiksins eftir að Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi hendi á leikmann Fylkis. Með þessum sigri fór Stjarnan upp í sjöunda sætiði með 17 stig. Fyrsta færi leiksins kom á 12. Mínútu þegar Pape Mamadoue Faye fékk góða sendingu fyrir frá Alberti Brynjari Ingasyni en setti boltann framhjá. Hann lenti í samstuði við Bjarna Þórð Halldórsson í marki Stjörnunnar við þetta og þurfti að fara út nokkrum mínútum síðar og kom Ásgeir Börkur Ásgeirsson inn fyrir hann. Eftir þetta fjaraði leikurinn að mestu út, það var hinsvegar þegar bæði lið voru farin að huga til hálfleiks þegar fyrsta mark leiksins kom. Þá átti Albert aftur góða sendingu fyrir sem varnarmenn Stjörnunnar náðu að hreinsa út, það fór ekki langt því fyrir utan teig beið Ásgeir Börkur og skaut föstu skoti í fjærhornið, óverjandi fyrir Bjarna og tóku Fylkismenn því 1-0 forystu í hálfleik. Á 62. Mínútu seinni hálfleiks sendi Bjarni Jóhannsson Arnar Már Björgvinsson inn á en hann hefur oft komið inn á og breytt leikjum. Það tók hann ekki nema tvær mínútur að skora mark. Steinþór Freyr Þorsteinsson átti þá langt innkast inn á teig sem var fleytt á fjærstöng. Þar beið Arnar Már, lék á einn varnarmann og skoraði framhjá Fjalari í marki Fylkis. Eftir þetta sóttu Stjörnumenn í leit að sigrinum en Fylkismenn beittu þó hættulegum skyndisóknum. Það var svo á 90. Mínútu leiksins sem sigurmark leiksins kom, Víðir Þorvarðarson átti þá fyrirgjöf sem fór í hönd Fylkismann innan teigs. Þóroddur Hjaltalín benti því á punktinn og á hann steig Halldór Orri Björnsson. Hann setti boltann örugglega í miðju netsins með því að vippa boltanum en Fjalar var þá kominn í horn. Eftir þetta fjaraði leikurinn út og sigruðu því Stjörnumenn 2-1. Fylkismenn hljóta þó að naga sig í handarbökin eftir að hafa tapað niður forskoti og fá svo á sig mark á síðustu mínútu leiksins. Með þessu fer Stjarnan og KR yfir Fylki sem sitja nú í 9. Sæti Pepsi deildarinnar.Stjarnan 2 -1 Fylkir 0 - 1 Ásgeir Börkur Ásgeirsson(45.) 1 - 1 Arnar Már Björgvinsson(64.) 2 - 1 Halldór Orri Björnsson(91.) Áhorfendur: 727 Dómari: Þóroddur Hjaltalín 7 Skot (á mark): 12- 4 (4-2 ) Varin skot: Bjarni Þórður Halldórsson 1 - Fjalar Þorgeirsson 2 Horn: 7 - 7 Aukaspyrnur fengnar: 21 -16 Rangstöður: 5 - 6Stjarnan (4-4-2) Bjarni Þórður Halldórsson 5 Bjarki Páll Eysteinsson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 6 Daníel Laxdal 5 Jóhann Laxdal 5 Steinþór Freyr Þorsteinsson 6 Björn Pálsson 5 Baldvin Sturluson 5 Þorvaldur Árnason 5 (62. Arnar Már Björgvinsson 6)Halldór Orri Björnsson 7 - maður leiksins (84. Víðir Þorvarðarson) Ellert Hreinsson 5 (79. Ólafur Karl Finsen)Fylkir (4 -3 -3) Fjalar Þorgeirsson 5 Andri Þór Jónsson 5 Valur Fannar Gíslason 5 Þórir Hannesson 6 Tómas Joð Þorsteinsson 5 Kristján Valdimarsson 5 (80. Davíð Þór Ásbjörnsson ) Andrés Már Jóhannesson 5 Albert Brynjar Ingason 6 Ásgeir Örn Arnþórsson 6 (91. Friðrik Ingi Þráinsson) Pape Mamadoue Faye (18. Ásgeir Börkur Ásgeirsson 7) Jóhann Þórhallsson 4 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira
Halldór Orri Björnsson tryggði Stjörnunni 2-1 sigur á Fylki á gervigrasinu í Garðabæ í kvöld en markið skoraði hann úr vítaspyrnu á 90. mínútu leiksins eftir að Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi hendi á leikmann Fylkis. Með þessum sigri fór Stjarnan upp í sjöunda sætiði með 17 stig. Fyrsta færi leiksins kom á 12. Mínútu þegar Pape Mamadoue Faye fékk góða sendingu fyrir frá Alberti Brynjari Ingasyni en setti boltann framhjá. Hann lenti í samstuði við Bjarna Þórð Halldórsson í marki Stjörnunnar við þetta og þurfti að fara út nokkrum mínútum síðar og kom Ásgeir Börkur Ásgeirsson inn fyrir hann. Eftir þetta fjaraði leikurinn að mestu út, það var hinsvegar þegar bæði lið voru farin að huga til hálfleiks þegar fyrsta mark leiksins kom. Þá átti Albert aftur góða sendingu fyrir sem varnarmenn Stjörnunnar náðu að hreinsa út, það fór ekki langt því fyrir utan teig beið Ásgeir Börkur og skaut föstu skoti í fjærhornið, óverjandi fyrir Bjarna og tóku Fylkismenn því 1-0 forystu í hálfleik. Á 62. Mínútu seinni hálfleiks sendi Bjarni Jóhannsson Arnar Már Björgvinsson inn á en hann hefur oft komið inn á og breytt leikjum. Það tók hann ekki nema tvær mínútur að skora mark. Steinþór Freyr Þorsteinsson átti þá langt innkast inn á teig sem var fleytt á fjærstöng. Þar beið Arnar Már, lék á einn varnarmann og skoraði framhjá Fjalari í marki Fylkis. Eftir þetta sóttu Stjörnumenn í leit að sigrinum en Fylkismenn beittu þó hættulegum skyndisóknum. Það var svo á 90. Mínútu leiksins sem sigurmark leiksins kom, Víðir Þorvarðarson átti þá fyrirgjöf sem fór í hönd Fylkismann innan teigs. Þóroddur Hjaltalín benti því á punktinn og á hann steig Halldór Orri Björnsson. Hann setti boltann örugglega í miðju netsins með því að vippa boltanum en Fjalar var þá kominn í horn. Eftir þetta fjaraði leikurinn út og sigruðu því Stjörnumenn 2-1. Fylkismenn hljóta þó að naga sig í handarbökin eftir að hafa tapað niður forskoti og fá svo á sig mark á síðustu mínútu leiksins. Með þessu fer Stjarnan og KR yfir Fylki sem sitja nú í 9. Sæti Pepsi deildarinnar.Stjarnan 2 -1 Fylkir 0 - 1 Ásgeir Börkur Ásgeirsson(45.) 1 - 1 Arnar Már Björgvinsson(64.) 2 - 1 Halldór Orri Björnsson(91.) Áhorfendur: 727 Dómari: Þóroddur Hjaltalín 7 Skot (á mark): 12- 4 (4-2 ) Varin skot: Bjarni Þórður Halldórsson 1 - Fjalar Þorgeirsson 2 Horn: 7 - 7 Aukaspyrnur fengnar: 21 -16 Rangstöður: 5 - 6Stjarnan (4-4-2) Bjarni Þórður Halldórsson 5 Bjarki Páll Eysteinsson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 6 Daníel Laxdal 5 Jóhann Laxdal 5 Steinþór Freyr Þorsteinsson 6 Björn Pálsson 5 Baldvin Sturluson 5 Þorvaldur Árnason 5 (62. Arnar Már Björgvinsson 6)Halldór Orri Björnsson 7 - maður leiksins (84. Víðir Þorvarðarson) Ellert Hreinsson 5 (79. Ólafur Karl Finsen)Fylkir (4 -3 -3) Fjalar Þorgeirsson 5 Andri Þór Jónsson 5 Valur Fannar Gíslason 5 Þórir Hannesson 6 Tómas Joð Þorsteinsson 5 Kristján Valdimarsson 5 (80. Davíð Þór Ásbjörnsson ) Andrés Már Jóhannesson 5 Albert Brynjar Ingason 6 Ásgeir Örn Arnþórsson 6 (91. Friðrik Ingi Þráinsson) Pape Mamadoue Faye (18. Ásgeir Börkur Ásgeirsson 7) Jóhann Þórhallsson 4
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fá meira fyrir níu pílna legg heldur en að vinna mótið Sport Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti „Lífshættulegt“ gólf losnaði í einni af EM-höllunum Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Fleiri fréttir Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Sjá meira