"Endurkoman hefði mátt byrja fyrr hjá okkur," viðurkenndi Hallur Hallsson, fyrirliði Þróttar eftir 3-2 tapið gegn KR í kvöld.
"Það var gríðarlega svekkjandi að sjá boltann í síðasta skotinu okkar fara í okkar eigin mann. En svona er þetta," sagði Hallur og gat ekki annað en brosað yfir óförunum en Þróttur skoraði tvö mörk í blálok leiksins.
"Við vorum orðnir þreyttir en við erum ánægðir með karakterinn í liðinu," sagði fyrirliðinn.
Hallur: Endurkoman hefði mátt byrja fyrr

Tengdar fréttir

Umfjöllun: Lánið lék við kærulausa KR-inga
KR var stálheppið að komast í undanúrslit VISA-bikars karla í kvöld. Liðið vann Þrótt 3-2 á heimavelli en fékk á sig tvö mörk undir lokin og það þriðja kom ekki þar sem Þróttarar skutu í eigin mann á línu KR-inga.

Logi: Menn voru farnir að spara kraftana fyrir Evrópuleikinn
Logi Ólafsson, þjálfari KR, var sáttur með leik liðsins í 90 mínútur í kvöld. KR var 3-0 yfir gegn Þrótti en fékk á sig tvö mörk í lokin og var heppið að fá það þriðja ekki á sig.