Freyr: Það fór um mig þegar þær fengu dauðfæri í upphafi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2010 16:45 Freyr Alexandersson, þjálfari kvennaliðs Vals. Mynd/Stefán Freyr Alexandersson, þjálfari kvennaliðs Vals, var kátur eftir að hafa horft upp á sínar stelpur tryggja sér sæti í bikarúrslitaleiknum með 3-0 sigri á Þór/KA á Vodafone-vellinum í dag. „Þetta hefði getað verið knappara hjá okkur en 3-0 lítur vel út og þetta var nokkuð öruggt í lokin," sagði Freyr Alexandersson kátur í leikslok. „Það fór um mig þegar þær fengu dauðfæri í upphafi leiks og ég held að það hafi farið um leikmennina líka. Spennustigið var sennilega of hátt í byrjun og þetta náði bara að sjokkera þær. Þær komust í gang í kjölfarið og ég var ánægður með þær eftir það," sagði Freyr. „Þetta er búin að vera erfið en skemmtileg leið í bikarúrslitaleikinn. Nú erum við komin í úrslitaleikinn og ef við náum að klára hann þá getum við verið rosalega stolt að hafa farið þessa leið að titlinum þetta árið," sagði Freyr. „Ég vildi að við myndum halda hreinu því ég veit að við skorum alltaf. Við skoruðum ekki síðast í bikarúrslitaleiknum 2008 þannig að það er orðið mjög langt síðan að við náðum ekki að skora," sagði Freyr. Kristín Ýr BJarnadóttir skoraði öll þrjú mörk Vals þar af tvö þau fyrstu eftir glæsilegar fyrirgjafir frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. „Hallbera er komin á allt annað plan miðað við leik sinn síðustu ár. Hún er að spila stórkostlega og Kristín Ýr er náttúrulega besti skallamaðurinn í Norður-Evrópu," segir Freyr sem mætti í fjölmiðlaviðtölin með ljósa hárkollu í tilefni af veðmálinu sem Hallbera "bjó" til. Freyr sagði að það hefði verið málamiðlun en Hallbera vildi að hann myndi aflita hárið sitt víst að hún hafði náð því markmiði þeirra að skora tíu deildarmörk í sumar. „Hallbera er með mikið sjálfstraust og kannski einum of mikið stundum en það er gott því það nýtist henni inn á vellinum," sagði Freyr. „Það er mjög stór skref að vera komin í bikarúrslitaleikinn og þar skiptir engu máli hverjum maður mætir. Það er alltaf hörkuleikur og miklar tilfinningar og það verður rosalega gaman að spila 15. ágúst og við ætlum að njóta þess," sagði Freyr. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari kvennaliðs Vals, var kátur eftir að hafa horft upp á sínar stelpur tryggja sér sæti í bikarúrslitaleiknum með 3-0 sigri á Þór/KA á Vodafone-vellinum í dag. „Þetta hefði getað verið knappara hjá okkur en 3-0 lítur vel út og þetta var nokkuð öruggt í lokin," sagði Freyr Alexandersson kátur í leikslok. „Það fór um mig þegar þær fengu dauðfæri í upphafi leiks og ég held að það hafi farið um leikmennina líka. Spennustigið var sennilega of hátt í byrjun og þetta náði bara að sjokkera þær. Þær komust í gang í kjölfarið og ég var ánægður með þær eftir það," sagði Freyr. „Þetta er búin að vera erfið en skemmtileg leið í bikarúrslitaleikinn. Nú erum við komin í úrslitaleikinn og ef við náum að klára hann þá getum við verið rosalega stolt að hafa farið þessa leið að titlinum þetta árið," sagði Freyr. „Ég vildi að við myndum halda hreinu því ég veit að við skorum alltaf. Við skoruðum ekki síðast í bikarúrslitaleiknum 2008 þannig að það er orðið mjög langt síðan að við náðum ekki að skora," sagði Freyr. Kristín Ýr BJarnadóttir skoraði öll þrjú mörk Vals þar af tvö þau fyrstu eftir glæsilegar fyrirgjafir frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. „Hallbera er komin á allt annað plan miðað við leik sinn síðustu ár. Hún er að spila stórkostlega og Kristín Ýr er náttúrulega besti skallamaðurinn í Norður-Evrópu," segir Freyr sem mætti í fjölmiðlaviðtölin með ljósa hárkollu í tilefni af veðmálinu sem Hallbera "bjó" til. Freyr sagði að það hefði verið málamiðlun en Hallbera vildi að hann myndi aflita hárið sitt víst að hún hafði náð því markmiði þeirra að skora tíu deildarmörk í sumar. „Hallbera er með mikið sjálfstraust og kannski einum of mikið stundum en það er gott því það nýtist henni inn á vellinum," sagði Freyr. „Það er mjög stór skref að vera komin í bikarúrslitaleikinn og þar skiptir engu máli hverjum maður mætir. Það er alltaf hörkuleikur og miklar tilfinningar og það verður rosalega gaman að spila 15. ágúst og við ætlum að njóta þess," sagði Freyr.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum Íslenski boltinn Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra Sport Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög Körfubolti Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Körfubolti Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fótbolti Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Enski boltinn „Erfið og flókin staða“ Enski boltinn Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun Enski boltinn „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Handbolti „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira