Umfjöllun: Halldór Orri tryggði Stjörnunni sigur úr víti á 90. mínútu Kristinn Páll Teitsson skrifar 25. júlí 2010 18:30 Mynd/Anton Halldór Orri Björnsson tryggði Stjörnunni 2-1 sigur á Fylki á gervigrasinu í Garðabæ í kvöld en markið skoraði hann úr vítaspyrnu á 90. mínútu leiksins eftir að Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi hendi á leikmann Fylkis. Með þessum sigri fór Stjarnan upp í sjöunda sætiði með 17 stig. Fyrsta færi leiksins kom á 12. Mínútu þegar Pape Mamadoue Faye fékk góða sendingu fyrir frá Alberti Brynjari Ingasyni en setti boltann framhjá. Hann lenti í samstuði við Bjarna Þórð Halldórsson í marki Stjörnunnar við þetta og þurfti að fara út nokkrum mínútum síðar og kom Ásgeir Börkur Ásgeirsson inn fyrir hann. Eftir þetta fjaraði leikurinn að mestu út, það var hinsvegar þegar bæði lið voru farin að huga til hálfleiks þegar fyrsta mark leiksins kom. Þá átti Albert aftur góða sendingu fyrir sem varnarmenn Stjörnunnar náðu að hreinsa út, það fór ekki langt því fyrir utan teig beið Ásgeir Börkur og skaut föstu skoti í fjærhornið, óverjandi fyrir Bjarna og tóku Fylkismenn því 1-0 forystu í hálfleik. Á 62. Mínútu seinni hálfleiks sendi Bjarni Jóhannsson Arnar Már Björgvinsson inn á en hann hefur oft komið inn á og breytt leikjum. Það tók hann ekki nema tvær mínútur að skora mark. Steinþór Freyr Þorsteinsson átti þá langt innkast inn á teig sem var fleytt á fjærstöng. Þar beið Arnar Már, lék á einn varnarmann og skoraði framhjá Fjalari í marki Fylkis. Eftir þetta sóttu Stjörnumenn í leit að sigrinum en Fylkismenn beittu þó hættulegum skyndisóknum. Það var svo á 90. Mínútu leiksins sem sigurmark leiksins kom, Víðir Þorvarðarson átti þá fyrirgjöf sem fór í hönd Fylkismann innan teigs. Þóroddur Hjaltalín benti því á punktinn og á hann steig Halldór Orri Björnsson. Hann setti boltann örugglega í miðju netsins með því að vippa boltanum en Fjalar var þá kominn í horn. Eftir þetta fjaraði leikurinn út og sigruðu því Stjörnumenn 2-1. Fylkismenn hljóta þó að naga sig í handarbökin eftir að hafa tapað niður forskoti og fá svo á sig mark á síðustu mínútu leiksins. Með þessu fer Stjarnan og KR yfir Fylki sem sitja nú í 9. Sæti Pepsi deildarinnar.Stjarnan 2 -1 Fylkir 0 - 1 Ásgeir Börkur Ásgeirsson(45.) 1 - 1 Arnar Már Björgvinsson(64.) 2 - 1 Halldór Orri Björnsson(91.) Áhorfendur: 727 Dómari: Þóroddur Hjaltalín 7 Skot (á mark): 12- 4 (4-2 ) Varin skot: Bjarni Þórður Halldórsson 1 - Fjalar Þorgeirsson 2 Horn: 7 - 7 Aukaspyrnur fengnar: 21 -16 Rangstöður: 5 - 6Stjarnan (4-4-2) Bjarni Þórður Halldórsson 5 Bjarki Páll Eysteinsson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 6 Daníel Laxdal 5 Jóhann Laxdal 5 Steinþór Freyr Þorsteinsson 6 Björn Pálsson 5 Baldvin Sturluson 5 Þorvaldur Árnason 5 (62. Arnar Már Björgvinsson 6)Halldór Orri Björnsson 7 - maður leiksins (84. Víðir Þorvarðarson) Ellert Hreinsson 5 (79. Ólafur Karl Finsen)Fylkir (4 -3 -3) Fjalar Þorgeirsson 5 Andri Þór Jónsson 5 Valur Fannar Gíslason 5 Þórir Hannesson 6 Tómas Joð Þorsteinsson 5 Kristján Valdimarsson 5 (80. Davíð Þór Ásbjörnsson ) Andrés Már Jóhannesson 5 Albert Brynjar Ingason 6 Ásgeir Örn Arnþórsson 6 (91. Friðrik Ingi Þráinsson) Pape Mamadoue Faye (18. Ásgeir Börkur Ásgeirsson 7) Jóhann Þórhallsson 4 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira
Halldór Orri Björnsson tryggði Stjörnunni 2-1 sigur á Fylki á gervigrasinu í Garðabæ í kvöld en markið skoraði hann úr vítaspyrnu á 90. mínútu leiksins eftir að Þóroddur Hjaltalín dómari dæmdi hendi á leikmann Fylkis. Með þessum sigri fór Stjarnan upp í sjöunda sætiði með 17 stig. Fyrsta færi leiksins kom á 12. Mínútu þegar Pape Mamadoue Faye fékk góða sendingu fyrir frá Alberti Brynjari Ingasyni en setti boltann framhjá. Hann lenti í samstuði við Bjarna Þórð Halldórsson í marki Stjörnunnar við þetta og þurfti að fara út nokkrum mínútum síðar og kom Ásgeir Börkur Ásgeirsson inn fyrir hann. Eftir þetta fjaraði leikurinn að mestu út, það var hinsvegar þegar bæði lið voru farin að huga til hálfleiks þegar fyrsta mark leiksins kom. Þá átti Albert aftur góða sendingu fyrir sem varnarmenn Stjörnunnar náðu að hreinsa út, það fór ekki langt því fyrir utan teig beið Ásgeir Börkur og skaut föstu skoti í fjærhornið, óverjandi fyrir Bjarna og tóku Fylkismenn því 1-0 forystu í hálfleik. Á 62. Mínútu seinni hálfleiks sendi Bjarni Jóhannsson Arnar Már Björgvinsson inn á en hann hefur oft komið inn á og breytt leikjum. Það tók hann ekki nema tvær mínútur að skora mark. Steinþór Freyr Þorsteinsson átti þá langt innkast inn á teig sem var fleytt á fjærstöng. Þar beið Arnar Már, lék á einn varnarmann og skoraði framhjá Fjalari í marki Fylkis. Eftir þetta sóttu Stjörnumenn í leit að sigrinum en Fylkismenn beittu þó hættulegum skyndisóknum. Það var svo á 90. Mínútu leiksins sem sigurmark leiksins kom, Víðir Þorvarðarson átti þá fyrirgjöf sem fór í hönd Fylkismann innan teigs. Þóroddur Hjaltalín benti því á punktinn og á hann steig Halldór Orri Björnsson. Hann setti boltann örugglega í miðju netsins með því að vippa boltanum en Fjalar var þá kominn í horn. Eftir þetta fjaraði leikurinn út og sigruðu því Stjörnumenn 2-1. Fylkismenn hljóta þó að naga sig í handarbökin eftir að hafa tapað niður forskoti og fá svo á sig mark á síðustu mínútu leiksins. Með þessu fer Stjarnan og KR yfir Fylki sem sitja nú í 9. Sæti Pepsi deildarinnar.Stjarnan 2 -1 Fylkir 0 - 1 Ásgeir Börkur Ásgeirsson(45.) 1 - 1 Arnar Már Björgvinsson(64.) 2 - 1 Halldór Orri Björnsson(91.) Áhorfendur: 727 Dómari: Þóroddur Hjaltalín 7 Skot (á mark): 12- 4 (4-2 ) Varin skot: Bjarni Þórður Halldórsson 1 - Fjalar Þorgeirsson 2 Horn: 7 - 7 Aukaspyrnur fengnar: 21 -16 Rangstöður: 5 - 6Stjarnan (4-4-2) Bjarni Þórður Halldórsson 5 Bjarki Páll Eysteinsson 6 Tryggvi Sveinn Bjarnason 6 Daníel Laxdal 5 Jóhann Laxdal 5 Steinþór Freyr Þorsteinsson 6 Björn Pálsson 5 Baldvin Sturluson 5 Þorvaldur Árnason 5 (62. Arnar Már Björgvinsson 6)Halldór Orri Björnsson 7 - maður leiksins (84. Víðir Þorvarðarson) Ellert Hreinsson 5 (79. Ólafur Karl Finsen)Fylkir (4 -3 -3) Fjalar Þorgeirsson 5 Andri Þór Jónsson 5 Valur Fannar Gíslason 5 Þórir Hannesson 6 Tómas Joð Þorsteinsson 5 Kristján Valdimarsson 5 (80. Davíð Þór Ásbjörnsson ) Andrés Már Jóhannesson 5 Albert Brynjar Ingason 6 Ásgeir Örn Arnþórsson 6 (91. Friðrik Ingi Þráinsson) Pape Mamadoue Faye (18. Ásgeir Börkur Ásgeirsson 7) Jóhann Þórhallsson 4
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Glódís Perla eftir að tvennan var tryggð: „Langt síðan síðast“ Fótbolti Juventus-parið hætt saman Fótbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Beckham fimmtugur í dag Enski boltinn Allt small og Rauðu djöflarnir sjá úrslitaleikinn í hillingum Fótbolti Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Enski boltinn Fleiri fréttir Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Sjá meira