Enski boltinn

Wigan fékk varnarmann frá Twente

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Ronnie Stam, til vinstri, í leik með Twente.
Ronnie Stam, til vinstri, í leik með Twente. Nordic Photos / AFP
Varnarmaðurinn Ronnie Stam er genginn til liðs við enska úrvalsdeildarfélagið Wigan frá hollensku meisturunum í FC Twente. Talið er að kaupverðið nemi um tveimur milljónum punda.

Stam skrifaði undir þriggja ára samning við Wigan en hann leikur sem hægri bakvörður. Hann er 26 ára gamall og var á dögunum valinn í hollenska landsliðið sem mætir Úkraínu í æfingaleik í næsta mánuði.

Stam er ætlað að fylla skarð Mario Melchiot hjá Wigan sem ákvað að semja við lið í Katar eftir að samningur hans við Wigan rann út. Stam er fjórði leikmaðurinn sem kemur til Wigan í sumar en hinir eru Antolin Alcaraz, Mario Boselli og James McArthur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×