Umfjöllun: Markasúpa í boði Valsstúlkna á Vodafone-vellinum Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 15. júní 2010 21:45 Valsstúlkur svöruðu kallinum í kvöld eftir smá bakslag og rústuðu Aftureldingu 10-0 er liðin mættust í sjöundu umferð Pepsi-deildar kvenna. Það mætti aðeins eitt lið til leiks og það voru heimastúlkur. Valsstúlkur byrjuðu leikinn með látum en Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði með skalla eftir sendingu Thelmu Bjarkar strax eftir aðeins tvær mínútur. Þær voru fljótar að bæta við öðru markinu en Rakel Logadóttir slapp þá inn fyrir vörn gestanna og lagði boltann snyrtilega í netið. Katrín Jónsdóttir fyrirliði Valsstúlkna bætti við þriðja markinu stuttu síðar úr stuttu færi eftir sendingu Dagnýjar Brynjarsdóttir. Gestirnir úr Mosfellsbænum sátu mjög aftarlega og reyndu að verjast þessum stríðs sóknum Vals en án árangurs. Hallbera Guðný Gísladóttir komst á blað þremur mínútum síðar en þá fékk hún boltann út á vinstri vængnum, gerði árás á bakvörð gestanna og kláraði færið sitt vel. Fjörið hélt áfram því stuttu seinna átti Rakel Logadóttir sprett upp kantinn og sendi boltann fyrir á fyrirliðann Katrínu Jónsdóttir sem átti í engum vandræðum með að klára færið sitt og skoraði sitt annað mark í leiknum. Fallegt spil Valsstúlkna. Thelma Björk bætti við sjötta markinu úr stuttu færi og óhætt að segja að aðeins eitt lið hafi verið inná vellinum í fyrrihálfleiknum en allur fyrri hálfleikur fór fram á vallarhelmingi gestanna. Staðan var 6-0 heimastúlkum í vil er Valdimar Pálsson dómari leiksins blés til leikhlés. Sýningin hélt áfram í síðari hálfleik en Björk Gunnarsdóttir kom inn á í lið Vals eftir leikhlé og hún var ekki lengi að láta til sín taka. Björk var aðeins búin að vera inná vellinum í rúmar fimm mínútur þegar að hún var búinn að skora tvö mörk, frábær innkoma hjá henni. Eftir um klukkutíma leik átti Hallbera Guðný skot sem var varið í slánna en þar var Kristín Ýr mætt og potaði boltanum yfir línuna og staðan orðin 9-0 Valsstúlkum í vil. Dagný Bryjnarsdóttir skoraði svo tíunda og síðasta mark Vals eftir sendingu frá Björk Gunnarsdóttir og stærsti sigur sumarsins orðinn að veruleika. Á 87. mínútu fengu Valsstúlkur vítaspyrnu en Kristín Ýr tók spyrnuna sem endaði í stönginni, hún tók aftur við boltanum og skoraði en markið ógilt þar sem annar leikmaður hefði þurft að taka við boltanum. Þannig fór það og Valsstúlkur fögnuðu vel og innilega eftir óaðfinnanlegan leik og gátu þeir 140 sem mættu á völlinn farið heim brosandi eftir bragðgóða markasúpu í boði heimastúlkna á Vodafone-vellinum í kvöld. Valur - Afturelding 10-0 (6-0) 1-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (2.) 2-0 Rakel Logadóttir (10.) 3-0 Katrín Jónsdóttir (19.) 4-0 Hallbera Guðný Gísladóttir (22.) 5-0 Katrín Jónsdóttir (28.) 6-0 Thelma Björk Einarsdóttir (36.) 7-0 Björk Gunnarsdóttir (54.) 8-0 Björk Gunnarsdóttir (57.) 9-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (62.) 10-0 Dagný Brynjarsdóttir (74.) Áhorfendur: 140 Dómari: Valdimar Pálsson 7 Skot (á mark): 27-3 (15-2) Varin skot: María Björg 2 - Elizabeth 5 Horn: 9-0 Aukaspyrnur fengnar: 13-5 Rangstöður: 4-0 Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Valsstúlkur svöruðu kallinum í kvöld eftir smá bakslag og rústuðu Aftureldingu 10-0 er liðin mættust í sjöundu umferð Pepsi-deildar kvenna. Það mætti aðeins eitt lið til leiks og það voru heimastúlkur. Valsstúlkur byrjuðu leikinn með látum en Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði með skalla eftir sendingu Thelmu Bjarkar strax eftir aðeins tvær mínútur. Þær voru fljótar að bæta við öðru markinu en Rakel Logadóttir slapp þá inn fyrir vörn gestanna og lagði boltann snyrtilega í netið. Katrín Jónsdóttir fyrirliði Valsstúlkna bætti við þriðja markinu stuttu síðar úr stuttu færi eftir sendingu Dagnýjar Brynjarsdóttir. Gestirnir úr Mosfellsbænum sátu mjög aftarlega og reyndu að verjast þessum stríðs sóknum Vals en án árangurs. Hallbera Guðný Gísladóttir komst á blað þremur mínútum síðar en þá fékk hún boltann út á vinstri vængnum, gerði árás á bakvörð gestanna og kláraði færið sitt vel. Fjörið hélt áfram því stuttu seinna átti Rakel Logadóttir sprett upp kantinn og sendi boltann fyrir á fyrirliðann Katrínu Jónsdóttir sem átti í engum vandræðum með að klára færið sitt og skoraði sitt annað mark í leiknum. Fallegt spil Valsstúlkna. Thelma Björk bætti við sjötta markinu úr stuttu færi og óhætt að segja að aðeins eitt lið hafi verið inná vellinum í fyrrihálfleiknum en allur fyrri hálfleikur fór fram á vallarhelmingi gestanna. Staðan var 6-0 heimastúlkum í vil er Valdimar Pálsson dómari leiksins blés til leikhlés. Sýningin hélt áfram í síðari hálfleik en Björk Gunnarsdóttir kom inn á í lið Vals eftir leikhlé og hún var ekki lengi að láta til sín taka. Björk var aðeins búin að vera inná vellinum í rúmar fimm mínútur þegar að hún var búinn að skora tvö mörk, frábær innkoma hjá henni. Eftir um klukkutíma leik átti Hallbera Guðný skot sem var varið í slánna en þar var Kristín Ýr mætt og potaði boltanum yfir línuna og staðan orðin 9-0 Valsstúlkum í vil. Dagný Bryjnarsdóttir skoraði svo tíunda og síðasta mark Vals eftir sendingu frá Björk Gunnarsdóttir og stærsti sigur sumarsins orðinn að veruleika. Á 87. mínútu fengu Valsstúlkur vítaspyrnu en Kristín Ýr tók spyrnuna sem endaði í stönginni, hún tók aftur við boltanum og skoraði en markið ógilt þar sem annar leikmaður hefði þurft að taka við boltanum. Þannig fór það og Valsstúlkur fögnuðu vel og innilega eftir óaðfinnanlegan leik og gátu þeir 140 sem mættu á völlinn farið heim brosandi eftir bragðgóða markasúpu í boði heimastúlkna á Vodafone-vellinum í kvöld. Valur - Afturelding 10-0 (6-0) 1-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (2.) 2-0 Rakel Logadóttir (10.) 3-0 Katrín Jónsdóttir (19.) 4-0 Hallbera Guðný Gísladóttir (22.) 5-0 Katrín Jónsdóttir (28.) 6-0 Thelma Björk Einarsdóttir (36.) 7-0 Björk Gunnarsdóttir (54.) 8-0 Björk Gunnarsdóttir (57.) 9-0 Kristín Ýr Bjarnadóttir (62.) 10-0 Dagný Brynjarsdóttir (74.) Áhorfendur: 140 Dómari: Valdimar Pálsson 7 Skot (á mark): 27-3 (15-2) Varin skot: María Björg 2 - Elizabeth 5 Horn: 9-0 Aukaspyrnur fengnar: 13-5 Rangstöður: 4-0
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira