Enski boltinn

Tíu sjálfsmörk mótherja Manchester United í vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
James Collins horfir á eftir boltanum í eigið mark í kvöld.
James Collins horfir á eftir boltanum í eigið mark í kvöld. Mynd/AFP
Andstæðingar ensku meistarana í Manchester United hafa gert sér lífið erfiðara með því að aðstoða United-menn í markaskoruninni í ensku úrvalsdeildinni. United náði jafntefli á móti Aston Villa í kvöld þökk sé enn einu sjálfsmarkinu nú frá Aston Villa manninum James Collins.

Mótherjar Manchester United hafa þar með skorað 10 af 62 mörkum liðsins á tímabilinu og er það aðeins Wayne Rooney (21 mark) af leikmönnum United-liðsins sem hefur náð að skora fleiri mörk.

Fjögur af þessum sjálfsmörkum hafa annað hvort tryggt United sigur eða jafntefli en það má reyndar geta þess að tvö af þessum fimm sjálfsmörkum mótherja liðsins í undanförnum þremur leikjum hafa ekki verið mikil sjálfsmörk.

Sjálfsmörk mótherja Manchester United á tímabilinu:

1) 29. ágúst Man.United-Arsenal 2-1

Abou Diaby á 64. mínútu

Tryggði liðinu 2-1 sigur á Arsenal

2) 3. október Man. United-Sunderlan 2-2

Anton Ferdinand á 90. mínútu

Tryggði United 2-2 jafntefli

3) 17. október Man United-Bolton 2-1

Zat Knight á 5. mínútu

Kom United í 1-0 í upphafi leiks

4) 27. desember Hull-man. United 1-3

Andy Dawson á 73. mínútu

5) 9. janúar Birmingham-Man. United 1-1

Scott Dann á 63. mínútu

Tryggði United 1-1 jafntefli

6) 31. janúar Arsenal-Man. United 1-3

Manuel Almunia á 33. mínútu

Kom United í 1-0.

7) 6. febrúar Man. United-Porsmouth 5-0

Anthony Vanden Borre á 45. mínútu

8) 6. febrúar Man. United-Porsmouth 5-0

Richard Hughes á 59. mínútu

9) 6. febrúar Man. United-Porsmouth 5-0

Marc Wilson á 69. mínútu

10) 10. febrúar Aston Villa-Man. UNited 1-1

James Collins á 23. mínútu

Tryggði United 1-1 jafntefliFleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.